Reykjanes - 07.03.2013, Síða 12

Reykjanes - 07.03.2013, Síða 12
7. mars 2013 Breytingar á strætóáætlun Það ánægjulega vandamál hef-ur komið upp varðandi stræt-óferðir á milli Garðs, Sand- gerðis og Reykjanesbæjar, að nýting á þessum ferðum hefur sprengt allt skipulag utan af sér. Strætóinn fer nú ellefu sinnum á dag virka daga og fjórum sinnum á dag um helgar eða samtals sextíu og þrjár ferðir í hverri viku og hefur greinilega verið þörf á, þar sem komið hefur upp að ekki hafi verið pláss fyrir alla í sumum ferðunum, og aukabíll sendur til að redda málum. Garður og Sandgerði greiða fyrir ferðirnar og eru þær því fríar fyrir þá sem nýta sér strætóinn. Vegna þessarar óvæntu notkunar á strætó var ákveðið á samráðsfundi, nú nýverið, að stökkva til og aðlaga kerfið þessari miklu aukningu, þrátt fyrir að nýbúið sé að gera breytingar á kerfinu. Þessi mikla þjónusta sem nú er veitt hefur kallað t. a. m. á samstarf íþróttafélaganna fjögurra á svæðinu, en knattspyrnudeildir Reynis, Víðis, Keflavíkur og Njarðvíkur eru komnar í samstarf með nokkra flokka iðkenda sem byggist að miklu leyti á að boð- ið sé upp á þessar ferðir hér á milli byggðarlaganna. Helstu breytingarnar eru þrjár. - Ferð kl.14: 15 verður flýtt og verður hún kl.14: 00 virka daga. - Einni ferð er bætt við kl.16: 15 alla virka daga. - Eftir tvær fyrstu ferðir dagsins, sem aka leiðina Reykjanesbær–Sand- gerði–Garður–Reykjanesbær og eru kallaðar "skólaferðir", breytist akstursleiðin og verður Reykjanes- bær–Garður–Sandgerði–Garð- ur–Reykjanesbær. Við það breyast einnig biðstöðvar í Sandgerði og Garði. Stoppað verður við Miðhús í stað Hlíðargötu í Sandgerði og ekki verður farið út að Nýjalandi í Garðinum. Verður því Bræðraborg ysta biðstöðin í Garðinum, þ. e. eftir tvær fyrstu ferðirnar. Vonast forstöðumenn strætó og full- trúar bæjarfélaganna til að þetta auki þjónustuna og létti á þeim álagspunkt- um sem hafa myndast 12 Góugleði í Garði. Kvenfélagið Gefn í Garði og Félag eldri borgara á Suðurnesjum halda Góugleði í Samkomuhúsinu í Garði sunnudaginn 10. mars kl. 15:00. Kafhlað borð á kr. 1500 Eldri borgarar á Suðurnesjum kvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega stund. Kvenfélagið Gefn og Félag eldri borgara Suðurnesjum www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. gestir frá hVammstanga í heimsókn í sandgerði og garði Laugardaginn 2. febrúar fengu sóknarnefndir Hvalsnessókn-ar og Útskálasóknar góða gesti. Kór, prestur og sóknarnefnd Hvammstangakirkju komu í heim- sókn og dvöldu yfir helgina. Starfsfólk Hvalsnes og Útskála- kirkna hafði farið í heimsókn til þeirra í mars 2011 og voru þau nú að endur- gjalda heimsóknina. Það hefur þarna myndast skemmti- legt samband og á auðvitað presturinn okkar Sr. Sigurður Grétar þarna stóran hlut en hann var prestur á Hvamms- tanga í 11 ár. Tekið var á móti hópnum 30 manns í stöðvarhúsi HS í Reykjanesvirkj- un þar sem Hitaveitan bauð upp á veitingar fyrir langt að komna gestina. Gengið var um og skoðuð sú skemmti- lega sýningaraðstaða sem þeir hafa komið upp þarna. Leiðsögumaður var Þorgrímur St. Árnason og var kynn- ingu hans vel tekið. Næst var ekið eftir strandlengjunni að Hvalsneskirkju og hún skoðuð og fór formaður sóknarnefndar Reyn- ir Sveinsson á kostum við kynningu hennar sem og aðra leiðsögn. Þar tók kórinn að norðan einnig nokkra sálma. Síðar um daginn hélt kirkjukór Hvammstanga svo tónleika í Safnað- arheimilinu í Sandgerði undir stjórn Pálínu Fanney Skúladóttur við mikinn fögnuð áheyrenda. Um kvöldið var svo sameiginlegt borðhald og skemmtun í Byggðasafn- inu á Garðskaga . Þar fór fólk á kost- um, vígt sem óvígt. Þarna var sannar- lega glatt á hjalla. Á sunnudaginn var síðan messa í Útskálakirkju. Þar prédikaði sóknar- presturinn á Hvammstanga Sr. Magn- ús Magnússon. Sr. Sigurður Grétar þjónaði fyrir altari. Kirkjukórinn fyrrnefndi og stjónandi sáu um sönginn. Þetta var kærkomin til- breyting því eins og margir vita hef- ur ekki verið starfandi kór í þessum sóknum nú um hríð. Að messu lokinni bauð Nesfiskur gestum í súpu. Þakklátir gestir fóru til síns heima og við hérna í Útskála- prestakalli þökkum fyrir okkur. Sem sóknarnefndarmaður í Hvalsnessókn leyfi ég mér að þakka Hvammstangafólki fyrir frábæra heimsókn, söng, prédikun og góðan félagsskap. Silla E. Borðhald í Byggðasafninu í Garði. smá æfing í Hvalsneskirkju. OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.