Reykjanes - 07.03.2013, Qupperneq 6

Reykjanes - 07.03.2013, Qupperneq 6
6 7. mars 2013 Traust geymsla – og öruggur flutningur alla leið! Frystigámar til sölu eða leigu Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 AT H YG LI E H F. -0 2- 13 Eigum á lager 20 og 40 ft. frystigáma. Bjóðum einnig gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins. www.stolpiehf.is Hafðu samband! ístölt hjá Brimfaxa Hestamannafélagið Brimfaxi stóð fyrir ístölti á dögunum. Þátttaka var góð en þessa skemmtilegu mynd tók Haraldur Hjálmarsson áhugaljósmyndari frá ís- töltreiðinni. (Heimasíða Grindavíkur) afli dragnóta- Bátanna ansi góður Þá er febrúarmánuður liðinn en hann var ansi rysjóttur og endaði með ansi mörgum bræludögum. Þrátt fyrir það þá var afli bátanna þokkalegur og var t.d afli dragnótabátanna ansi góður. Og margir bátanna náður stórum róðr- um eða um og yfir 20 tonn í róðri. Örn KE var aflahæstur bátanna hérna á Suðurnesjunum með 152 tonn í 17 róðrum og var stærsti róðurinn 23 tonn. Sigurfari GK var með 131 tonn í 14 og 24 tonn í stærsta róðri sínum. Siggi Bjarna GK 114 tn í 13 og 18 tonn í stærsta róðri. Benni Sæm GK 88 tonn í 14, Arnþór GK 82 tn í 11 og 21 tonn í stærsta róðri. Þrír Reykja- víkurbátar voru að landa í Grindavík og Sandgerði og landaði Sólborg RE á báðum höfnunum og var með 107 tn í 15. Aðalbjörg RE var með 90 tn í 13 og Aðalbjörg II RE 78 tn í 15 en báðir bátarnir lönduðu í Sandgerði. Von GK var hæst smábátanna með 89 tn í 11 róðrum og var stærsti róð- urinn tæp 16 tonn og var þessi róður næst stærsti róður allra smábátanna á landinu. Dóri GK var með 75 tn í 13, Daðey GK 75 tn í 15, Gísli Súrsson GK 72 tn í 12. Af balabátunum þá var Sæborg SU hæst með 50 tn í 11 róðrum. Erling KE var langhæstur neta- bátanna með 256 tonn í 17 róðrum, kom mest með 36 tonn í einum róðri. Happasæll KE var með 119 tonn í 19, Grímsnes BA 115 tonn í 18. Maron HU 97 tn í 17. Askur GK 62 tn Í 12. Fyrst við erum farin að skoða neta- veiðarnar þá er ekki úr vegi að fara aftur til ársins 1980 og skoða þar febr- úar mánuð. Þá voru mun fleiri bátar á veiðum eins og gefur að skilja og var veiði bátanna nokkuð góð. Bátarnir sem við skoðum núna eru allt neta- bátar sem voru að veiðum í febrúar árið 1980. Í Grindavík þá var Hafberg GK 187 tn í 13 róðrum. Geirfugl GK var með 196 tn í 12 , Höfrungur II GK 208 tn í 14. Jóhannes Gunnar GK 204 tn í 12, Skúmur GK 22 216 tn í 12. Þorsteinn Gíslasson GK 102 tn í 11, Hrafn Sveinbjarnarsson GK 169 tn í 11 róðrum, Vörður ÞH 216 tn í 12, Kópur GK 244 tn í 14 og Sigurður Þorleifsson GK 221 tn í 12 Í Sandgerði voru t.d Víðir II GK með 97 tn í 9 á netum, Bliki ÞH 56 tn í 11. Aflaskipið Arney KE var með 250 tn í 11 róðrum. Sandafell GK 82 var í Keflavík á netum og var með 250 tn í 13 róðrum, Vatnsnes KE 192 tn í 22. Í þessum mánuði árið 1980 þá var Magnús Þórarinsson skipstjóri á báti sínum Bergþóri KE og var hann á línuveiðum og var með 43 tonn í 11 róðrum. Núna á vertíðinni 2013 þá hefur Einar Magnússon sonur Magn- úsar heitins tekið sig til og byrjað að róa á báti sinum Sævari KE á netum. Magnús fórst með Bergþóri KE í jan- úar árið 1988 og var þá Einar um borð í bátnum en hann bjargaðist ásamt tveim öðrum um borð í Akurey KE sem Árni Vikarsson var þá skipstjóri á. Báðir þessir menn hafa verið mikl- ir netamenn og þau ár sem Magnús