Reykjanes - 07.02.2013, Side 8

Reykjanes - 07.02.2013, Side 8
8 7. febrúar 2013 Séra Sigfús og Laufey segja ferðasögu. flakkaRaR ÚR fagRagaRdi Einn sólbjartan dag í júní sl. sát-um við fjölskyldan úti í garði og veltum því upp hvert við ætt- um að fara í sumarfrí. Það hafði lengið verið á planinu að fara til Indlands en það er fæðingarland dætra okkar og þar bjuggu þær fyrstu 5 mánuði ævi sinnar. Þegar við spurðum þær hvort þær hefðu áhuga á að fara til Indland kom sú eldri með þá tillögu hvort við gætum ekki bara líka farið til Thailands en þangað höfðum við öll komið áður og erum ákaflega hrifin af landi og þjóð og það varð úr. Eftir heilmikinn undir- búning sem fór allur fram við tölvuna heima hjá okkur var ferðin fullmótuð. Við ákváðum að byrja í Thailandi og 11. desember héldum við glaðbeitt af stað í ævintýraferð. Við lentum í undarlegri uppákomu strax í London. Þegar við ætluðum að brosa okkur í gegnum útlendingaeftirlitið eins og venjulega vorum við stoppuð og beðin um pappíra sem sönnuðu að dætur okkar væru okkar en ekki stolnar. Við höfum ferðast með þær út um allan heim og aðeins einu sinni lent í óþægindum en það var lengst inn í landi í Mexico en það er önnur saga. Oft og mörgum sinnum farið þarna í gegn og aldrei verið neitt. Við vorum nú ekki sátt og bentum á vegabréfin og gamla stimpla og þurftum að út- skýra nafnavenjur okkar Íslendinga. Eins vorum við ekki á eitt sátt þar sem önnur íslensk hjón höfðu farið með ungt barn í gegn rétt áður og ekkert mál. Við kröfðumst þess að fá yfirmann á staðinn og fengum afsökunarbeiðni en þetta var mjög óþæginlegt. Við lentum í Bangkok. að kvöldi 13. des. eftir langt ferðalag með gistingu í London, millilendingu í Istanbul og Nýju Delhi. Það er vel hægt að fljúga beint frá London en þetta sparaði okk- ur tugi þúsunda og við ákváðum að gera bara gott úr þessu og skoða flug- stöðvar í leiðinni (híhí. . . . flugstöðin í Nýju Delhi stóð upp úr af öllum þeim fjölmörgu flugvöllum sem við fórum í gegnum) Það tók okkur ekki nema 20 mín. í lest að komast frá flugvellinum í Bangkok og niður í Pratunam hverf- ið okkar í borginni og mikið ótrúlega var notalegt að koma á Tango hótelið einu sinni enn þar sem allt var kunn- uglegt. Við skutluðum töskunum upp á herbergi og fórum beint út að borða. Gamla konan á horninu stóð enn við pottana sína og eldaði ofan í gangandi vegfarendur og verður enginn svik- inn af réttunum hennar. Ilmurinn af mismunandi réttum er út um allt því allstaðar er fólk að elda og selja mat. Það er bara eitthvað við þessa borg sem heillar okkur, hún iðar öll af lífi langt fram á kvöld og eru markaðir með öllu milli himins og jarðar. En eitt af því sem einkennir Thailand er að allstaðar eru heimamenn að elda og selja mat og flestir sem við höfum verslað við eru meistarakokkar. Fólk er jafnvel bara með prímus og pönnu og svo eru fram- reiddir herramannsréttir hver öðrum betri. Að þessu sinni stoppuðum við stutt í Bangkok því við vorum búin að panta okkur gistingu á Koh Phangan eyju sem er í Thailandsflóanum sjálf- um eða austan við Thailandsskagann. Margir þekkja Koh Samui en hún er einmitt næsta eyja við. Eftir 8 tíma næt- urferð í rútu og 2 tíma siglingu lentum við loksins á þessari dásemdar eyju. Og mikið vorum við glöð þegar við renndum í hlað á Best Western hót- elinu sem við höfðum pantað okkur og sáum að sú gisting var ekkert slor. Kreppan í Evrópu hefur bitið í Asíubú- ana en það hefur verið mikil fækkun á ferðamönnum sl. ár. Það voru mjög fáir á hótelinu svo þeir buðu okkur fínustu „bungalows“ í staðinn fyrir að