Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 4

Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 4
4 13. desember 2012 Skýr svör óskast aðalfundur brimfaxa Aðalfundur hestamannafé-lagsins Brimfaxa verður haldinn 17 des.2012 kl.20: 00 í Salthúsinu. Á dagskrá eru venju- leg aðalfundarstörf. GlæSileGt jólablað Keflavík íþrótta-og ung-mennafélag gefur út veglegt jólablað með fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Glæsilegt blað. leikrit í Garðinum? Æskulýðsnefndin í Garði sam-þykkti nýlega að kanna hvort hægt væri að setja upp leikrit. Uppsetning leikrits í Garðinum. Áhugi er að kanna að setja upp leik- rit með ungmennum í Garðinum niðurStaða um framtíð GarðvanGS fyrir 1. febrúar 2013 Óvissa ríkir um framtíð hjúkr-unarheimilisins Garðvangs. Uppi eru hugmyndir um lokun Garðvangs þar sem framundan er hjúkrunarheimili við Nesvelli. Garðmenn eru mjög ósáttir ef loka á Garðvangi. Bæjarráð Reykjanesbæj- ar ræddi þessi mál á fundi sínum 15. nóvember s. l. eftirfarandi var bókað: Samþykkt bæjarstjórnar Sveitarfé- lagsins Garðs um skipun stýrihóps í málefnum DS Bæjarstjórar eigendasveitarfélag- anna hafa þegar átt fundi til að ræða framtíð DS. Bæjarráð Reykjanesbæj- ar telur mikilvægt að halda áfram þeirri vinnu og felur bæjarstjóra að vinna að málinu. Brýnt er þó að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2013. ÉG vil að á SuðurneSjum byGGiSt upp matvælaStóriðja Alþingiskosningar nálgast. Margir láta í sér heyra á vettvangi stjórnmálanna og margt er gagnrýnt og mörgu lofað. Það er mikið atriði að kjósendur geti fengið skýr svör frá frambjóðendum hvaða skoðun þeir hafa og hvernig þeir ætli að vinna að málunum á Alþingi. Reykjanes mun í næstu blöðum óska eftir skýrum svörum frá þingmönnum kjördæmisins og þing- manns kandidötum. Í blaðinu í dag svarar Inga Sigrún Atladóttir. 1. Vilt þú að álver rísi í Helguvík? , hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ef álver í Helguvík þýðir bruna- útsala á orku, undanþágur varðandi brennisteinsmengun, tvöfalda röð af 30 m háum stálmöstrum og virkjanir í Eldvörpum og Krísuvík–þá segi ég nei. 2. Vilt þú að raflínur verði lagðar í lofti til Suðurnesja? Hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég bind vonir við að hópur sem Al- þingi skipaði á sínum tíma skili hug- myndum um stefnu í raforkuflutnings- málum sem víðtæk sátt gæti náðst um. Við slíka sátt mun ég una. 3. Vilt þú að Kísilver rísi í Helguvík? Hvað telur þú að þú getir best gert til að það verði – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég vil Kísilver í Helguvík–en ég get ekki stutt kröfur bandarískra fjárfesta um frekari afslátt frá orkuverði. Ég bind miklar vonir við sameiginlega mark- aðssetningu Suðurnesjanna í gegnum atvinnuþróunarfélagið Hekluna og von- andi opnar það leið fyrir fjárfesta sem ekki eru eingöngu að koma til landsins til að fá ódýra orku og ódýrt vinnuafl. 4. Vilt þú að samkeppnisumhverfi gagna- vera verði styrkt hér á landi? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Samkeppnisumhverfi gagnavera er fyllilega sambærilegt við það sem best gerist í Evrópu nú þegar og það get- ur verið ágætur kostur að gagnavera- iðnaður þróist hér í bland við önnur lítil og meðalstór iðnfyrirtæki sem greiða sanngjarnt verð fyrir orkuna, eru arðbær og skapa störf. En sérstak- lega vil ég styrkja samkeppnisumhverfi matvælaframleiðenda. Ég vil að á Suðurnesjum byggist upp matvæla- stóriðja og við verðum þekkt um allan heim fyrir mikið úrval af fjölbreyttum fullunnum matvælum. 