Reykjanes - 07.03.2013, Side 8
8 7. mars 2013
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
fjölskyldan er
hornsteinninn
Framtíðarsýn og verkefnalistar Reykjanesbæjar byggja á því að það sé sameiginlegt hlut-
verk okkar sem hér búum að stuðla
að hamingju og heilbrigði einstakling-
anna. Fjölskyldan er hornsteinninn og
atvinnan gefur henni færi á að skapa
sér lífsviðurværi.
Dagur fjölskyldunnar hér í
Reykjanesbæ minnir okkur á þess-
ar staðreyndir, því samlhliða því em
við ræðum um mál sem skipta fjöl-
skylduna miklu, eins og menntamál
þá viðurkennum við fyrirtæki sem
sýna viðleitni í þágu fjölskyldufólks,
taka tillit til fjölskyldunnar í störf-
um sínum. Það fer einnig vel á því
að við ræðum um góðan árangur
grunnskólanna okkar í dag, en ég vil
minna okkur á að það er ekki siður
full ástæða til að fagna góðu starfi á
öðrum skólastigum. Við búum við
hreint frábæra leikskóla sem byggt er
á. Við eigum góðan framhaldsskóla
þar sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja
er og nýjastaviðbótin er svo Keilir, þar
sem gott samstarf við Háskóla Íslands
er raunin,
Nú er vorið að nálgast, birtan að
aukast og vonin með. Það fer því vel á
því að hér í þjónustumiðstöð aldraðra
á Nesvöllum, sé nú í næsta sal yngsta
kynslóðin staðsett, þar sem húne rað
leik á meðan foreldrar hlýða hér á
erindi og taka þátt í viðurkenningar-
athöfn. Hinum megin við þilið rís nú
hjúkrunarheimili aldraðra og þannig
horfum við í dag til yngstu og elstu
kynslóðanna á sama bletti.
"""""
""""" 5
""""" 6
(mynd)
fjölskyldan í fyrsta sæti
Dagur um málefni fjöl-skyldunnar var haldinn í 14. sinn laugardaginn 23. febr-
úar Það er Fjölskyldu- og félagssvið
Reykjanesbæjar sem stendur fyrir
þessum degi, sem er m. a. ætlað að
vekja athygli á jafnvægi fjölskyldu- og
athafnalífs.
Dagur um málefni fjöl-
skyldunnar í Reykjanesbæ
Bæjarstjóri setti samkomuna og minnti
á að fjölskyldan er hornsteinn hvers
samfélags. Jóhann Greirdal, skólastjóri
fór yfir velgengni grunnskólanna í
Reykjanesbæ á síðustu árum, sem hann
þakkaði ekki hvað síst samvinnu við
fjölskyldur barnanna. Ungur grunn-
skólanemi sagði frá mikilvægi þess að
eiga góða fjölskyldu, ekki síst á mótun-
arárunum. Unglingar úr Heiðarskóla
sýndu atriði úr söngleik sem frum-
sýndur verður á árshátíð skólans.
Hugað er að öllum við skipulag
slíkrar uppákomu, svo fjölskyldan
geti öll tekið þátt. Því var boðið upp á
barnapössun og var stór barnaskari við
leik undir eftirliti starfsmanna barna-
verndar. Að lokum var öllum boðið
upp á létt hádegissnarl. Um 100 manns
tóku þátt í deginum.
Fjölskylduvæn fyrirtæki
og stofnanir
Dagur um málefni fjölskyldunnar í
Reykjanesbæ
Að lokum voru veittar viðurkenn-
ingar til sex fyrirtækja, eftir tilnefn-
ingar frá starfsmönnum þeirra sem
sýndu fram á að þau tækju tillit til
fjölskyldunnar í skipulagi starfsem-
innar. Eftirtalin fyrirtæki hlutu viður-
kenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki
og/eða stofnun;
Fríhöfnin
Ísavía
Heiðarskóli
Lögfræðistofa Suðurnesja
Heilsuleikskólinn Háaleiti
Kosmos & Kaos
Hlustað af athygli. alltaf gaman að lita.
Áhuginn leynir sér ekki.
andlitið málað. Ungu börnin nutu sín.
Jóhann Geirdal, skólastjóri Holtaskóla
Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Fjölskyldu og félagssviðs.
Brynja Ýr úr Heiðarskóla söng fyrir
gesti. Kosmos og Kaos.
Heiðarskóli.
Heilsuskólinn Háaleiti.
Lögfræðistofa suðurnesja.