vera á hótelinu sjálfu. Við fengum því sitthvort húsið örfá skref frá ströndinni og svignandi pálmatrjám. Sólin lék við okkur á hverjum degi og var vel heitt alla dagana nema á aðfangadag og grínuðumst við með að við hefðum fengið alvöru jólahret en það gerði svona mikinn storm og hellirigningu og rafmagnið datt út og ekki var hundi útsigandi fram að hádegi. Við vorum búin að ræða við dætur okkar áður en við fórum að jólagjafirn- ar yrðu með öðru sniði þetta árið, þær voru sáttar við það og fengu pening frá nánustu ættingjum sem þær svo tóku með sér. En við ákváðum þar sem öllum finnst gaman að fá pínu pakka að hvert okkar mætti fá einn pakka að verðmæti 250 baht eða 1000 ísl. kr. en það yrði að vera eitthvað sem nýttist í ferðinni og tæki ekki mikið pláss. Á aðfangadag skelltum við okkur í sandalana og örlítið fínni föt og röltum yfir á Coral, uppáhaldsveitingastað- inn okkar og hvert okkar valdi sinn jólaréttinn. Það var hamborgari, steikt engifer með meira grænmeti, ind- verskur kjúklingaréttur og nautakjöt með kasjúhnetum. Við hjónin höfðum á orði að við hefðum aldrei borgað eins lítið fyrir jólamatinn. Eftirréttinn fengum við okkur svo „heima“ en við sátum úti í 25 stiga hita borðuðum íslenskt súkkulaði og opnuðum hvert okkar sinn pakkann Gleðin var alveg jafn mikil þó að pakkinn væri bara einn á mann. Þarna nutum við lífsins í 10 daga og mundum mæla með þessum stað við hvern sem er. Eldsnemma á jóladag héldum við af stað enn á ný en núna til að fara enn sunnar og fórum við á Phuket eyju sem er mörgum Íslending- um að góðu kunn. Við vorum búin að ákveða að fara til Patong sem er stór ferðamannabær á vesturströnd eyjarinnar. Ströndin þar er dásam- leg með silkimjúkum sandi og skógi vöxnum hlíðum umhverfis. Þetta er vinsæll ferðamannastaður og sérstak- lega þegar vesturlandabúar eiga frí þá fyllist bærinn. Þarna ætluðum við aldeilis að kveðja árið með stæl sem við og gerðum. Gamlársdagur rann upp og við röltum á veitingastað sem var orðinn uppáhalds og þar pönt- uðu dæturnar sér ma. krabba sem er herramannsmatur og svo röltum við niður á strönd. Það voru bókstaflega ALLIR á ströndinni og meira að segja var David Guetta mættur en hann var á risa sviði úti á sjó og spilaði taktfasta tónlist þannig að maður var næstum tilbúin í spinningtíma. Þegar nálgaðist miðnætti slógu menn ekki slöku við og ef við hefðum ekki verið berfætt og ber- leggjuð hefðum við allt eins getað verið á Íslandi því þeir sprengja ekki minna en við. Það er falleg hefð í Thailandi (og fleiri löndum í Asíu) að á ára- mótunum eða þegar verið er að fagna einhverju sérstöku þá kveikja þeir á „wishing light“ sem mundi útleggjast á íslensku sem óskaljós. Við vorum búin að ákveða að flugeldarnir okkar að þessu sinni yrði eitt óskaljós sem við mundum sleppa saman. Það var yndis- legt að horfa á eftir ljósinu okkar hverfa upp í himininn og sendum við hvert okkar bæn með í huganum. Lifandi ljós fylltu himininn og var þetta eins og við værum stödd í draumi. Við flugum svo frá Phuket eyju 3. janúar eftir ljúft líf í sól, sjó og hita. Við eyddum 2 dögum í Bangkok en 6. janúar eða á þrettánd- anum flugum við svo yfir til Kolkata (Calcutta) á Indlandi. Spenningurinn var mikill því á Indlandi er auðvitað hluti af rótum dætranna og okkur langaði til að þær upplifðu landið á jákvæðan hátt. Það var dásamlegt að fölskyldan við Taj Mahal. Dýrahljóðin út í skógi voru okkar aðventutónleikar.apar eru frjálsir í borgunum.birta rut Tiasha og Hanna björk atreye niður við Ganges fljót.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.