Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 11

Reykjanes - 13.12.2012, Blaðsíða 11
1113. desember 2012 Góð kaup á baSar Það var mikið um að vera á Nes-völlum einn föstudaginn um mánaðamótin. Félag eldri borg- ara með sinn árlega basar. Margt var þar til bæði matarkyns og fjölbreytt úrval af ýmsu öðru. Kaffi og vöflur voru á boðstólum. Ágóðnn rennur til Velferaðsjóðs kirkjunnar samtals 38 þús. krónur. fjárlöG oG löGGæSla Nú standa yfir á Alþingi um-ræður um fjárlög fyrir árið 2013. Tillaga ríkisstjórnar- flokkanna ber öll merki þess að kosn- ingar eru í nánd en gert er ráð fyrir að fjármunum verði varið til þess að setja í gang ýmsar framkvæmdir sem ljóst er að kalla á enn frekari útgjöld ríkissjóðs á komandi árum. Athygli vekur að ekki er tekið á þeim vanda sem við blasir varðandi stöðu löggæslumála á Ísland í kjölfar þess mikla niðurskurðar sem staðið hefur yfir undanfarin ár. Ljóst er að draga hefur þurft úr útgjöldum ríkissjóðs en gæta þarf að því að ganga ekki of nærri öryggi íbúa landsins líkt og ég tel að gerst hafi varðandi lög- gæslumálin en uppreiknað hefur verið dregið úr fjárveitingum til lögreglunn- ar í landinu um 2,8 ma. króna á undan- förnum árum. Verkefni Lögreglustjórans á Suðurnesjum eru viðamikil og hefur embættið sætt sömu sparnaðarkröfu og önnur lögregluembætti. Embættið situr einnig uppi með gamlan halla upp á 186 milljónir en starfsmönnum embættis- ins hefur með samstilltu átaki tekist, samhliða niðurskurðinum, að greiða hallan niður um tæpar 50 milljónir. Á sama tíma hafa verkefni embættisins tengd aukist verulega vegna aukinnar flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Aukin umsvif flugrekstraraðilar skil- ar sér í auknum skatttekjum fyrir hið opinbera. Samkvæmt skýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata flugrekstrar á Íslandi er beint framlag flugrekstrar á Íslandi um 43,4 millj- arðar króna, þar af eru skattar 10,1 milljarður króna. Ljóst er að flug- völlurinn skapar þjóðarbúinu mikl- ar tekjur og eru tækifæri fólgin í því að sinna þeirri þjónustu vel. Skilvirk þjónusta er forsenda þess að hægt sé að standa við 35 mín tengitíma sem skilgreindur er fyrir Keflavíkurflugvöll og forsenda leiðarkerfis stærsta not- anda flugvallarins. Farþegaspá gerir ráð fyrir áframhaldandi auknum farþega- fjölda . Flugvöllurinn getur því skilað þjóðarbúinu enn meiri tekjum ef rétt er haldið á spöðunum. Við aðra umræðu fjárlaga er lögð fram tillaga um að bæta 32 milljónum króna við fjárveitingar embættisins vegna verkefna tengdum flugvellinum og því bera að fagna. Ljóst er að í fjárlögum 2013 er ekki tekið á vanda lögreglunnar í landinu í kjölfar þess gríðarlega niðurskurð- ar sem löggæslan hefur þurft að sæta undnafarin ár. Alþingi ber við vinnslu fjárlaga ársins 2013 að forgangsraða í þágu öryggis íbúanna. Höfundur er Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár SANDGERÐISBÆR Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.