Reykjanes - 24.04.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 24.04.2013, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2013 Þjóðin í dauðaFæri Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingiskosningum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar og leiðréttingar lána, nýja stjórnarskrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lög- festa lágmarks framfærsluviðmið og endurskoða lífeyrissjóðskerfið. Dögun hefur sérstöðu að því leiti skipulag okkar er flatt án formanns. Stefnumál Dögunar eru samþykkt á félagsfundum þar sem allir félagar hafa atkvæðarétt. Hjá Dögun er lýðræðið því ekki bara í orði heldur einnig á borði. Peningaöfl stýra ekki ferðinni Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að „eitt augljósasta tæki viðskipta- lífsins til að hafa áhrif á stjórnmála- menn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórn- málamanna. “ Það samrýmist því ekki l vel hugmyndinni um lýðræði að stjórn- mál séu fjármögnuð af fyrirtækjum. Hvað er að marka stjórnmálaafl sem fjármagnað er af fjársterkum aðila eða fyrirtækjum, jafnvel af sjávarútvegsrisa? Er slíkt afl í þjónustu við almenning eða fjármögnunaraðilann? Dögun hefur skýrar reglur að þessu leyti, við viljum skera á milli iðskiptalífs og stjórnmála og banna framlög lögað- ila til stjórnmálaflokka og stjórnmála- manna. Einnig viljum við setja reglur sem draga úr áhættu á því að peningaöfl hafi bein áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsl- ur og íbúakosningar. Með þessum hætti er hægt að koma í veg fyrir spillingu. Peningavald er andstæða lýðræðis. Við hvetjum alla kjósendur til að íhuga vel hvaða öfl liggja að baki stjórn- málaflokkanna, eru þau öfl að hugsa um velferð almennings eða eigin hag? Málefnaleg sérstaða Sérstaða Dögunar liggur í því að við leggjum bæði áherslu á leiðréttingar lána heimilanna og afnám verð- tryggingar, sem 80% þjóðarinnar vill–en erum að auki komin lengra í útfærslu á framtíðarlánakerfi með 5-6% vaxtaþaki og breyttu húsnæð- iskerfi með virku markaðsaðhaldi. Við viljum nýja stjórnarskrá og við viljum að auðlindirnar séu í þjóðareigu. Það þýðir að breyta verður kvótakerfinu og tryggja fólkinu arð af auðlindum sínum. Þannig sköpum við forsendur til skattalækkana. Þannig er okkar stefna í þessum stóru og brýnu hagsmuna- málum, sem munu koma til afgreiðslu á næstu árum. Dögun er því sammála meirihluta þjóðarinnar. Þjóðin er í dauðafæri að ná fram langþráðu réttlæti fyrir heimilin og lýð- ræðið – veljið ykkur nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og tryggið endur- nýjun inn á Alþingi í vor. Klúðrum ekki því tækifæri sem okkur er gefið. Nóg er úrvalið og Dögun er þar öflugur valkostur, kynnið ykkur XT.is Andrea J. Ólafsdóttir,1. sæti Dögunar Suðurkjördæmi Þorvaldur Geirsson,2. sæti hVerS Vegna eiga SuðurneSja- menn að kjóSa SamFylkinguna? Jöfnuður og réttlæti er grunntónn-inn í stefnu Samfylkingarinnar. Við vinnum að almannahagsmunum og langtímalausnum í stað sérhagsmuna og skyndilausna. Um leið og við stöðvuð- um skuldasöfnun ríkissjóðs eftir hrun var forgangsraðað í samræmi við stefnu jafnaðarmanna í þágu velferðar og þeirra sem minna hafa handa á milli. Aldrei hefur verið unnið jafn ötullega að atvinnumálum á Suðurnesjum eins og á þessu kjörtímabili. Enda ekki van- þörf á því hér varð vandinn enn meiri en á öðrum stöðum á landinu. Ástæð- an er fyrst og fremst vegna brotthvarfs hersins á árinu 2006 og með honum fóru mörg hundruð störf. Við líðum fyrir það Suðurnesjamenn að ekki var unnið nægilega að atvinnuþróun til að undirbúa brottför hersins. Þáverandi