Reykjanes - 07.02.2013, Qupperneq 6

Reykjanes - 07.02.2013, Qupperneq 6
6 7. febrúar 2013 VeRðUM að UppRæta Mis- MUnUn í okkaR saMfélagi Ásmundur Friðriksson náði gífurlega góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Öruggt að Ásmundur sest á þing eftir kosningar. Ásmundur talaði mjög skýrt í prófkjörsbaráttunni fyrir ýmsum hagsmunamálum fólks bæði hér í kjördæminu og fyrir alla þjóðina. Eitt af hesltu baráttumálum Ásmundar er átak í atvinnumálum, þannig að það takist að auka atvinnu og eyða atvinnuleysi. Reykjanes leitaði til Ásmundar og spurði hann hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn gæti lagt fram trúðverðuga stefnu í þessum málum , sem hrint yrði í fram- kvæmd komist Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn. Punktar í atvinnustefnu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er framundan og þar verður stefna flokks- ins í atvinnumálum lögð fram. Ég mun beita mér fyrir að eftirfarandi punktar og hugsun komi fram í þeirri stefnu. Fjárfesting í atvinnulífinu er í al- gjöru lágmarki og því eru vonir litlar um ásættanlegan hagvöxt, aukna at- vinnuþátttöku og aukið framboð vel launaðra starfa. Við verðum að skapa atvinnulífinu þannig umhverfi að það laði að sér ungt fólk sem útskrifast mun úr íslenskum og erlendum skólum og leitar af eldmóði inn á vinnumarkaðinn. Við þurfum á kröftum unga fólksins okkar að halda til að skapa tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar. Þetta er lykilforsenda fyrir lækkun skulda rík- issjóðs, aukningu kaupmáttar, lækkun skatta og síðast en ekki síst getu okkar til að koma heimilum landsmanna til bjargar. Heimilin og fjölskyldurnar eru grunneiningar okkar dýrmæta samfé- lags og framtíð og velferð Íslendinga í gjöfulu landi, endurspeglast í velferð og hagsæld heimilanna. Gjaldeyrishöftin þarf að afnema og draga úr vægi vertryggingar. Bjóða þarf landsmönnum óverðtryggð lán og koma heimilunum til hjálpar. Við verð- um að uppræta mismunun í okkar sam- félagi og tryggja að hér sitji ríkistjórn sem vinnur ötullega með atvinnulíf- inu og heimilunum að uppbyggilegum umbótum og tækni- og efnahagslegri framþróun. Hátt auðlindagjald á útgerðina mun ganga endanlega frá einstaklingsút- gerð á fáum árum og þar munu fyrir- tæki á landsbyggðinni verða verst úti. Útgerðin vill greiða auðlindagjald og henni ber að gera það. Gjaldið fyrir nýtingu auðlindarinnar þarf hins vegar að vera sanngjarnt um leið og það er útfært á skiljanlegan og einfaldan hátt og felur ekki í sér mismunun. Gjaldið má ekki vera letjandi fyrir útgerðina og hamla t. d. framþróun í nýtingu annarra nytjastofna. Hér má nefna t. d. gulllax og grálúðu. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi höfðu náð einstökum samningum um kvótamálin, en þar var lausn á framsali kvóta helsta úrlausnarefnið. Ég tel að ríkisstjórnin hefði átt að ganga að þeirri góðu sáttarlausn sem þar var sett fram. Þess í stað hefur ríkisstjórnin haldið sjáv- arútveginum í spennitreyju og vöxtur og viðgangur greinarinnar heftur á tímum sem greininni gengur vel. Byggjum upp framtíð veiða og vinnslu. Stórmerkilegir hlutir eru að gerast í þeim málum hér á Suðurnesjum og Codland þeirra Grindvíkinga er og verður risastökk fiskvinnslunnar inn í framtíðina. Fyrir nokkrum árum hefði þurft að segja gömlum fiskverkenda og verkstjóra það nokkrum sinnum að slóg yrði meðhöndlað sem matvæli árið 2013. Þetta er hinn nýi veruleiki nýsköpunar í sjávarútvegi. Leggjum slíkri nýsköpun lið og sköpum henni þær aðstæður sem hún á skilið og þarf til að þróast og eflast. Í framtíðinni þarf hálaunastörfum í fiskvinnslu að fjölga og mikilvægt að undirstöðuatvinnuveg- ur þjóðarinnar verði aftur sú atvinnu- grein sem fólk vill starfa í launanna og tækifæranna vegna. Sjávarútvegur er einn af hornsteinum velferðar þjóðar- innar og mikilvægt að svo verði áfram. Um leið og gjaldeyrishöftum verð- ur aflétt er mikilvægt að laða erlenda fjárfestingu til Íslands. Við verðum að skapa atvinnulífinu aðstæður til ný- sköpunar og tryggja að frumkvöðlar fái svigrúm til uppbyggingar atvinnulífs sem skapar vel launuð störf og eykur útflutning. Með sanngjörnu skattkerfi og já- kvæðu umhverfi fyrir atvinnulífið munu sprotar framtíðarinnar vaxa úr frjóum jarðvegi mannauðs, menntunar, hugmyndaauðgi og náttúruauðlinda Íslendinga. Aðilar sem hafa haldið að sér höndum sl. fjögur ár eru nú að skríða út úr skeljum sínum í þeirri von að breyting sé framundan og að landinu verði stjórnað af ríkisstjórn sem bæta mun hag heimila og atvinnulífs. Við eigum fyrst og fremst að byggja atvinnulífið og nýsköpun á þeim sterku stoðum sem við þegar höfum í landinu. Selja gæði þess og fegurð erlendum ferðamönnum sem vilja sjá náttúrperlur okkar