Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 2
2 24. janúar 2013 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fer fram n. k. laugardag. Að undanförnu hafa frambjóðendurnir 15 verið á fullu við að kynna sig og sín baráttumál. Það verður örugglega hart barist um efstu sætin, þannig að það skiptir máli að mæta og taka þátt í valinu. Þrátt fyrir ýmsa galla á prófkjörsaðferðinni er þetta þó skásta leiðin miðað við núverandi reglur sem hægt er að nota við val frambjóðenda. Oft hefur borið á því að ýmsir forystumenn flokksins s. s. bæjarfulltrúar, bæj- arstjórar og aðrir toppar sendi út yfirlýsingar um hvernig við eigum að merkja við frambjóðendur. Hver eigi að vera í sæti 1. og hver í sæti 2 o. s. frv. Það er fáránlegt og helber dónaskapur við kjósendur að gefa út þannig skipanir. Við eigum hvert og eitt að mynda okkur sjálfstæða skoðun á því hverja við viljum velja. Við þurfum að hafa í huga að það er í okkar höndum að velja þá fimm og raða þeim eftir því sem teljum hagsmunum kjördæmisins best borgið. Flokksskírteini annars flokks datt úr veskinu. Prófkjörið á laugardaginn er eingöngu fyrir flokksbundna Sjálfstæðismenn er sagt. En er það svo? Fólk getur mætt á kjörstað á laugardaginn og skráð sig í Sjálfstæðisflokkinn og sagt sig svo úr flokknum á mánudaginn. Því miður er Það svo að flokksbundið fólk í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum mætir og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Frambjóðendur og helstu stuðningsmenn hvetja jafnvel til slíkra vinnubragða. Auðvitað er það ömurlegt þegar menn mæta á kjörstað og sýna persónuskilríki að þá dettur úr veskinu flokksskírteini Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins eða Vinstri grænna. Vonandi styttist í að í þingkosningum og sveitarstjótrnarkosningum verði meiri möguleikar á persónukjöri, þannig að ekki verði hægt að leika þennan ljóta leik í prófkjörunum. Það á ekki að hvarla að okkur sem erum flokksbundin að reyna hafa áhrif á val frambóðenda annarra flokka. leiðari Hugsum sjálfstætt Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 2. Tbl.3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Guðbjart HanneSSon for- mann SamfylkinGarinnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-herra hefur ákveðið að draga sig í hlél frá stjónmálum og því liggur fyrir jafnaðarmönnum að kjósa nýjan formann Samfylkingarinnar í allsherj- aratkvæðagreiðlsu. Jóhanna sóttist ekki eftir formennsku í flokknum eða stöðu forsætisráðherra heldur svarðaði hún kalli og áskorunum félaga sinna á vor- dögum 2009. Þegar við horfum til baka er full ástæða til þess að fyllast stolti yfir árangri ríkisstjórnar Jóhönnu.Hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðar- innar fara batnandi. Félagslegt réttlæti og jafnrétti kynjanna mælist nú hvað mest á Íslandi í alþjóðlegum saman- burði um leið og efnahagslegur jöfn- uður hefur aukist á erfiðum tímum. Ferðaþjónustan og aðrar vaxandi greinar mynda ásamt hefðbundnum grunnatvinnuvegum þá fjölbreyttu flóru atvinnulífs sem nauðsynleg er samfélögum sem vilja vaxa og dafna. Úflutningsgreinarnar hafa ekki síður lagt til þess góða hagvaxtar sem hér hefur verið á liðnum árum. