Reykjanes - 07.03.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 07.03.2013, Blaðsíða 4
4 7. mars 2013 flutningur öldrunarþjónustu til sVeitarfélaga Velferðarráðherra skipaðI nefnd á árinu 2011 um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. Nefndin er fjölmenn og skip-uð fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og annarra hags- munaaðila svo sem fulltrúum félaga- samtaka aldraðra, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna. Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með undirbúningi yfirfærslunnar og vera vettvangur til skoðanaskipta aðila um verkefnið og einstaka þætti þess. Ennfremur er það hlutverk nefndarinnar að miðla upp- lýsingum um framvindu verkefnisins til hagsmunaaðila. Nefndin er ólaunuð. Lögð er áhersla á að efla sveitarstjórn- arstigið, meðal annars með tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, þar sem hlutverk sveitarfélaga á sviði vel- ferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur verði aukið. Enn fremur er áhersla lögð á að fólk geti búið heima eins lengi og kostur og vilji er til, meðal annars með því að sam- þætta heimaþjónustu og heimahjúkr- un. Reiknað er með því að nefndin skili áliti árið 2015. -Hvað felst svo í tilfærslu á þjónustu frá ríki til sveitarfélaga? Þótt ríkið fari með yfirstjórn og fjár- mögnun mikilvægra þjónustuþátta sjá sveitarfélög nú þegar um framkvæmd mikils hluta öldrunarþjónustu. Þá sjá einnig sjálfstæðir rekstraraðilar um rekstur margra öldrunarstofnana. Flutningurinn felst því meira í tilfær- slu á fjármögnun frá ríki til sveitarfé- laga en flutningi á rekstri og þjónustu. Hjúkrunar- og dvalarheimili, dagvist aldraðra, endurhæfing og hvíldarinn- lagnir flytjast yfir til sveitarfélaga. Sömuleiðis heimahjúkrun, en komin er jákvæð reynsla frá Reykjavík, Ak- ureyri og Höfn í Hornafirði á flutning heimahjúkrunar frá ríki til sveitarfé- laga , Einnig er reiknað með að hjúkr- unarrými á sjúkrahúsum flytjist yfir til sveitarfélaga. Mat á vistunarþörf á hjúkrunarheim- ilum verði framvegis hjá sveitarfélög- um. Yfirstjórn og eftirlit með framkvæmd þjónustu verði áfram hjá ríkinu. Fara þarf fram mat á umfangi og kostnaði við öldrunarþjónustu, fjölda þeirra sem þurfa á þjónustu að halda og tekið tillit til aldurs einstaklinga. Þá þarf að skoða möguleika á tengslum svokallaðs RAI-mats, sem mælikvarða á hve mikla umönnun einstaklingar á hjúkrunarheimilum þurfa, og vistunarmats sem ákvarðar hvort einstaklingar eru taldir þurfa hjúkrunarrými. Eitt umfangsmesta verkefnið við yf- irfærsluna snýr að því að endurskoða fyrirkomulag á greiðslu til þeirra sem búa á hjúkrunarheimilum og afnema svonefnt vasapeningakerfi . Í stað þess að allar lífeyrisgreiðslur fari í gegnum Tryggingastofnun er gert ráð fyrir því að íbúar hjúkrunarstofnana fá greiðslurnar beint frá Tryggingastofn- un og greiði sjálfir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir venjulegu heimilis- haldi svo sem mat, þvott og fleira. Gerðir verða þjónustusamningar við öll hjúkrunarheimili áður en tilfærslan kemur til framkvæmda. Flutningur öldrunarþjónustu til sveitarfélaga er viðamikið viðfangsefni sem krefst mikillar skipulagningar og því er mikilvægt að taka þann tíma sem verkefnið krefst. Það er réttlætismál og löngu tíma- bært að endurskoða greiðslufyrir- komulag einstaklinga sem dvelja á hjúkrunarheimilum og afnema vasa- peningakerfið. Heimilismenn greiði sjálfir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir heimilishaldi. Með góðum fyrirvara þarf að liggja fyrir fjárhagsrammi yfirfærslunn- ar. Meta þarf kostnaðaráhrif svo sem fjölgunar aldraðra og greina veikleika fjármögnun þjónustunnar eins og hún er í reynd. