Reykjanes - 07.02.2013, Page 4
4 7. febrúar 2013
sinnUM öllUM dýRUM
Dýrin þurfa á heilbrigðis-þjónustu að halda, eins og við vitum. Í Reykjanesbæ er
Dýralæknastofa Suðurnesja staðsett að
Flugvöllum 6. Reykjanes leit við einn
daginn og hitti þær Hrund Hólm, Ey-
dísi Ármannsdóttur og Unni Olgu Ey-
vindsdóttur, sem eru hér á myndinni.
Dýralæknastofan var stofnuð árið
2004 og var þá staðsett við Hringbraut-
ina. Í núverandi húsnæði hefur Dýra-
læknastofan verð frá 2008.
Fram kom í spjallinu að dýrahald
er að aukast hér á Suðurnesjum. Al-
gengast er að leitað sé til stofunnar
með hunda og ketti. En við sinnum
öllum dýrum. Hér eru starfandi tveir
dýralæknar. Við sinnum nagdýrum og
svo þeim sem stærri eru eins og hestar
og kindur.
Það er skráningarskylda á hundum
og köttum og eru þau með örmerkingu.
Langflestir eigendur þessara dýra sjá
um að þau séu skráð.
Ragnheiður Elín Árnadóttir oddviti Sjálfstæðismanna.
nÚ þaRf að foR-
gangsRaða Rétt
Ragnheiður Elín hlaut afgerandi kosningu í 1. sæti lista Sjálf-stæðismanna í Suðurkjördæmi.
Nú hefst baráttan fyrir kosningarnar í
apríl, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn í
Suðurkjördæmi stefnir á að ná verulega
góðum árangri. Í prófkjörsbaráttunni
og á Alþingi hefur Ragnheiður Elín lagt
mikla áherslu á að leysa þurfi skulda-
vanda heimilann.
Reykjanes leitaði til Ragnheiðar El-
ínar og spurði hana hvernig hún og
hennar fólk gætu lagt fram tillögur
að lausn á fjárhagsvanda heimilanna.
Lausn sem kjósendur hefðu trú á að
hægt væri að framkvæma komist Sjálf-
stæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Svar
Ragnheiðar Elínar:
"Á undanförnum mánuðum og á
ferðum mínum um kjördæmið í próf-
kjörsbaráttunni var alveg skýrt hvaða
mál er brýnasta forgangsmálið – það
er að leysa fjárhagsvanda heimilanna
og koma atvinnulífinu í gang. Það er
ömurlegt að við skulum enn, rúmum
fjórum árum eftir hrun, vera með
þennan vanda óleystan og að tíman-
um hafi verið sóað í hugmyndafræðileg
gæluverkefni stjórnarflokkanna. Nú
þarf að forgangsraða rétt og snúa okkur
að því sem er brýnast og mestu máli
skiptir – annað má bíða. Vandi heim-
ilanna er margþættur – þetta er ekki
bara skuldavandi heldur eru vanda-
málin ekki síður á tekjuhliðinni vegna
atvinnuleysis, lækkandi kaupmáttar og
hækkun á verðbólgu. Ég vil setja lausn
þessa vanda í forgang og mun beita
mér fyrir því innan míns flokks. Ég
hef fulla trú á því að við getum leyst
þessi mál, það eru þegar fjölmargar
tillögur á borðinu úr mörgum áttum
sem þarf að skoða, reikna og taka af-
stöðu til. Breytingar á samsetningu
verðtryggingarinnar, skattaívilnanir
eða sértækar leiðréttingar? Það er engin
ein töfralausn til og þeir sem lofa slíku
eru ekki trúverðugir. Við sjálfstæðis-
menn munum kynna okkar lausnir að
loknum landsfundi og þær verða trú-
verðugar og það sem mestu skiptir, þær
munu taka á vandanum og leysa hann".
noRðURljósin í sinni
fegURstU Mynd
Haraldur Hjálmarsson áhuga-ljósmyndari var á ferðinni um daginn og náði þessum
skemmtilegu Norðurljósamyndum.
Ótrúlegur fjöldi ferðamanna kemur
til Íslands gagngert í þeim tilgangi að
sjá og upplifa norðurljósin og margir
þeirra gista á Norðurljósahótelinu
(Northern Light Inn) í Svartsengi.
Efri myndin var tekin við Kleifarvatn
og neðri myndin við Seltún.
(heimasíða Grindavíkur)
takið 16. feBRÚaR fRá!
Grindvíkingar eru hvattir til þess að taka frá laugardaginn 16. febrúar nk. Þá mætast
Grindavík og Stjarnan í úrslitum bik-
arkeppni karla í körfubolta í Laugar-
dalshöll kl.15: 00. Um kvöldið er svo
risa þorrablót í íþróttahúsinu sem
vonandi verður sigurhátíð í leiðinni!
Þorrablótið er á vegum körfuboltans,
fótboltans og Kvenfélags Grindavíkur.
Dagskrá:
Hljómsveitin Upplyfting leikur
fyrir dansi og þá verða heimatilbúin
skemmtiatriði að hætti Grindvíkinga.
Veislustjóri Jón Gauti Dagbjartsson.
Húsið opnar kl 19: 00. Borðhald hefst
stundvíslega kl 20: 00.
Miðaverð 6.500 kr fyrir mat og
dansleik. Miðaverð 2.000 kr. fyrir
dansleik.
Við hvetjum Grindvíkinga til að
sýna samstöðu og taka með sér vini,
ættingja og brottflutta Grindvíkinga.
(heimasíða Grindavíkur)
stóRsigUR sUðURnesjaManna
Það vakti athygli hversu útkoma Suðurnesjamanna var glæsileg í prókjöri Sjálfstæðismanna á
dögunum. Þrír af fjórum efstu eru
Suðurnesjamenn. Ragnheiður Elín,
Reykjanesbæ skipar fyrsta sætið, Ás-
mundur Garðmaður skipar þriðja
sætið og Vilhjálmur Grindvíkingur
fjórða sætið. Öll verða þau örugglega
þingmenn eftir kosningar. Ekki veitir
af fyrir Suðurnesin að fá góða tals-
menn á Alþingi.
Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.