Reykjanes - 07.02.2013, Side 14

Reykjanes - 07.02.2013, Side 14
14 7. febrúar 2013 Grindavík ný hUgsUn í átt að BetRi fRaMtíð Nýlega unnu starfsmenn menntastofnana Grindavíkur að verkefninu „Ný hugsun í átt að betri framtíð". Eitt af markmiðum verkefnisins er að aðlaga skólanámskrár í samræmi við nýjar áherslur í aðal- námsskrám. Samhliða verður mótuð ný skólastefna sveitarfélagsins. Að þessu sinni hélt Stefán Jökulsson erindi um læsi í víðum skilningi. Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja slysaVaRnakonUR í gRinda- Vík gefa endURskinsMeRki Fyrr í vetur komu slysavarnakon-ur úr Þórkötlu færandi hendi með endurskinsmerki handa nemendum í 1. -3. bekk í Hópsskóla. Stuttu áður hafði lögreglan vakið athygli á að notkun endurskinsmerkja væri verulega ábótavant hjá þessum aldurshópi og brugðust þær skjótt við. Nemendur í 2. V voru aldeilis glöð með nýju endurskinsmerkin sín. salan gengUR í BylgjUM Það er oft mikið að gera í timbursölu Húsasmiðjunnar. Þar ræður ríkjum Guðmund- ur Einarsson. Hvernig gengur salan Guðmundur. Það er búið að vera ró- legt í janúar eins og alltaf, enþað var fínt að gera fyrir jólin. Þetta gengur svona í bylgjum. Guðmundur sagðist bjartsýnn á að atvinnuástandið færi að batna. Þetta ástand hlýtur að fara að lagast. Salan er núna aðallega til viðhaldsframkvæmda. Guðmundur sagði að þeir væru reyndar að selja þó nokkuð til eldissöðvarinnar á Reykjanesi. Það væri einnig mikill hugur í mörgum ferðaþjónustuað- ilum og veitingastöðum að lagfæra og bæta aðstöðuna til að geta tekið á móti ferðamönnum. Það er greini- lega mikill uppgangur í þessari þjón- ustu sagði Guðmundur. 80's þeMa á áRshátíð gRindaVíkUR- BæjaR 2. MaRs Árshátíð Grindavíkurbæj-ar verður haldin laugar-daginn 2. mars næstkom- andi í LAVA sal Bláa lónsins. Hún tókst frábærlega vel í fyrra en þá var þemað tónlist úr Eurovision þar sem keppt var á milli stofn- ana undir nafninu Grindovision. Að þessu sinni verður þemað í Grindovision hið eina og sanna 80's og verður því áfram söng- keppni á milli stofnana bæjarins. Sendur hefur verið út tölvupóst- ur á alla starfsmenn Grindavíkur- bæjar með nánari upplýsingum. Skráningarfrestur starfsmanna á árshátíðina er til 15. febrúar eru að sjálfsögðu allir hvattir til þess að mæta. Þátttökutilkynningar skulu sendar á formann árshá- tíðarnefndarinnar á netfangið gudbjorg@grindavik.is (heimasíða Grindavíkur) dögUn fagnaR Framkvæmdaráð Dögunar fagnar niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave-málinu og óskar landsmönn- um öllum til hamingju með þann mikla lýðræðissigur sem í dómnum felst. sex á alþingi? Það er útlit fyrir að fjölmenn sveit Suðurnesjamanna setjist á bekki Alþingis eftir næstu kosningar. Þrír Suðurnesjamenn komast örugg- lega fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Ragn- heiður Elín, Ásmundur ogVilhjálmur. Miklar líkur er að Silja Dögg komist fyrir Framsókn. Oddný á nokkuð ör- uggt sæti víst fyrir Samfylkinguna. Björt framtíð gæti náð Páli Vali inn á þing , miðað við gott gengi í skoð- anakönnunum. Ótrúlegt er að önnur framboð komi manni að. Suðurnesjamenn koma með sex á Alþingi eftir kosningar. Snjó kall inn skrif ar:

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.