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja talar nú fyrir því að HSS taki að sér þjónustu við eldri borgara hér á svæðinu og setur þetta í samengi við ónotaðar skurðstofur. En það er haft eftir forstjóra að “Það er verið að skoða hvort staðan í málinu sé að rífa niður tvær skurðstofur, innréttingar sem kosta nokkra tugi milljóna og koma annarri starfsemi þar fyrir í staðinn”. Kveður nú við annan tón en þegar forstjórinn tók við rekstri HSS og lét þá verða sitt fyrsta verk að breyta áætlun- um um nýtingu D- álmu sem að áætlað hafði verið að nota sem langlegudeild þar til að fjölgað hefði verið hjúkr- unarheimilum á Suðurnesjum. Sveitarfélögin og ríkið eru að móta framtíðarstefnuna í málefnum aldraðra hér, sem annarsstaðar á landinu. Það er síðan spurningin hver ræður stefnunni hér, forstjórinn eða sveitarfélögun og ríkið. Eldri borgarar á Suðurnesjum styðja stefnu þá sem að ríkið og sveitarfélögin eru að móta og mælum með því að þjónusta við okkur verði á ábyrgð og stjórnun sveitarfélaga hér á Suðurnesj- um í samræmi við áætlanir sem unnið er að af kjörnum fulltrúum okkar í sveitarstjórnum. Núna er í byggingu hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Nesvöllum fyrir okkur Suðurnesjamenn. Við fögnum þeirri framkvæmd. Hjúkrunarheimilið nýja að Nesvöll- um köllum við hjúkrunarheimili framtíðarinnar. Áhersla er lögð á að innbú og öll aðstaða verði sem líkast heimilum okkar. Það er þegar ljóst að fljótlega verður að fjölga úrræðum fyrir aldraða sem ekki geta lengur haldið heimili og að fjölga verður hjúkrunarheimilum enn frekar. Tímabært er að gera sér ljóst hvar og með hvaða hætti verður best staðið að fjölgun úrræða fyrir þá sem ekki geta lengur verið heima hjá sér. Eins og áður sagði er það skoðun eldri borgara að best verði fyrir okkur, að samstarf sveitarfélaga á Suðurnesj- um um rekstur hjúkrunarheimilanna verði áfram eins og verið hefur. Eyjólfur Eysteinson námskeið hjá Bruna- Vörnum suðurnesja Stórt námskeið er í gangi þessa dag-ana hjá Brunavörnum Suðurnesja í samstarfi við Slökkvilið Isavia þetta námskeið byrjaði í fyrra og stóð yfir í 6 vikur, en hófst svo aftur núna í febrúar eftir hlé og lýkur 16 mars. Tíu slökkviliðsmenn munu ljúka þesssu námi, sex frá Brunavörnum Suðurnesja og fjórir frá slökkviliði Isavia Keflavíkurflugvelli. Þetta nám er mjög yfirgripsmikið og krefjandi, það er bæði bóklegt og verklegt og tekur yfir flest alla þætti sem slökkvliðsmenn þurfa að kljást við á vettvangi eða geta átt von á S. S Reykköf- un, Björgun úr bílflökum, Mengunar- slys, Vatnsöflun á brunavettvang eða björgun fólks úr erfiðum aðstæðum. Íbúar í Garðinum urðu varir við slökkviliðsmenninina í síðustu viku en þá var kveikt í íbúðarhúsinu á Skaga- braut 25(Móar). En slökkvliðið hafði stuttu áður fengið beiðni/heimild til að æfa sig á þessu húsi og brenna svo niður. Mikið viðbragð var við húsið þennan dag og æfðu slökkvliðsmenn reykköfun í húsinu og að bjarga fórnalömbum út. Að lokum var svo alveg kveikt í húsinu og því leyft að brenna niður. Einnig höfðu slökkvliðsmenn mikið viðbragð sökum nálægðar við önnur hús. Á fá svona hús til að æfa hefur mikla þýðingu fyrir slökkvilið og gefur svona stóru námskeiði ennþá meira vægi Oddný G. Harðardóttir 1. sæti Samfylkingar. enn sterkari suðurnes Þann 9. mars 2012 var samþykkt í ríkisstjórn tillaga mín um að komið yrði á samstarfshóp ráðu- neyta, sem fjallaði um höfnina í Helgu- vík og legði mat á aðstæður og kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir. Fram hafði komið ósk eftir þátttöku ríkisins við það að gera innviði á iðnaðarsvæð- inu þannig úr garði að það gæti þjónað fyrirtækjum með starfsemi sem krefð- ist breytinga á höfninni. Þar