Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 27.06.2013, Blaðsíða 4
4 27. júní 2013 Álver eða ekki álver í Helguvík ? Orkumál og virkjunarmál hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks boða endurskoðun á rammaáætlun. Það mun t. d. þýða að opnað verður fyrir að virjað verði í neðri hluta Þjórsár. Í umræðunni er mikið fjallað um fram- kvæmdir við álver í Helguvík. Dregin hefur verið upp sú mynd að ekki sé til nægjanleg orka til að starfsmemi þar geti farið af stað. Margir hér á Suðurnesjum spyrja er það virkilega svo að ekkert verði úrt framkvæmdum eða rekstri álvers í Helguvík næstun árin. Reykjanes leitaði svara um stöðu mála og framtíðarhorfur hjá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðarráðherra, Oddnýjar G. Harðardóttur, alþingis- manns og Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls. Staða framkvæmda í Helguvík Framkvæmdastjóri Atvinnu-og hafnaráð skýrði frá stöðu mála vegna álversins og kísilversins í Helgu- vík og öðrum framkvæmdum sem eru tengd stóriðjuframkvæmdunum. En öll þessi verkefni eru háð orkuöflun til Helguvíkur, sem eru í fullri vinnslu. Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls. Þúsundir ársverka í húfi Norðurál er fyrir sitt leyti til-búið að ljúka byggingu og hefja rekstur álvers í Helguvík. Það sem vantar er staðfesting á orkuaf- hendingu. Ef menn einhenda sér í að leysa það sem útaf stendur þá getur allt verið komið á fulla ferð síðar á árinu. Öll leyfi og samþykktir fyrir 250 þúsund tonna álveri liggja fyrir. Fyrstu áfangarnir í Helguvík eru um 180 þúsund tonn samtals og nota rúmlega 300 MW. Samkvæmt ný- legum fréttum gæti verið til ónýtt orka í landinu sem nemur 100 til 200 MW eða um helmingur þess sem þarf. Þetta er orka sem hægt er að selja strax án nokkurrar fjárfestingar. Það þarf því ekki mikið til að komast á beinu braut- ina, af nógu er að taka fyrir þetta verk- efni og ýmis önnur verkefni samkvæmt nýsamþykktri rammaáætlun. Enginn vafi er á því að Helguvík hentar vel fyrir álver. Hafnaraðstaða þar er góð og öflug þjónustu, byggingar- og þekkingarfyrirtæki í nágrenninu. Þarna er stórt atvinnusvæði með ríflega 21 þúsund íbúa og aðgangur að vel mennt- uðu og hæfu vinnuafli. Ef ráðist er í uppbyggingu 180 þús- und tonna álvers, þá má ætla að um 5.000 ársverk skapist á um það bil fjórum árum, þ.e. 1.000 til 1.500 störf á hverjum tíma í um 4 ár. Af þessum framkvæmdum skapast síðan 1.000 var- anleg störf, bæði bein og óbein. Hér er því mikið í húfi. Árni Sigfússon,bæjarstjóri Spurning um verð fyrir orkuna – ekki magnið! Eins og án efa kemur ítrekað fram hjá öðrum sem hér er rætt við er til næg orka í landinu- rammaáætlunin staðfestir það, hvort sem stuðst er við þá áætlun sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sam- þykkja hvað þá með þeim viðaukum sem nú verða gerðir af nýju þingi. Það er frábært að finna þann ein- arða stuðning sem þetta verkefni fær nú hjá báðum ríkisstjórnarflokk- unum. Ragnheiður Elín, iðnaðarráð- herra, talar mjög skýrt í þessu máli og ég veit að hún hefur hitt forsvars- menn verkefnisins ítrekað og kallað eftir framgangi. Það þýðir a.m.k. að ríkisstjórnin mun ekki íþyngja væntanlegum samningum með skattahækkunum eða hækkunum á flutningskostnaði. Hún vill liðka til fyrir að þetta verði. Ekki efa ég að allir þingmenn kjör- dæmisins munu leggjast fast á árar til stuðnings þessu máli. Eftir stendur að semja um orkuverð. Þar þarf tvo til, þann sem vill kaupa og þann sem vill selja. Sá sem vill selja orkuna þarf að tryggja að hann fái ásættanlegt verð fyrir orkuna. Hann þarf jú að virkja með tilheyrandi kostnaði. Sá sem vill kaupa þarf að tryggja að það verð sem hann kaupir orkuna á sé þolanlegur hluti af rekstr- arkostnaði til framtíðar og í samræmi við söluverðmæti vörunnar. Nú þurfa þessi aðilar þ.e. Norðurál annars vegar og hins vegar HS Orka, landsvirkjun og Orkuveitan að ná saman um verðið. Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður: Brýnt að niðurstaða fáist sem allra fyrst Ekki þarf að fara yfir það með okkur Suðurnesjamönnum hvaða áhrif álver í Helguvík hefði á samfélögin. Því myndi fylgja fjöldi starfa bæði við álverið og einnig margvísleg störf vegna þjónustu við álverið. Biðin eftir því er orðin löng og afar brýnt fyrir okkur Suðurnesjamenn að niðurstaða fáist sem allra fyrst um hvort það tekur til starfa eða ekki. Samningar á viðskiptalegum grunni Ef HS Orka og Norðurál ná ekki saman um orkuverð þá mun álver í Helguvík ekki verða að veruleika. Jafnvel þó sá samningur náist þarf til viðbótar að ná samningum við önnur orkufyr- irtæki um þá orku sem uppá vantar fyrir starfsemina. Vonandi kemur niðurstaða í þær viðræður sem fyrst því aðalatriðið er uppbygging atvinnu á Suðurnesjum. Á meðan samningar takast ekki líður tíminn og lengist sem fer í að bíða eftir atvinnutækifær- unum. Önnur tækifæri sem gætu nýst Suðurnesjamönnum fara framhjá þar sem öll orka sem mögulega er hægt að finna er upppöntuð fyrir álverið sem kannski kemur. Það skiptir því mjög miklu máli að niðurstaða fáist þannig að álverið fari sem fyrst í gang eða að öðrum kosti svo setja megi kraft í að fá önnur fyrirtæki á svæðið. Við skulum ekki gleyma því að fyr- irtækin hvert um sig hugsa um sinn hag fyrst og fremst en það er hlutverk sveitarstjórnarmanna og þingmanna að gæta að hag almennings. Er til næg orka? Þegar sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum voru að fjalla um og undirbúa að álver í Helguvík gæti tekið til starfa var talið að helsta vandamálið væri orkuflutningur og samningar um línulagnir við sveitar- félög. Við sveitarstjórnarmenn vorum fullvissaðir um á hverjum fundinum á fætur öðrum að næg orka væri fyrir hendi af forstjóra Hitaveitu Suðurnesja og þáverandi formanni stjórnar hitaveitunnar, bæjarstjór- anum í Reykjanesbæ. Ef efasemdir komu upp í umræðunni var farið yfir tækifærin sem fælust í djúpborun og tilraunir með borholur sem framleitt gætu margfalt meiri raforku en aðrar borholur. Vonir sem bundnar voru við djúpborun á þeim tíma voru byggðar á ofmikilli bjartsýni og nú er ljóst að sú tækni bjargar engu í orkumálum í nánustu framtíð. Rætt er um að skortur sé á þekkingu og reynslu á rekstri jarðhitavirkjana. Flestir sérfræðingar segja að aldrei sé hægt að fullyrða neitt um virkjun á þeim svæðum. Þar sé alltaf ákveðin óvissa til staðar og þess vegna þurfi að bora rannsóknarholur til frekari upplýsingaöflunar áður en vinnslu- holur eru boraðar. Ég held að í raun sé ekki vitað með vissu hve mikla orku HS Orka geti afhent til álversins fyrr en frekari rannsóknir hafa farið fram. Rammaáætlun Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fór í einu og öllu eftir lögbundnu ferli rammaáætlunar. Stjórnarandstaðan þáverandi hélt öðru fram og klifaði stöðugt á “pólitískum fingraförum” sem þyrfti að afmá og boðuðu að ef þau kæmust til valda yrði rammaáætlun breytt. Nú eru þau komin til valda og umhverfisráðherra hefur nú þegar gefið það út á heimasíðu ráðuneytis- ins að rammaáætlun verði ekki breytt og áherslur verði áfram í samræmi við lög um rammaáætlun og fyrirliggjandi þingsályktunartillögu. Þessari hugar- farsbreytingu umhverfisráðaherrans fagna ég þó hinir sem kusu stjórnar- flokkana vegna loforða um á breytingu á rammaáætlun, fagni varla með mér. Ef virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verða að loknu faglegu mati flokkaðar í nýtingarflokk fer nýtt umhverfismat fram og mögulegt er að ráðast í virkjanaframkvæmdir að því loknu. Ef virkjanakostirnir verða flokkaðir í verndarflokk þá fer frið- lýsingarferlið í gang. Að rammaáætlun hefur verið unnið í fjölda ára og að síð- asta áfanganum síðan árið 2007. Með rammaáætlun er fengin framtíðar- sýn sem myndar skýran grunn undir stefnumótun stjórnvalda og áætlana- gerð atvinnulífsins og um leið undir- strikar hún mikilvægi náttúruverndar. Ég fagna því að ný ríkisstjórn ætli, eins og sú fyrri, að fara eftir lögbundnu ferli og vinna þannig að sátt um vernd og nýtingu orkusvæða. Ragnheiður Elín Árnadóttir,iðnaðarráðherra Gríðarlega mikilvæg framkvæmd Eins og allir vita er ég eindreginn stuðningsmaður þess að álverið rísi í Helguvík og hef ítrekað sagt að ég muni gera allt sem ég get í krafti míns embættis til að svo megi verða. Með öðrum orðum – ég mun gæta þess að það stoppi ekkert á mínu borð sem varðar þetta verkefni. Ríkis- stjórnin er einhuga um þetta og hafa formenn beggja stjórnarflokkanna lýst stuðningi við þessa framkvæmd. Ég hef ekki mestar áhyggjur af því að ekki sé til nægileg orka – spurningin snýst um verð fyrir orkuna. Þar verða menn að ná samkomulagi og ég vona að niður- staða fáist í það sem allra fyrst. Ríkis- valdið kemur ekki að þeim samningum og á endanum er þetta alltaf ákvörðun sem tekin er á markaðsforsendum. En ég trúi því að stuðningur stjórnvalda skipti máli og það að menn finni að verkefnið er velkomið. Þetta er gríðar- lega mikilvæg framkvæmd, ekki bara fyrir okkur Suðurnesjamenn, heldur landsmenn alla og óþolandi að búa við þessa óvissu ár eftir ár. Ég mun gera mitt til þess að henni verði eytt.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.