stjórnvöld beittu ekki þeim tækjum sem möguleg voru til atvinnuuppbyggingar hér í svokölluðu góðæri þegar mögulegt var að beina fjármunum í það verk. Síðastliðna mánuði hefur atvinnulífið á svæðinu tekið við sér og atvinnulaus- um fækkar jafnt og þétt sem betur fer. Mikilvæg skref Tekin hafa verið mörg mikilvæg skref til atvinnuuppbyggingar á kjörtímabilinu. Hér eru nokkur nefnd: • Við settum rammalöggjöf um nýfjár- festingar til að laða að atvinnutækifæri. Þrír samningar að því tagi hafa verið gerðir við fyrirtæki á Suðurnesjum, þ. e. gagnaver á Ásbrú, fiskverkun í Sandgerði, kísilver í Helguvík. Katrín Júlíusdóttir staðfesti sérstakan fjár- festingarsamning við og álver í Helgu- vík sem samþykktur var á Alþingi vorið 2009. • Ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmu ári að kanna þörf og kosnað fyrir frekari stækkun á Helguvíkurhöfn og í fram- haldi var samþykkt að ganga til við- ræðna við Reykjanesbæ um ívilnandi aðgerðir vegna hafnarinnar. Engin ríkisstjórn hefur ljáð máls á slíku fyrr. • Ríkissfyrirtækið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, vinnur að atvinnuþróun og nú starfa 115 fyr- irtæki á Ásbrú. • Atvinnuþróunnarfélagið Heklan var endurreist og frumkvöðlasetrinu Eld- ey var komið á þar sem um 30 frum- kvöðlafyrirtæki starfa. • Nýlegur stuðningur við Keili til næstu 6 ára mun styrkja rekstrargrundvöll hans. Samstarfssamningur hefur verið gerður við Keili, Fisktækniskólann og Þekkingarsetur Suðurnesja. Miðstöðv- ar Símenntunar á Suðurnesjum hefur fengið árlegt framlag og Fjölbrauta- skóli Suðurnesja hefur veitt nemend- um skólavist sem þangað hafa leitað. Þingmenn Samfylkingarinnar lögðust þar fast á árarnar. • Framkvæmdum er að ljúka við fyrstu nýbyggingu fyrir sjúka aldr- aða á Suðurnesjum,60 rúma hjúkr- unarheimili. Á næsta kjörtímabili munum við: • Styrkja stoðir atvinnulífsins enn frekar og lækka tryggingargjald í takt við lækkandi atvinnuleysi. • Setja velferð barna ávallt fremst með hækkun barnabóta, styrkja fæðingar- orlofssjóð með lengingu fæðingaror- lofs í 12 mánuði. Tannlækningar barna verði gjaldfrjálsar. • Forgangsraða menntun framar enda mun sú fjárfesting ekki brenna upp á verðbólgubáli. • Gera Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kleift að tryggja góða grunnþjónustu og taka við sérhæfðum verkefnum. • Þróa áfram nýtt húsnæðis- og hús- næðisbótakerfi bæði fyrir eigendur og leigjendur. • Taka enn frekar á skuldavanda þeirra sem keyptu húsnæði á þensluárunum og fjölga valkostum húsnæðislána. • Byggja upp öldrunarstofnanir og eyða biðlistum. • Koma á einfaldara og betra almanna- tryggingakerfi sem styrkir stöðu eldri borgara verulega. Í grundvallaratriðum snúast þessar kosningar um það hvort fylgja eigi jafn- aðarstefnu Samfylkingarinnar og byggja upp velferðarkerfið og hvort við viljum ábyrg ríkisfjármál eða óraunhæf loforð. Veljum öruggt og gott samfélag–kjós- um Samfylkinguna! Oddný G. Harðardóttir,1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Oddný G. Harðardóttir. andrea J. Ólafsdóttir. Þorvaldur Geirsson. Ragnheiður Elín Árnadóttir 1.sæti Sjálfstæðisflokki SjálFSTæðiSFlokkinn í koSningunum á laugardaginn Vegna ÞeSS að - Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokk- urinn sem lofar að lækka skatta á einstaklinga og fjölskyldur í landinu og auka þannig ráðstöf- unartekjurnar. Vissir þú að hver fjögurra manna fjölskylda borgar rúmlega 80 þúsund krónum hærri skatta á hverjum einasta mánuði í dag en hún gerði fyrir fjórum árum, áður en þessi ríkisstjórn tók við. Þessu ætlum við að breyta aftur. - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera einstaklingum og fjölskyldum mögulegt að borga NIÐUR hús- næðislánin sín í stað þess að borga bara af þeim um hver mánaðarmót. Það gerum við í gegnum skattkerf- ið með sérstökum skattaafslætti en einnig með því að bjóða fólki að nýta séreignarsparnað sinn um hver mánaðarmót til að greiða inn á höfuðstól lána sinna, fá mótfram- lag frá launagreiðanda og njóta skattfrelsins á greiðsluna. Þannig geta húsnæðislánin lækkað um allt að 20% á 5 árum. - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka matarkostnað heimila í landinu með því að lækka og breyta innheimtu vörugjalda. - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að lækka eldsneytiskostnað heimil- anna með því að lækka álögur á bensín og olíu eins og við höfum lagt til nokkrum sinnum á þessu kjörtímabili en aldrei fengið sam- þykkt af núverandi ríkisstjórn. - Við ætlum að breyta skattkerfinu þannig að það sé hvetjandi að bæta við sig vinnu og taka aukavakt- ina. Enginn vill vinna meira þegar það veldur því að greiða þarf hærri skatta og bætur skerðast. Í dag er staðan þannig að 10 þúsund króna viðbót í tekjum getur leitt til þess að ráðstöfunartekjurnar hækka að- eins um 2 þúsund krónur vegna skatta og bótakerfisins. Þessu verð- ur að breyta þannig að aukin vinna skapi auknar tekjur fyrir einstak- linginn – ekki bara fyrir ríkissjóð. - Sjálfstæðisflokkurinn mun koma atvinnulífinu í fullan gang og skapa fleiri störf sem skila góðum launum. Minnkandi atvinnuleysi síðustu mánaða er ekki vegna þess að fleiri eru komnir í vinnu. Það er tilkomið vegna þess að fjöldi einstaklinga hefur ekki lengur rétt til atvinnuleysisbóta og er nú á framfæri sveitarfélaganna, aðrir eru fluttir til útlanda þar sem ein- hverja vinnu o.s.frv. Við ætlum að fækka atvinnulausum með því að koma þeim í vinnu sem gefur góð laun. Ég vil breyta þeirri sláandi staðreynd að fjórðungur launa- greiðenda á Suðurnesjunum sé með laun undir 250 þúsund krón- um á mánuði og hér eru fjölmörg tækifæri til þess í startholunum. - Við viljum lækka álögur á fyrir- tæki þannig að þau geti hækkað laun starfsmanna og fjölgað starfs- fólki. Við getum með því breytt Suðurnesjum úr því að vera lág- launasvæði og fært það nær launa- meðaltali á landinu öllu. - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að færa til baka þá kjaraskerðingu sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir hjá núverandi ríkisstjórn í júlí 2009, þegar ákveðið var að skerða elli- og örorkulífeyri krónu fyrir krónu. - Við ætlum að leyfa þeim sem náð hafa 70 ára aldri að afla sér atvinnutekna án þess að það hafi áhrif á lífeyrisgreiðslur þeirra. - Tillögur Sjálfstæðisflokksins eru útfærðar og tilbúnar og þeim er unnt að hrinda í framkvæmd strax eftir kosningar ef við fáum stuðn- ing til. - Þess vegna eiga Suðurnesjamenn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. ragnheiður Elín Árnadóttir. Garður STórar upphæðir úr jöFnunarSjóði Heildaryfirlit yfir framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012. Samkvæmt yfirliti frá jöfnunar- sjóði eru framlög til Sveitarfélags- ins Garðs sem hér segir: Reglugerð 960/2012, Tekjujöfnunarframlag og útgjaldajöfnunarframlag kr. 175.857.072. Reglugerð 351/2002, Framlög til reksturs grunnskóla, sérþarfa fatlaðra nemenda og ný- búafræðslu kr. 83.896.268. Reglu- gerð 122/2003 og samkomulag 1.4.2008, vegna almennra og sér- stakra húsaleigubóta kr. 7.746.985. Reglugerð 80/2001, vegna breytinga á álagningarstofni mannvirkja kr. 23.302.714. Framlög til eflingar tónlistarnámi, reglugerð 23/2013 kr. 342.148.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.