5. Vilt þú að niðurstöður matshóps um virkjanakosti verði samþykktar? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Nei ég hef talað fyrir því að fleiri stað- ir á Reykjanesi verði settir í verndar- flokk–eða allavega biðflokk á meðan frekari rannsóknagagna er aflað. Ég vil flýta grunnrannsóknum á svæðinu–við verðum að fá að vita meira, getum ekki tekið þá áhættu að orkan á svæðinu klárist innan nokkurra áratuga. 6. Vilt þú að næsta ár verði tekjuskatts- frítt ár fyrir almenning svo menn geti greitt af húsnæðislánum? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Nei – Ríkið hefur ekki efni á því að afsala sér einum stærsta tekjustofni sín- um í heilt ár. Slíkt tal er óábyrgt og ekk- ert nema ávísun á hallarekstur eða meiri niðurskurð. Ég vil samtal við almenning sem leiðir til víðtækrar sáttar um hærri laun og raunverulega betri kjör. 7. Hvernig vilt þú koma til móts við erfiða stöðu heimila í kjölfar banka- hrunsins? Ég styð ekki flata niðurfellingu skulda. Ég vil vinna að nýjum sam- félagssáttmála með aðkomu ríki og sveitarfélaga, verkalýðsfélaga, lífeyris- sjóða og samtaka atvinnulífsins. Ég vil að inntak sáttmálans verði: 1. Laun verða hækkuð, vinnuvikan stytt og framleiðni á vinnustund verði aukin (framleiðni á vinnu- stund á Íslandi er nú mun lægri en í nágrannalöndum). Forgangsverk- efni er að 40 stunda vinnuvika dugi til eðlilegrar framfærslu 2. Peningamarkaður. Okurlán til al- mennings afnumin og vísitala lána verði tengd launaþróun. Finna þarf leiðir til þess að háir vextir þyngi ekki um of fyrstu greiðslur af lán- um. 3. Endurskoða bótakerfið, auka virkni bótaþega og tengja greiðsl- ur almannatrygginga við eðlilega framfærslu. Styðja sérstaklega við barnafjölskyldur með hækkuðum barnabótum og gjaldfrjálsum leik- skóla. Tryggja skilvirka lágmarks heilsugæslu um allt land, afnema komugjöld á heilsugæsluna og skilgreina almennar tannvið- gerðir aldraðra, öryrkja, barna og unglinga sem hluta gjaldfrjálsrar lámarks heilsugæslu. 4. Húsnæðismál. Sameiginlegt átak í húsnæðismálum (ríki, sveitarfé- lög, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög) þar sem markmiðið er að stytta byggingartíma og lækka byggingar- kostnað þannig að almennt launa- fólk geti fengið þak yfir höfuðið án þess að þurfa að fórn bæði heilsu og afkomumöguleikum til langs tíma. Vaxtabætur og húsaleigubæt- ur verði endurskoðaðar þannig að húsnæðiskostnaður verði svipað hlutfall ráðstöfunartekna og í ná- grannalöndum. 8. Vilt þú að Kvótafrumvarp ríkis- stjórnarinnar verði samþykkt? Hvað telur þú að þú getir best gert til að þín skoðun verði ofan á – skýr dæmi um hvað þú getur gert! Ég hefði viljað sjá fastar tekið á framsali veiðiheimilda í frumvarpinu sem kom fram sl. vetur. Það þarf að ná sátt um þessi mál á þeim grunni að sjávarauðlindin er sameign þjóðarinn- ar og enginn afsláttur veittur af því. Þá er líka eðlilegt að þjóðin fái eðlilegt og sanngjarnt afgjald eins og búið er að lögfesta með sérstaka veiðigjaldinu. Inga Sigrún Atladóttir skipar 2. sæti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. án vatnS, ekkert líf Plantaðu tré í líf þitt, leggðu fræ í jörð þannig að rótin fái nægt pláss til að breiða úr sér. Tréð þarfnast vatns, áburðar, sólarljóss, hlýju og umhyggju til