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur haft að leiðarljósi stefnu jafnaðar og félags- hyggu og það vil ég að næsti formaður hafi fyrst og fremst í forgrunni en ekki óljós loforð um breytingar. Það hefur tekist að bjarga okkur frá gjaldþroti og rétta okkur við og nú er komið að því að sækja fram. Þá verðum við að velja okkur forystu sem vinnur eftir þeim giildum sem að Sam- fylkingin hefur að leiðarljósi. Guðbjartur Hannesson, sem hefur verið ráðherra í stjórn Jóhönnu, er rétti maðurinn til þess að halda á lofti stefnu Samfylkingarinna um jafnrétti og félagshyggju og vera í fararbroddi þegar við byggjum upp til framtíðar. Guðbjartur hefur orðið að taka ákvarðanir sem haf orkað tvímælis í erfðri stöðu til þess að hægt væri að ná fram nauðsynlegu markmiði um aðhald í rekstri sjúkrastofnana. Vel hefur tekist til í flestum tilfellum en hann var maður til þess að biðjast af- sökunar og gangast við að ákvörðun hans í launamáli forstjóra Landspítala hafi verið röng. Ég hef átt því láni að fagna að kynnast Guðbjarti persónulega þegar málefni eldri borgara hafa verið til umfjöllunar á fundum í ráðuneyti velferðar og víðar. Framkoma og málflutningur hans ætti að vera mörgum stjórnmálamönnum til eftirbreyttni. Guðbjartur flytur mál sitt af sannfæringu án þesss að viðhafa stór orð og er tilbúinn til þess að hlusta frekar en að tala án þess að hlusta. Það er eftirspurn eftir forystumönnum eins og Guðbjarti . Eyjólfur Eysteinssson, formaður Félags eldri borgara á Suðrnesjum. aðalfundur feb. Félag eldri borgara á Suðurnesj-um heldur aðalfund sinn laugardaginn 9. mars á Nesvöllum kl.13: 30. Árshátíð FEB. fjör framundan Nú styttist óðum í Árshátíð Fé-lags eldri borgara. Árshátíðin verður haldin sunnudaginn 10. febrúar n. k. í Stapanum og hefst kl.18: 00. Flottur matur, skemmti- atriði og dans. Sama miðaverð og í fyrra krónur 6000. Rútuferðir verða frá Grindavík, Vogum, Sandgerði og Garði. Nú er um að gera að taka þenn- an sunnudag frá. Árshátíðin verður auglýst nánar á næstunni. Um að gera að panta miða sem fyrst hjá: Reykjanesbær Erna s.421 3937 Reykjanesbær Jón s.898 6919 Sandgerði Jórunn s.423 7601 Garður Sigurður s.847 2779 Vogar Guðlaugur s.424 6701 Grindavík Eyrún s.426 8087 HljómSveit HúSSinS Á hverjum föstudegi er boðið uppá eitthvað skemmtilegt á Nesvöllum. Fyrir stuttu komu Guðmundur Ingólsson og félagar og spiluðu og sungu. Þau kalla sig Hljóm- sveit hússins. Birta Arnórsdóttir söng með þeim félögum. Mjög vel var mætt og allir hinir ánægðustu. léttur föStudaGur Á morgun föstudaginn 25. janúar verður Léttur föstudagur á Nes- völlum. Drífa Kristjánsdóttir og hennar fólk spila og syngja m. a. kántry tónlist. Kaffihúsið opið. Létti föstudagurinn hefst kl.14: 00. Allir velkomnir. flott Hjá framSókn Framsóknarflokkurinn hef-ur valið framboðslista fyrir kosningarnar í apríl. Leiðtogi flokksins í kjördæminu þingmaður- inn Sigurður Ingi Jóhannsson fékk einstaka kosningu eða 100%. Þetta sýnir ótrúlegan styrk hans meðal Framsóknarmanna. Framsóknar- flokkurinn fékk tvo menn kjörna í síðustu kosningum. Nú lá það fyrir að Eygló Harðardóttir hefur fært sig yfir í Sv-kjördæmi, þannig að hart var barist um sætið. Silja Dögg Gunnarsdóttir náði að sigra í þeirri kosningu. Mjög sterkt hjá Framsókn að fá Silju Dögg í annað sætið. Hún mun örugglega styrkja listann til að ná inn fylgi á Suðurnesjum. Silja Dögg Gunnarsdóttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.