Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2013 Sóknaráætlanir landSHluta –ábyrGð oG völd til landSHluta Markmiðið með sóknaráætl-anum landshluta er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna við forgangs- röðun og skiptingu almannafjár til verkefna á sviði byggða- og samfé- lagsþróunar. Tilgangurinn er að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til aðstæðna. Lands- hlutarnir átta skila allir sóknaráætlun- um um miðjan febrúar. Stofnað hefur verið til samráðsvettvangs á hverju svæði þar sem saman koma fulltrúar sveitarstjórna og hagsmunaaðila, und- ir forystu stjórnar landshlutasamtaka sveitarfélaga. Þarna er vettvangur til að móta framtíðarsýn og stefnu og for- gangsraða markmiðum og verkefnum. Í fyrstu verða verkefni á víðu sviði atvinnumála og nýsköpunar, markaðs- mála og mennta- og menningarmála fjármögnuð í gegnum sóknaráætlun. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að aðrir þættir byggðamála s. s. velferðarmál og þróun innviða, falli undir sama verklag. Sóknaráætlanir landshluta er sam- eiginlegt þróunarverkefni ráðuneyta og sveitarfélaga og byggir á sam- vinnu. Ráðuneytin skipa öll fulltrúa í hóp sem myndar stýrinet af hálfu Stjórnarráðsins. Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að stýrinetinu. Á milli þess og landshlutasamtaka sveitarfélaga er samskiptaás sem sókn- aráætlirnar og samskiptin fylgja. Með þessum hætti er tryggð góð samvinna stjórnsýslustiganna tveggja. Þetta verklag er nýsköpun í íslenskri stjórn- sýslu og vinnur Stjórnarráðið sem ein heild með einn málaflokk, byggðamál. Ný aðferð við skiptingu fjár Í dag renna um 5,7 milljarðar króna milli ríkis og sveitarfélaga samkvæmt 192 samningum. Að mestu er þetta fé í formi styrkja og samninga til einstakra verkefna. Það er skýr vilji stjórnvalda að reyna nýtt verklag til þess að einfalda þessi samskipti og í því skyni hefur ríkis- stjórnin samþykkt að setja 400 milljón- ir króna í sóknaráætlanaverkefni árið 2013 sem skiptast á milli landshlutanna átta eftir gagnsæjum viðmiðum. Hug- myndin er svo að færa hluta þess fjár sem bundið er samningunum 192 í þennan nýja farveg. Árið 2013 er reynsluár þar sem hverjum landshluta er falið að ákveða, á grundvelli sóknaráætlana, hvernig 400 milljónum króna verður varið. Því er það formið sjálft frekar en fjármagnið sem þarf að standast prófið þetta árið. Fjárupphæðin er þó engu að síður mik- ilvæg, en með því gefst gott tækifæri til að reyna verklagið. Til lengri tíma litið er markmiðið að fjármunir sem Alþingi ráðstafar af fjárlögum til verkefna í einstökum landshlutum á sviði atvinnumála og byggða- og samfélagsþróunar byggi á svæðisbundnum áherslum og mark- miðum sem koma fram í sóknaráætl- unum landshlutans. Þá er framtíðar- sýnin sú að sóknaráætlanir verði hafðar til hliðsjónar þegar kemur að stefnumótun og áætlanagerð ríkisins og hafi gagnvirk áhrif á fjárlagagerð. Ögrandi viðfangsefni Til að ná settu markmiði, að færa aukin völd og aukna ábyrgð til heimamanna í hverjum landshluta, þarf að koma til breytt verklag stefnumótunar og áætlanagerðar, bæði í landshlutunum sjálfum og innan Stjórnarráðsins. Við sjáum nú þegar talsverðan árangur hvað þetta varðar með skipan stýrinets Stjórnarráðsins og samráðsvettvanga í hverjum landshluta. Við sjáum einnig bætta og markvissari nýtingu fjármuna með aukinni aðkomu og bættu samráði heimamanna. Sóknaráætlanir landshluta fara vel af stað en það er ljóst að verkefnið er ögr- andi bæði fyrir ríki og sveitarfélög og reynir á samvinnu innan landshlutanna og milli þeirra og