þess að hægt sé að njóta þess í 100 ár. Látum náttúruna fá tækifæri til þess að leyfa trénu að njóta sín í allri sinni fegurð. Byggðu hús í lífi þínu. Leggðu góðan grunn (rót) að því svo það megi verða 100 ára. Heimilið okkar er staðurinn sem við getum farið á hvenær sem er. Það veitir ytra öryggi (klæðnaður) og ekki síður innra öryggi (sál). Þar getum við verið við sjálf þegar önn dagsins lýkur. Vellíðan í lífinu skiptir miklu máli vegna þess að við þurfum að takast á við marga erfiðleika. Til að geta liðið vel er mikilvægt að finna umhyggju svo við náum að safna nýrri orku. Hús okkar speglar okkur sjálf að utan (hvernig við klæðum okkur) og einnig að innan (hvernig sál okkar lítur út) Til að barn verði 100 ára þarf stöð- ugt að vökva og næra það, líkt og tré og heimili. Barnið þarfnast sólarljóss líkt og plantan (foreldrar) og einnig hlýju, gleði, umhyggju og ástar til þess að geta byggt upp sjálfstraust og heiðarleika og gengið í gegnum lífið með sjálfsvirðingu, velsæmi og gleði í farteskinu. VATN eykur hreysti. Eitt allra mik- ilvægasta byggingarefni líkamans er einmitt vatn. Við fæðingu eru 70% líkamans vatn, í fullorðnum manni er vatnshlutfallið komið í um 60%. Vatnsbúskapurinn er sívirkur og mjög mikilvægur þáttur allrar endurnýjunar og hreinsunar líkam- ans. T.a.m. andar líkaminn á hverri nóttu bæði í gegnum lungun og húð- ina u.þ.b. tveimur lítrum af vatni að meðaltali. Með hækkandi aldri minnkar vatns- hlutfallið og verður um 50%. Ástæðan fyrir þessari minnkun liggur aðallega í því að með aldrinum verða fituvefirnir fyrirferðarmeiri þáttur vöðvamassans á kostnað vatnshlutfallsins. Samfara þessari aldurstengdu breytingu á lík- amanum minnkar þörfin til að drekka þ.e. þorstatilfinning minnkar. Þess vegna drekkur eldra fólk líka oftast minna af vökva en líkaminn þyrfti í raun og veru á að halda. Þó er það sérstaklega mikilvægt fyrir eldra fólk að drekka nægilegt magn af vatni, ekki eingöngu vegna áðurnefndra breytinga á vatnsbúskap líkamans, heldur einnig vegna þess að oft á tíðum þarf eldra fólk á lyfja- meðferð að halda sem hefur einnig áhrif á vatnsþörf og endurnýjun lík- amsvökvanna. Í raun eykst vatnsþörfin með aldrinum þó að þorsti segi ekki til sín eins og áður. Vatnsskorturinn getur haft í för með sér að eiturefnin sem verða til við efnaskipti líkamans fá ekki að hreinsast nægjanlega vel úr lík- amanum sem getur aftur haft í för með alvarlegan stein- og snefilefnaskort. Til þess að innbyrða ráðlagðan dagskammt af vatni, sem eru rúmir 2 lítrar, ætti eldra fólk að treysta skyn- seminni umfram þorsta-tilfinningu sinni og skammta sér einfaldlega sinn daglega morgun-, eftirmiðdags- og kvöldskammt af vatni. Náttúrulegt ís- lenskt kranavatn og koltvísýringsbætt vatn fullnægja betur vatnsþörf líkam- ans en t.d. saft eða te og þá sérstaklega fyrir eldra fólk, því nýrnastarfsemin minnkar einnig með aldrinum og úr hreinu vatni þarf ekki að hreinsa nein aðskotaefni svo neinu nemi, sem hvíl- ir nýrun og styrkir. Auk þess hefur hið náttúrulega kalk, magnesíum og natríum í vatninu þau áhrif að auka einbeitingu og framtakssemi. Vatnið er ekki einungis mikilvægt fyrir húð- ina, vöðvana, tauga- og æðakerfið heldur eykur einnig möguleikann á heilbrigðu og löngu ævikvöldi. Birgitta Jónsdóttir Klasen Heilsumiðstöð Birgittu www.facebook.com/heilsumiðstöð birgittu

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.