Reykjanes - 24.04.2013, Blaðsíða 2
2 24. apríl 2013
Tryggjum koSningu oddnýjar
Með störfum sínum í stjórn-málum á Alþingi, sem ráðherra og áður sem
bæjarstjóri í Garðinum hefur Oddný
G. Harðardóttir sýnt að þar fer vand-
aður stjórnmálamaður sem í tali og
framkomu setur mál sitt fram af festu
og án upphrópana, sem er algengur
máti margra stjórnmálamanna nú á
tímum. Þar fer sannur jafnaðarmað-
ur sem berst fyrir jöfnuði og leggur
áherslu á félagslegar lausnir til jöfn-
uðar í samfélagi okkar. Mannkosti
hennar ætti að vera óþarfi að tíunda.
Við Suðurnesjamenn þekkjum hana
vel. Hún er þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, varð formaður
fjárlaganefndar fyrst kvenna og varð
einnig fyrst kvenna fjármálaráðherra
landsins. Vandasöm störf sem hún
leysti vel úr hendi.
Á Alþingi hefur hún beitt sér fyrir
framgangi okkar Suðurnesjamanna
með ýmsum hætti. Má þar nefna sem
dæmi:
Baráttu hennar fyrir fjárveiting-
um til menntastofnana svæðisins,
til Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Mið-
stöðvar Símenntunar á Suðurnesjum,
Fiskvinnsluskólans, Þekkingarseturs
Suðurnesja og til rekstrarsamnings til
Keilis. Og nú síðast fyrir styrk til Keilis
í gegnum lægri leigu á lóð og húsnæði
í ríkiseigu til næstu 6 ára.
Eindregna varnarbaráttu hennar
fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
nú síðast til að fjölga starfsmönnum í
sálfélagslegri þjónustu.
Breytt vinnubrögð sem hún inn-
leiddi í fjárlaganefnd til eflingar vaxta-
samninga, menningarsamninga og til
atvinnuþróunar á svæðinu.
Tillögur hennar um 30% hækkun
barnabóta á fjárlögum þessa árs, sem
nýtast öllum barnafjölskyldum ekki
síst þeim sem lægstar tekjurnar hafa.
Síðast en ekki síst er rétt að minna á
tillögu hennar sem samþykkt var í rík-
isstjórn um greiningar til undirbúnings
fjárhagsaðstoðar til Reykjanesbæjar á
þörf og kostnaði á stækkun Helgu-
víkurhafnar svo höfnin geti þjónustað
fyrirtæki á iðnaðarsvæðinu.
Hér er taliin nokkur mál sem Odd-
ný hefur barist fyrir af heilindum og
ákveðni. Ég skora á Suðurnesjamenn
að tryggja Oddnýju góða og örugga
kosningu svo að við getum áfram notið
dugnaðar hennar á alþingi.
Eyjólfur Eysteinsson fomaður
Félagas eldri borgara á Suðurnesjum
Einhverjar mest spennandi kosningar hér á landi fara fram á laugar-daginn. Það hefur trúlega aldrei verið eins mikil hreyfing á kjósendum og nú. Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgið sveiflast nokkuð mikið
milli flokkanna.
Eitt virðist þó alveg ljóst að kjósnedur hafna algjörlega Samfylkingu og Vinstri
grænum. Þessir flokkar hafa gjörsamlega misst allt traust flestra landsmanna.
Vinstri stjórnin sem kenndi sig við norræna velferð brást.
Eldri borgarar og öryrkjar hafa orðið fyrir gífurlegri kjaraskerðingu á þeim
fjórum árum sem hin tæra vinstri stjórn hefur ríkt í landinu.
Heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir að vinbstri stjórn hefur ríkt í landinu
eitt kjörtímabil.
Forysta ASÍ hefur gefið það út að ekki hafi verið hægt að treysta ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur. Vinstri stkjórnin hafi nánast svikið allt sem hún
lofaði og skrifaði undir.
Nú eru margir sem telja næstum öruggt að næsta ríkisstjórn verði stjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir fyrrrum stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa hallað sér að Framsóknarflokknum í þeirri trú. En er það
svo víst að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi næstu ríkisstjórn?
Verði það niðurstaða kosninganna að Framsóknarflokkurinn verði stærstu eru
mun meiri líkur á að á næsta kjörtímabili verði einhvers konar vinstri stjór.
Margir af forystumönnum Framsóknarflokksins hafa lýst því yfir að hugur
þeirra stefndi til þess að mynda stjórn til vinstri.
Hvernig næsta ríkisstjórn verður skipuð fer því eftir hvernig útkoma Sjálfstæð-
isflokksins verður. Nái Sjálfstæðisflokkurinn verulega góðum árangri verður
hann í forystu næstu ríkisstjórnar.
Úrslit kosninganna hér í kjördæminu verða spennandi og skipta miklu máli
fyrir Suðurnesin. Allt útlit er fyrir að 4 Suðurnesjamenn séu nokkuð öryggir
að ná kosningu. Ragnheiður Elín hjá Sjálfstæðisflokki, Oddný Harðardóttir hjá
Samfylkingu , Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson hjá Framsókn.