ríkisins. Það er mín trú að ef vel tekst til með sóknaráætl- anir og þetta nýja skipulag hafi verið stigið eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í byggðamálum síðustu áratugi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra Magnús B. Jóhannesson, Sjálfstæðisflokki. nýta verður tækifærin betur Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á laugardaginn 26. janúar. Einn af Suðurnesjamönnunum sem gefa kost á sér er Magnús B. Jóhannesson. Hann gefur kost á sér í 3. sæti. Reykjanes lagði nokkrar spurngingar fyrir Magnús, svo kjósendur geti betur áttað sig á hver verða hans baráttumál. 1. Hvers vegna hefur þú áhuga á þing- mennsku? Stefna stjórnvalda þarf að taka umtals- verðum breytingum svo hægt verði að skapa mannsæmandi lífskjör í þessu landi. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til þessa verkefnis og vil leggja mitt af mörkum til að svo megi verða með frelsi, ábyrgð, heiðarleika og réttlæti að leiðarljósi. Leiðrétta þarf nokkur rétt- lætismál, s. s. að afnema verðtryggingu, að fólk sé ekki í ábyrgðum fyrir húsnæð- islán með öllum eigum sínum heldur einungis þeim eignum sem veð er tekið í. Nýta verður tækifærin betur og því stefnubreytingar þörf. Annars glutrum við niður öðrum fjórum árum í stöðnun og aðgerðaleysi. 2. Hver er helstu hagsmunamál Suðurnesja í þínum huga? Helstu hagsmunamál Suðurnesja eru þau sömu í nær öllum tilfellum og allra landsmanna, þ. e. að skapa atvinnu, lækka skatta, afnema verðtrygginguna, skuldaleiðrétting og lyklalög, greiða nið- ur skuldir ríkissjóðs, vernda borgarana gegn skuldasöfnun og hallarekstri hins opinbera og að draga ESB umsókn til baka. Suðurnesjamenn eru sérstaklega illa staddir þegar kemur að atvinnuleysi og afar mikilvægt er að stjórnvöld hætti árásum á atvinnulífið s. s. með hækk- un skatta og meiriháttar breytingum á lagaumhverfi fyrirtækja því í slíku umhverfi munu stjórnendur halda að sér höndum, bíða og sjá hvað setur, og á meðan skapa þeir ekki ný störf. Hagnaður hefur verið tortryggður af stjórnvöldum og viðhorfið virðist vera að hann verði að uppræta. Án hagnað- ar skapa fyrirtæki þessa lands ekki ný störf. Síðast en ekki síst er mikilvægt að koma umhverfisöfgafólki frá völdum því skynsamleg nýting auðlindanna til atvinnusköpunar hefur liðið fyrir öfgar þessa fólks. Rök eins og geyma skuli orkuauðlindir fyrir komandi kynslóðir eru notuð í umræðunni en á meðan renna allar ár landsins til sjávar og orkan fer til spillis. Á Suðurnesjum eru um og yfir 1000 manns atvinnulausir um þessar mundir og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þessu fólki að bjarga sér. Það er ekki ásættanlegt að fólk hafi ekki um annað að velja en að sætta sig við að fá skammtað úr hnefa atvinnuleysisbætur sem varla er hægt að lifa af. 3. Fáum við álver í Helguvík? Ég vona svo sannarlega að við fáum álver í Helguvík. Það er nauðsyn- leg viðbót inn á atvinnumarkaðinn á Suðurnesjum. Hins vegar er ljóst að stefnubreyting Landsvirkjunar í verð- lagningu orkunnar hefur haft hér mikil áhrif. Landsvirkjun hefur breytt skil- greiningunni á markaði sínum, þ. e. telja sig ekki lengur í samkeppni við aðrar þjóðir um stóriðjuverkefni. Þetta hefur haft þau áhrif að verðlagning orkunnar hefur hækkað sem hefur gert það að verkum að samkeppnishæfni Landvirkj- unar hefur skerst í samanburði við aðrar þjóðir s. s. Kanada og Bandaríkin. Það eru ekki margir mánuðir síðan að við sáum dæmi um þetta þegar félagið Fuji Chemicals, sem hugðist setja upp starf- semi hér sem hefði skapað fjölda starfa, fluttist til Bandaríkjanna því orkuverð þar var hagstæðara. Verðbreytingin hefur haft þau áhrif að nær engin orka hefur selst eftir þessa breytingu. Stjórnvöld verða að skapa hagstætt umhverfi fyrir atvinnulífið svo það þrífist. 