Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 16.05.2013, Blaðsíða 14
14 16. maí 2013 Heilsustofnun NLFÍ: HeilsudVöl í HVeraGerði er Góð fyrir líkama oG sál Markmiðið hjá Heilsustofnun NLFÍ er að efla heilbrigði, auka andlega og líkamlega vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu. Á Heilsustofnuninni er frábær aðstaða og starfsfólið er alveg einstalega þægilegt í alla staða. Það er virkilega hægt að mæla með dvöl á Heilsustofnun NLFÍ. Árlega koma um 1800 dvalargestir í læknisfræðilega endurhæfingu. uNNið að Gerð sí- oG eNdurmeNNtuN- aráætluNar GriNdaVíkurbæjar Í framhaldi af ábendingum sem fram komu á starfsmannadegi Grinda-víkurbæjar í haust hefur Þorgerður Guðmundsdóttir deildarstjóri launa- deildar tekið að sér ýmis verkefni er varða starfsmannamál en bæjarstjóri verður áfram starfs- mannastjóri bæjarins. Þorgerður mun innleiða og halda utan um sí- og endurmenntunarmál, innleiðingu og utanumhald viðveruskráningakerfisins Vinnustundar og innleiðingu starfs- mannahandbókar, móttöku nýliða og fleira. Þorgerður hefur verið deildarstjóri launadeildar hjá Grindavíkurbæ í tæp 20 ár. Hún lauk námi í mannauðs- stjórnun við endurmenntun Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Þegar hún var spurð að því í síðasta starfsmanna- viðtali hvar hún sæi sig í framtíðinni kom hún því á framfæri að hún hefði áhuga á starfsmannamálum í ljósi menntunar sinnar og áhugasviðs. Í framhaldi af því tók hún við fleiri starfsmannatengdum verkefnum sem að mestu hafa verið munaðarlaus hjá bænum fram að þessu. „Lokaverkefni mitt og Stefaníu H. Gylafdóttur í mannauðsstjórnunar- náminu var gerð starfsmannahand- bókar fyrir Grindavíkurbæ. Eitt af verkefnum mínum núna verður að uppfæra og innleiða starfsmannahand- bókina og koma skipulagi á nýliðamót- töku þannig að hún verði að einhverju leyti samræmd á milli stofnana, “ segir Þorgerður. Stærsta verkefnið er gerð sí- og endurmenntunaráætlunar Grinda- víkurbæjar sem Þorgerður heldur utan um ásamt stýrihóp með aðkomu Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesj- um. Í stýrihópnum eru auk Þorgerðar fulltrúar kennara, leikskólakennara, frá BSRB, BHM og MSS. „Verkefnið er komið af stað í sam- vinnu við MSS. Margar góðar óskir og ábendingar komu fram á starfsmanna- deginum sem við byggjum á og vinnum út frá. Ég á von á því að boðið verði upp á eitthvað af námskeiðum fyrir allt starfsfólk sem og sértæk námskeið eins og fyrir kenn-ara, leikskólakennara og aðra. Sum námskeið- anna verða árleg eins og t. d. í Uppbyggingastefnunni fyrir nýtt starfsfólk, skyndihjálparnám- skeið og fleira, “ segir Þorgerður. Búið er að taka upp viðveruskrán- ingakerfið Vinnustund í öllum stofn- unum Grindavíkurbæj-ar nema í grunnskóla og tónlistarskóla en það værður væntanlega klárað næsta vet- ur. Þorgerður heldur utan um inn- leiðinguna og allt sem snýr að Vinnu- stund. Margir kannast við gömlu góðu stimpilklukkuna en Vinnustund er mun víðtækara kerfi sem heldur utan um viðveruskráningu starfsfólks eins og þekkist í flestum fyrirtækjum í dag. Að sögn Þorgerðar er slíkt kerfi til mikillar hagræðingar bæði fyrir starfsfólk og vinnuveitanda eins og hvað varðar skráningu vinnutíma, veikindi, skipulag, orlof og ýmislegt fleira. Starfsfólk bæjarins mun áfram vera í sambandi við sinn næsta yfir- mann um slík mál en Þorgerður heldur utan um kerfið í heild sinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessum nýju verkefnum. Hér nýtist mér vel sú menntun sem ég aflaði mér. Starfs- manna- og launamál hafa breyst mikið frá því ég hóf störf hjá Grindavíkurbæ í ágúst 1993. Á þeim tíma tíðkaðist ekki að gera ráðningasamninga þannig að ekki var til ráðningasaga starfsmanns- ins hjá bænum með fullri vissu, “ sagði Þorgerður að endingu. Margir starfsmenn að mennta sig Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa verið duglegir að mennta sig í há- skólastofnunum samfélagsins og að sækja ýmis námskeið sem eru í boði samkvæmt upplýsingum frá forstöðu- mönnum bæjarins. Í grunnskólanum eru t. d. Petrína Baldursdóttir og Bryndís Hauksdótt- ir í meistaranámi, Petrína í stjórnun menntastofnana og Bryndís í sér- kennslufræðum. Þá hafa kennarar verið duglegir að sækja ýmis nám- skeið í vetur út frá sínum áhuga- og sérsviðum. Þá eru allir starfsmenn skólans í námi í tengslum við aðal- námskrána. Hjá tónlistarskólanum er Inga Þórðardóttir í meistaranámi í stjórn- un, Renata Ivan í meist-aranámi í tón- list, Vera Steinsen er í námi í HÍ og Vignir Ólafsson í Tónlistarskóla FÍH. Á bæjarskrifstofunum er Þorsteinn Gunnarsson í meistaranámi í verk- efnastjórnun og Kjartan Fr. Adólfsson var að ljúka námi sem löggiltur bók- ari. Á félagsþjónustu- og fræðslusviði er Hildigunnur Árnadóttir félagsráð- gjafi í meistaranámi í sínu fagi. Þá hafa stjórnendur bæjarins verið á námskeiðum um hlutverk stjórn- enda, þjálfun í starfsmannaviðtölum og skipulagi. Þá er slökkviliðið reglu- lega með námskeið og öryggistrúnað- arfólk hefur verið á námskeiðum hjá Vinnueftirlitinu, svo eitthvað sé nefnt. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Kristín mogensen og maría Jóhannesdóttir sem fengu viðurkenningar fyrir 20 ára starf hjá Grindavíkurbæ, og Þorgerður Guðmundsdóttir deildarstjóri launadeildar. (Heimasíða Grindavíkur) Umhverfisdagar í Garði 17.–21. Maí 2013 Sveitarfélagið Garður stendur fyrir umhverfisdögum 17. – 21. Maí 2013. Allir bæjarbúar, stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að taka fullan þátt og fagna vorkomunni með tiltekt og fegrun síns nærumhverfis. Allir geta komið og losað rusl í gáma á lóð Áhaldahúss Garðs án endurgjalds: Föstudaginn 17. maí kl. 13 – 17. Laugardaginn 18. maí kl. 10 – 16. Þriðjudaginn 21. maí kl. 08 – 17. Starfsmenn bæjarins verða til þjónustu og leiðbeina um flokkun. Afklippur og gróðurúrgangur á að fara á merkt svæði ofan Háteigs. Mikilvægt er að halda garðaúrgangi aðskildum frá öðrum úrgangi. Einnig er mikilvægt að halda ólíkum tegundum garðaúrgangs aðskildum. Nánari upplýsingar um Umhverfisdaga í Garði koma fram í dreifibréfi til allra íbúa í Garði, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, svgardur.is. Bæjarstjóri Garðs. GARÐUR

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.