. Það er svo spurning hvort Páll Valur Björsson frá Bjartri framtíð nær inn.
Einnig er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær Ásmundi Friðrikssyni
og Vilhjálmi Árnasyni inn. Þeir eiga möguleika nái Sajálfstæðisflokkurinn
góðri kosningu.
Suðurnesjamenn eins og aðrir landsmenn hafa nú á síðustu vikum kynnst
stefnumálum framboðslistanna og hafa reynsluna af vinstri stjórn síðustu ára.
Aðalatriðið er að við nýtum okkur kosningaréttinn. Það hefur sýnt sig að eitt
atkvæði getur ráðið því hvort frambjóðandi nær kosningu eða ekki.
Mætum á kjörstað á laugardaginn og notum atkvæðisréttinn.
leiðari
Þitt atkvæði
getur ráðið úrslitum
hver nær kosningu
Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja.
Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn.
Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða
hring ið í síma 847 2779.
Reykjanes 8. Tbl. 3. áRganguR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. fotspor.is
reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi.
Viltu segja skoðun þína?
næSTa blað
Reykjanes kemur næst út fimmtu-daginn 16. maí n. k. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is
Þórður Bjarni, oddviti Dögunar í Reykjavík suður
aldrei kauS ég FramSókn
Sem einn af stofnendum Hags-munasamtaka heimilanna og fyrrverandi formaður þeirra hef
ég ríkan skilning á mikilvægi þess að
leiðrétting á stökkbreyttum lánum
og afnám verðtryggingar nái fram að
ganga. Enda eru þær kröfur eins og
rauður þráður í stefnu Dögunar.
Fórnarkostnaðurinn við að ná þeim
kröfum fram má hinsvegar aldrei
verða að Framsóknarflokkurinn
komist aftur til valda. Því Framsókn
vill standa vörð um misskiptinguna í
samfélaginu. Til dæmis vill Framsókn
halda í ósanngjarnt fiskveiðistjórn-
unarkerfi sem færir örfáum fjölskyld-
um arðinn af sameiginlegri auðlind
þjóðarinnar. Kerfi sem á stóran þátt
í því að 2,5% eiga 50% af öllum inn-
stæðum einstaklinga í íslenska banka-
kerfinu á meðan 80 þúsund manns,
eða 30%, eiga ekkert í banka eða
skulda jafnvel yfirdrátt.
Framsóknarflokkurinn berst líka
gegn þeim lýðræðisumbótum sem
nýja stjórnarskráin hefur í för með
sér. Þá mun Framsókn seint láta
náttúruna njóta vafans þegar kemur
að atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt
framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins kostar um 1000 milljón-
ir að skapa eitt starf í stóriðju á meðan
það kostar um 25 – 30 milljónir að
skapa hvert starf í tölvuleikjaiðnað-
inum, sem dæmi. Heilbrigð skynsemi
segir okkur því að það margborgar
sig að fjárfesta í rannsóknum og ný-
sköpun heldur en að fórna náttúrunni
– sem er fjársjóður í sjálfri sér eins og
blómstrandi ferðaþjónusta ber vitni
um.
Dögun lítur ekki undan fátæktinni
sem grefur undan samfélaginu án þess
að mikið beri á. Framfærsluvandinn er
raunverulegur þó fáir stjórnmálamenn
þori að segja það upphátt. Dögun vill
að mannsæmandi lágmarksfram-
færsla verði fest í lög. Þá viljum við
að persónuafsláttur verði hækkaður
verulega og að skattþrepunum verði
breytt þannig að hinir tekjuminni
og millitekjuhópar hafi meira milli
handanna.
Við vitum að ekki er hægt að skera
meira niður í velferðarkerfinu. Þar
erum við komin inn að beini. Til að
hægt verði að bjarga heilbrigðiskerfinu
frá frekara tjóni þarf að ná betri tökum
ríkissjóði. Í dag fara um 90 milljarðar
á ári í að borga vexti af skuldum hans.
Það er næst stærsti útgjaldaliður fjár-
laga sem í dag eru um 570 milljarðar.
Við í Dögun viljum endursemja við
lánadrottna ríkisins um þessa vexti.
Vonandi náum við árangri í því verk-
efni svo hægt verði að nota þá peninga
í annað.
Í vor gefst okkur tækifæri til að
kjósa breytingar á Íslandi. Þrátt fyrir
að ríkisstjórnarflokkarnir sem tóku
við eftir hrunið hafi valdið mörgum
vonbrigðum er mikilvægt að leiða ekki
öflin sem leiddu fram hrunið aftur
til valda.
Dögun er nýtt afl sem tekur til
óspilltra málanna og berst fyrir já-
kvæðum breytingum á íslensku sam-
félagi. Saman getum við það.
VorháTíð í
grindaVík
Vorhátíð eldri borgara í Grinda-vík verður í Eldborg sunnu-
daginn 28. apríl kl.15: 00
harmonikku-
danSleikur
Í kvöld miðvikudagiunn 24. april (síðasti vetrardagur) verður
harmonikkudansleikur á Nesvöll-
um frá kl.20: 00 til 24: 00 (Húsið
opnar kl.19: 30). Miðaverð kr.1000