var með Bergþór KE þá fiskaði hann oft ævintýralega vel. Nafnið Bergþór KE var í raun á tveim bátum. Fyrst var þá á 143 tonna stálbáti og síðan á 57 tonna eikarbáti. Það er nokkuð merkilegt að í október árið 1976 þá fór Magnús í prufuveiðiferð með Mustad beitningarvél og var þetta með fyrstu tilraunum hérna á landiu til þess að vera á línu með beitningavél. Farið var út með línu sem var með 36000 krókum eða sem samsvaraði 90 bjóð- um. Berþór KE gerði þá aldrei út á línu með beitningavél. Einar hélt áfram skipstjórn strax eftir slysið og leigði þá Dröfn RE sem þá var í eigu Hafrannsóknarstofnunn- ar og réri á henni út vertíðina 1988. Einar var þó lengst af með bát sem í dag heitir Maron HU. Þá hét bátur- inn Ósk KE og var Einar með hann í fjöldamörg ár og fiskaði vel á bátnum. Meðal annars þá lét hann breyta bátn- um þannig að byggt var yfir skutinn á honum og er báturin því eins og hann er í dag. Vertíðirnar árið 1996 og 1997 voru ansi góðar því á vertíðinni árið 1996 þá fiskaði Ósk KE um 730 tonn. Best gekk honum þá í mars þegar að hann landaði tæpum 300 tonnum. Þá komst hann í 100 tonn í 6 róðrum eða 17 tonn í róðri. Mesti vikuafli bátsins var þó í mars árið 1997 þegar að Ein- ar á Ósk KE og Tómas eða Tommi á Hafnarberginu RE lentu í ufsamoki og landaði þá Ósk KE 116 tonn í 6 róðum eða 19 tonn í róðri. Hafnarberg RE var þá aðeins ofar eða með 119 tonn í 6 róðrum. Það er kanski ekki viðbúið að Sæv- ar KE sem Einar er með núna muni fiska svona rosalega mikið þar sem að Sævar KE er nú mun minni bátur en Ósk KE ( núna Maron HU), en báturinn hefur þó komið með 15 tonn að landi og það gerði hann þegar að báturinn hét Hafborg KE. Og í lokin aðeins að öðru en togarnir okkar eru farnir norður í land því Nesfiskur keypti rækju- vinnslu Meleyrar á Hvammstanga og eru því Berglín GK og Sóley Sigur- jóns GK farnir norður til rækjuveiða. Þegar þetta er skrifað þá er Berglín GK búin að landa tæpum 13 tonnum þar sem að rækja var rúm 6 tonn. Gísli R. AflafréttirBókasafn Reykjanesbæjar gestum og lánþegum fjölgar Forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi safnsins á síðasta ári. Starfsemin var metnaðarfull og gróskumikil að vanda. Þó útlánum hafi fækkað fjölgar gestum og lánþegum. Sífellt er leitað leiða til að bjóða upp á sem besta þjónustu og auka fjölbreytni í starfseminni. LYKILTÖLUR 2012: (tölur frá síðasta ári í sviga) Útlán: 111.100 (117.113) Útlán á íbúa: 7,9 (8,4) Útlán frá afgreiðsluborði safns árið 2011 voru 101.591 (107.134) Heimsendingar og útlán á elliheimili og sjúkrahúsið voru alls 944 (1.140) Útlán til grunn- og leikskóla (koffort, hljóð- bækur, bekkjarsöfn) voru: 7.950 (8.959) Útlán í öðrum verkefnum s.s. bóka- spjalli voru 619 Millisafnalán voru 4.169 (4.263) Fjöldi lánþegar með gild kort 31. des- ember 2012 um 3.000 (3.018) Gestir: 76.648 (72.639), að meðaltali 268 (290) manns á dag Heimsóknir leikskólabarna í sögust- undir: 81 (81) Heimsóknir bekkja úr grunnskólum: 7 (4) Sumarlestur: 293 (204) börn tóku þátt Þjónustutími: 51 klst á viku yfir veturinn / 45 klst á viku yfir sumarið (45 /45) Þjónustudagar: 286 (252) Fjöldi skráðra eintaka í Gegni 31. 12 2012: 70.328 (69.522) Fjöldi starfsmanna í árslok 2012: 8 (9). Stöðugildi 5,85 (6,80) auk 75% stöðu- gildis vegna þjónustusamnings við Keili. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.