4. Hver er afstaða þín til ESB umsóknar? Eftir að hafa vegið og metið kosti og galla ESB inngöngu þá er ég þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki erindi inn í ESB því eru gallarnir eru alvarlegri og vega þyngra en kostirnir. Í stað þess að leggja málið upp með þeim hætti hafa stjórnvöld beitt blekkingum, dregið fólk áfram með þeim rökum að sjá hvað kemur úr pakkanum og ýjað að því að Ísland geti náð góðum samningi. Hið sanna er að Ísland er í aðlögunarferli en ekki samningsferli þar sem tveir jafnréttháir aðilar takast á og niðurstað- an getur fallið á hvorn veginn sem er. Ferlið er mjög fastmótað og í raun ekki margt sem hægt er að semja um nema helst hversu langan tíma þjóðin fær til aðlögunar. Máli mínu til stuðnings nefni ég að Ísland fær engar varanlegar undanþágur til dæmis í sjávarútvegi eins og utanríkisráðherra viðurkenndi í ræðu á 137. löggjafarþingi,45. fundi,38 mál,16 júlí 2009, kl: 10.01. Ísland er í samkeppni við aðrar þjóðir um sölu á vörum og þjónustu. Inngöngu í ESB mun fylgja upptaka Evru. Ég er þeirrar skoðunar að Evran muni auka á vandamál landsins því mun erfiðara verður að leiðrétta samkeppnishæfni þjóðarinnar með Evru heldur en með krónunni. Neikvæð samkeppnishæfni þjóðarinnar getur valdið miklum og langtíma viðskiptahalla hjá aðildarríkj- um sem getur endað með gjaldþroti, samaber Grikkland og Spánn. Hægt er að leiðrétta samkeppnishæfni þjóða einkum með tveimur leiðum, annars vegar með leiðréttingu í gegnum gengið og hins vegar með handafli. Leiðrétting á samkeppnishæfni í gegnum gengisbreytingar lækkar fram- leiðslukostnað með jafnri skerðingu á alla landsmenn sem að öðrum kosti yrði að gerast með handafli líkt og reynt hef- ur verið að gera í ríkjum Evrópu undan- farið. Þar hefur verkalýðshreyfingin brugðist hart við enda býður handa- flsleiðin upp á misræmi í skerðingu milli starfshópa, t. d. að hafnaverkamenn, vegna lélegrar samningsstöðu þurfi að taka á sig meiri skerðingu en flug- umferðastjórar sem hafa betri samn- ingsstöðu. Þannig má færa fyrir því rök að gengisleiðrétting sé sanngjarnari og jafnframt auðveldari leið en leiðrétting með handafli og þess vegna mikilvægt fyrir þjóðina að halda krónunni. Ein af stærstu neikvæðu hliðunum á slæmri samkeppnishæfni er hátt atvinnuleysi. Fyrirtæki í þeim Evru- löndum sem standa höllum fæti í samkeppninni við aðrar Evrópuþjóðir hafa brugðist við háum framleiðslu- kostnaði með því að fækka starfsfólki eins og kostur er, sem hefur skapað gífurlegt atvinnuleysi. Þrátt fyrir ýmsa galla krónunnar höfum við íslendingar í gegnum tíðina verið blessunarlega lausir við hátt atvinnuleysi sem er böl sem ég óska engum manni. Ég óttast að ef við höldum umsóknarferlinu til streitu og göngum inn í ESB þá séum við að kalla yfir okkur vandamál sem nú fyrirfinnst víða í Evru ríkunum, hátt atvinnuleysi með þeim félagslegu vandamálum sem því fylgir. Niðurstaða mín er því sú að Ísland á ekki samleið að svo komnu máli með ESB. Garður. allt Samþykkt SamHljóða Ró og friður virðist nú vera alls ráðandi í störfum Bæj-arstjórnar Garðs. Á síðasta fundi bæjarstjórnar 9. janúar s. l. voru öll 8 málin sem greitt var atkvæði um samþykkt samhljóða og ekkert að gera hjá fundarritara, þar sem engar bók- anir voru lagðar fram. Já, nú er það lognið sem ræður ríkjum í Garðinum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.