Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 2

Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 2
2 13. desember 2012 Guðrún eva á heimaSlóðum Fyrir stuttu voru skemmtilegheit á hinu glæsilega bókasafni í Gerða-skóla. Guðrún Eva Mínervudóttir mætti á sínar gömlu heimaslóðir og las úr bók sinni "Allt með kossi vekur. " Guðrún Eva rifjaði einnig upp æskuár sín í Garðinum. Fríða Björk Ingvars- dóttir fjallaði um bækur Guðrúnar Evu.Eldri borgurum sem dvelja á dvalar-og hjúkrunarheimilum er tryggð ákveðin upphæð mánaðarlega, sem kölluð hefur verið “vasapeninga-fyrirkomulagið”. Upphæð sem hver einstaklingur fær eru kr.65.005. Fái einstaklingur greiðslur úr lífeyrissjóði fara greiðslurnar til dvalarheimilisins, en viðkomandi fær að halda eftir kr.65.005 á mánuði. Þessi upphæð hefur verið óbreytt frá 1. janúar 2009 eða í tæp fjögur ár. Auðvitað er það lágmarks krafa að eldri borgarar á dvalar-og hjúkrunarheimilum fái leiðréttingu í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga á sama tíma. Hver hefði trúað því að Vinstri stjórn sem kennir sig við norræna velferð skuli fara svona með eldri borgara. Eitt stórt NEI. Það er með ólíkindum hvernig Samfylkingin með dyggum stuðningi Vinstri grænna halda áfram aðlögunarferlinu að ESB. Áfram skal haldið þótt mikill meirhluti þjóðarinnar sé alfarið á móti þessu ferli í ESB. Hvers vegna má þjóðin ekki kjósa um það hvort hún vilji halda þessari vegferð áfram? Virðing Alþingis. Alþingi er sú opinbera stofnun sem nýtur minnsta trausts meða íbúa landsins. Þingmenn ræða oft að þetta gangi ekki. það verði að auka virðingu Alþingis. En hvað? Sú sýn sem almenningur fær af störfum Alþingis er ekki góð. Þó gekk fram af flestum þegar Björn Valur Vinstri grænum og Lúðvík Samfylkingunni gengu um með spjöld sem á stóð Málþóf. Svo vekur það furðu að ekki skuli mega ræða Fjárlagafrumvarpið sem er uppá 600 milljarða. Vinstri stjórnin vill ekki umræður og hunsar þingið með því að taka ekki þátt í þingstörfum. Þingsalur nánast tómur og enginn ráðherra í sínum stól. Svo hrópa þau málþóf. Auðvitað er það hreint og beint fáránlegt að heyra Steingrím J. tala um slíkt sem hélt á sínum tíma tveggja og hálfs tíma ræðu um fjármálin. Öllu slær það þó við þegar Jóhanna Íslandsmeistari í málþófi ávítti þingmenn fyrir málþóf. Met Jóhönnu rúmar 10 klukkustundir í ræðustól verður seint slegið. Lnadsmenn vilja ný og betri vinnubrögð. Stórsigur Hönnu Birnu í prófkjörinu í Reykjavík sýnir það. Hún hefur verið talsmaður nýrra og breyttra vinnu- bragða í stjórnmálum. Vinni Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn stórsigur í Reykjavík í vor mun það hafa jákvæð áhrif á störf þingsins. Skattar í stað uppbyggingar. ? Kosningarnar í apríl n. k. munu fyrst og fremst snúast um það hvort lands- menn vilji áfram skattpíningarstefnu Samfylkingar og Vinstri grænna eða velji atvinnuuppbyggingarstefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Gleðileg jól. Reykjanes óskar lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að finna fyrir því jákvæða viðhorfi og móttökum sem Reykjanes hefur fengið á Suðurnesjum. leiðari Óbreytt upphæð til eldri borgara í tæp fjögur ár Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 24. Tbl.  2. áRganguR 2012 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? eldur Bókin Eldur kemur nú út fyrir jólin. Hér er um að ræða sögu Slökkviliðsins á Keflavíkurflug- velli. Svanhildur Eiríksdóttir ritstýrði bókinni. Hér er um virkilega flotta bók að ræða, skemmtilegar frásagnir og prýdd fjölda mynda. jólahuGvekja Flest erum við mjög fastheldin í jólavenjur. Allt þarf að vera eins og í fyrra og árin þar á undan. Það er margt gott við það, gefur festu og öryggi. Stundum er hins vegar gagnlegt að endurskoða sínar jólahefðir og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé rétt að gera sem auðgar og bætir enn frekar inni- haldið. Fjölmargir hafa það fyrir venju að koma til kirkju á jólum. Taka þátt í hátíðlegu helgihaldi með sálmasöng og Guðs orði. Þá gildir einu hvort viðkomandi er reglulegur kirkjugestur eða bara árlegur. Það er góð venja að sækja kirkju um jól. Það er ókeypis og þjappar okkur saman sem heild hvar sem við erum. Enginn þarf að upplifa sig einmana, útundan, fátækan eða einangraðan því í messunni eru allir jafnir. Þar eru allir í hátíðarskapi. Tilboðin eru margvísleg hér á Suðurnesjunum. Sérstakar barnastundir, messur kl.18 á aðfangadagskvöld, miðnæturmess- ur, jóladagsmessur, áramótamessur. Flestir þekkja flesta sálmana sem sungnir eru í jólamessum og því er mjög auðvelt að vera virkur þátttak- andi. Gleðin fyllir loftið, við finnum að við erum hluti af stærri heild, hluti af allri kristninni á jörðu. Samsöm- um okkur með milljörðum jarðarbúa sem játa kristna trú. Það er hvatning mín til allra sem ekki hafa prófað kirkjugöngu um jól að gera tilraun, breyta út af vananum og sjá hvort e. t. v. geti orðið til ný venja sem eykur á hátíðleika jólanna hjá einstaklingum og fjölskyldum. Guð gefi ykkur öllum gleði og frið á aðventu og um jól. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalli næSta blað Reykjanes kemur næst út fimmtu-daginn 10. janúar 2013. Þeir sem vilja koma efni í blaðið þurfa að senda fyrir 5. janúar n. k.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.