sem ljóst væri að Reykjanesbær gæti ekki einn staðið undir kostnaði til að mæta þeim kröfum á uppbyggingartíma svæðisins, þyrfti aðkomu ríkisins. Starfshópurinn skipaður fulltrúum iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis og innanríkisráðu- neytis fjallaði á sama veg um iðnaðar- svæðið á Bakka í Norðurþingi enda svipaðar aðstæður á báðum stöðum hvað hafnirnar varðar. Í báðum tilfell- um er miðað við aðkomu ríkisins þegar ljóst verður að fyrirtæki taki til starfa á svæðunum og allir nauðsynlegir samn- ingar undirritaðir. Fyrirsjánlegar tekj- ur verði af höfnunum sem geri þeim kleift að greiða niður skuldir og aðstoð ríkisins. Eftirsóknarvert starfsumhverfi Síðastliðið haust fór matið á Helgu- víkurhöfn fram og ríkisstjórnin sam- þykkti á föstudagsmorguninn í síðustu viku að gengið yrði til viðræðna við Reykjanesbæ um framhald málsins sem síðan yrði afgreitt með lögum frá Alþingi. Þar með er ljóst að ekki mun standa á hafnarframkvæmdum til að gera þjónustu mögulega við þau fyr- irtæki sem hefja vilja starfsemi sína í Helguvík. Nú þegar hafa ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur staðfest fjárfestingarsamninga vegna álvers í Helguvík og einnig vegna kísilvers. Engin starfsemi er hafin en nú er ljóst að verði hún ákveðin mun ríkið koma að málum er varðar hafnar- framkvæmdir. Sú ákvörðun ætti að gera iðnaðarsvæðið enn eftirsóknarverðara því með henni er tryggt að á hafnar- fræmkvæmdum muni ekki standa. Byggingarsaga Bygging olíuhafnar í Helguvík hófst um miðjan níunda áratuginn en þær fram- kvæmdir voru kostaðar af Mannvirkja- sjóði NATO. Þessi hluti hafnarinnar er nú rekinn af Landhelgisgæslunni. Á árunum 1994-1997 var byggður við- legukantur til almennra nota í skjóli olíubryggjunnar, framkvæmd sem tengdist einkum byggingu fiskimjöls- verksmiðju við höfnina. Síðasti áfangi í uppbyggingu Helguvíkurhafnar tengist iðnaðaruppbyggingu á svæðinu. Fyrst voru það áform um stálpípuverk- smiðju sem urðu til þess að landið var lækkað umtalsvert og grjót nýtt til uppbyggingar sjóvarnargarða. Nú síðast á árunum 2006-2009 var unnið að framkvæmdum við höfnina vegna áforma um byggingu álvers. Mikill fjármagnskostnaður Reykjanesbær óskaði eftir aðkomu rík- isins bæði árið 2006 og 2009. Í bæði skiptin var erindinu hafnað. Þrátt fyr- ir að ríkisstuðningi hafi verið hafnað og þrátt fyrir drátt á því að fyrirtæki á iðnaðarsvæðinu við Helguvík tækju til starfa, tók Reykjanesbær ákvörðun um að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar. Þess vegna situr höfnin nú uppi með mikinn fjármagnskostnað með litlum tekjum á móti. Ef beðið hefði verið með framkvæmdir þar til ljóst væri að starfsemi fyrirtækjanna færi af stað væri fjárhagsstaðan öllu betri. Áherslur jafnaðarmanna Í framhaldi af ríkisstjórnarsamþykkt- inni frá 9. mars 2012 var lagður grunn- ur að samstarfi ráðuneyta og sveitar- félaga á Suðurnesjum um markvissa uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Það hefur nú skilað sér í mati og greiningu á þörfum fyrir hafnarframkvæmdir og kostnaði við þær ásamt ákvörðun ríkisstjórnar um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að hefja viðræður við Reykjanesbæ um aðkomu ríkisins að hafnarframkvæmd- um í Helguvík. Þegar sjálfstæðismenn skipuðu bæði samgönguráðuneytið og fjármálaráðuneytið árið 2006 reyndist torsótt að sækja nauðsynlega aðstoð til ríkisins fyrir iðnaðarsvæðið í Helguvík. Nú er hins vegar tekið með festu og skynsemi á málunum og þau afgreidd í réttri röð. Af þessari sögu sannast enn að það eru áherslur jafnaðarmanna og markviss vinnubrögð þeirra sem gefa Suðurnesjamönnum byr undir báða vængi.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.