og upplifa hreinleikann og feg- urðina. Um leið verðum við með gætni að nýta þau náttúrulegu auðævi sem landið vill gefa okkur og samningur var gerður um. Við eigum að byggja á þeirri sterku stöðu sem ferðaþjónust- an er að komast í og nýta þann kraft sem byr í segl frekari uppbyggingar á landsbyggðinni. Kælivatn virkjana á Reykjanesi skapar tugi eða hundruð starfa, m. a. í Bláa lóninu og fiskeldi sem rís á Reykjanesi. Í skoðun er að veita affalli virkjana á Hellisheiði til sjávar við Þorlákshöfn. Þar gætu skapast nýjar auðlindir, tækifæri og störf ef vel verður að því staðið. Það er skylda Alþingis að skapa at- vinnulífinu almenna og góða umgjörð til þróunar og vaxtar. Við þurfum breiða flóru fyrirtækja í hverri grein. Við þurfum bæði stór fyrirtæki og smá til að skapa samfélag þar sem tækifærin verða til. Við þurfum líka rómantík í atvinnulífið sem gleðin og viljinn til góðra verka skapar. Atvinnulíf sem skapar vel launuð störf er það mikil- vægasta fyrir fólkið og sveitarfélögin. Sjálfbær orkuöflun er verðmæti fyr- ir þau fyrirtæki sem slíka orku nýta í sinni framleiðslu. Þannig verður íslensk framleiðsla eftirsótt. Það gefur okkur forskot að búa yfir slíkum auðæfum og við verðum að nýta þetta forskot af skynsemi. Ef við komum verðmætasköpuninni í gang, fjölgum atvinnutækifærum, sköp- um verðmæti til útflutnings þá fylgja greinar eins og þjónusta og byggingar- iðnaður í kjölfarið. Við höfum allt til að skapa þessi tækifæri, en við höfum búið við ríkisstjórn sem hefur sett fót- inn fyrir atvinnulífið allt kjörtímabilið. Í kosningunum 27. apríl nk. verður kosið um hvort hjól atvinnulífsins fari í gang eða ekki. Kæru vinir–Áfram Ísland! BReyting eR BRýn Alþingiskosningar eru á næsta leiti og á framboðslistum flokkanna er margt framb- ærilegt fólk héðan af Suðurnesjum. Við þurfum að tryggja að þau komist sem flest á þing. Ég treysti þessu fólki til að vinna að hagsmunum svæðisins og að ný ríkisstjórn muni taka betur á málum heldur en hin máttlausa stjórn sem nú er við völd. Sveitarstjórnarkosn- ingar verða að ári og þá er lag að breyta um stjórnarhætti og áherslur í rekstri Reykjanesbæjar. Síðustu ár í rekstri Reykjanesbæjar hafa verið erfið og það er ljóst að á 10 ára einræðistíma Sjálfstæðismanna hefur skuldasöfnun og skortur á skynsemi í rekstri og fjárfestingum valdið því að tekjur bæjarins hafa ekki dugað fyrir gjöldum. Til að ná endum saman hef- ur verið gripið til sölu eigna og rekstur bæjarfélagsins er ekki sjálfbær. Aðeins þarf að líta á stöðu Reykjaneshafnar sem skuldar 6 milljarða og árlegur vaxta- kostnaður er þrefaldar árstekjur hennar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Fyrirtæki sem áhuga hafa haft á Helgu- vík undir starfsemi sína hafa ekki byrjað rekstur. Þar af leiðandi hafa tekjur af þeim verkefnum sem ráðis var í, hvorki skilað sér í hafnarsjóð né bæjarsjóð. Nú blasir við að á kjörtímabilinu verði skipt um skólastjóra í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Tveir sögðu nýlega upp störfum. Niðurskurð- ur í rekstri skólananna er orðinn svo mikill að ekki verður lengur við unað. Það er áfellisdómur fyrir meirihlutann og sýnir glöggt að fífldirfska í fram- kvæmdum bitnar á fé til rekstrar mik- ilvægasta hluta samfélagsins – menntun og uppeldi barnanna okkar. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur einkennst af tor- tryggni og samstaðan er brotakennd. Verkefni eins og málefni fatlaðra sem nýlega var flutt yfir til sveitarfélaganna hefur liðið fyrir það. Febrúarfundur S. S. S. verður helgaður þessu verkefni og vonandi næst þar samstaða um fram- tíðarskipan málaflokksins. Bygging nýs hjúkrunarheimilis á Nesvöllum er í góðum farvegi og nú er beðið samkomulags um rekstrarform og rekstraraðila. Hafa verður hagsmuni allra íbúa Suðurnesja að leiðarljósi. Rekstrarhæfi heimilisins til framtíð- ar væri betur tryggt með byggingu 4. hæðarinnar að mínu mati. Töluverðar breytingar hafa orðið á samstarfi í ferðaþjónustu hér í kjölfar stjórnarskipta og tilfærslu Markaðs- skrifstofunnar til Heklunar. Það er mik- ilvægt að huga að nýrri stefnumótun í ferðamálum fyrir Suðurnes sem miði að því að lengja dvalartíma ferðamanna. Ferðaþjónustan er ung grein og þar ríkir mikil samkeppni. Brýnt er að aðilar til- einki sér líka samvinnu í samkeppni til þess að svæðið í heild styrkist og komi fram sem ein heild. Það skilar þeim og samfélaginu mestum árangri til framtíð- ar. Í ferðaþjónustunni búa ótal sprotar tækifæra til atvinnusköpunar, hlúa verð- ur að þeim svo þeir fái þroskast. Með samvinnu og samstöðu til að vinna að vexti samfélagsins tryggjum við velferð fyrir okkur öll til framtíðar. Kristinn Þór Jakobsson Bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.