Alþýðublaðið - 19.11.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið
Oeíið út sil Alþýðuílokknum.
1919
Miðvikudaginn 19. nóvember
19. tölubl.
Haflð þér reykt Teofani?
Þar, sem þjóðfélagsskipun er á
lægsta stigi og fátt er gert í sam-
-einingu, þar sem einstaklingarnir
4)auka hver í sínu horni, eru
akattarnir eðu gjöldin til hins
'opinbera lítil sem engin. Hinar
aiiklu fornþjóðir létu flestar hin
undirokuðu skattlönd greiða ríkis-
gjöldin. Á miðöldunum var því
avo háttað í þeim löndum, sem nú
$iafa komist lengst á braut hinnar
svonefndu menningar, að fastar
álögur á alþjóð voru sjaldgæfar,
■on þegar eitthvað mikið lá við,
^ögðu höfðingjarnir skatta á þjóð-
ina, sem féllu niður jafnskjótt
®em bætt var úr þörfinni. Á ein-
veldistímunum er fyrst farið að
ieggja fasta skatta á alþjóð, og
fara þeir sívaxandi úr því, þangað
*il nú á stríðsárunum, að þjóð-
irnar hafa neyðst til þess að
snargfalda Þá. Þó nemur aukning
akattanna tæplega eins miklu og
■verðfall peninganna.
íslenzka þjóðin hefir ekki held-
’br farið varhluta af aukning
akattanna. Til þess að reyna að
iialda fjárhag þjóðarinnar í horf-
™u, hafa því síðustu alþingi rembst
við að tolla alla skapaða hluti,
einkum það, sem ómögulegt er að
framleiða í landinu. Svo að segja
iiver einasti munnbiti, sem hvít-
voðungurinn og alt til gamal-
snennisins lætur sér í munn, er
tollað. Klæðnaðurinn, hitinn, ljósið,
húsaskjólið, meira að segja svefn-
inn, alt er tollað. Og nú virðast
ráðgjafar þjóðarinnar að þrotum
^romnir með það, hvernig þeir
eigi að afla nauðsynlegs fjár til
t>ess, að hið yngsta ríki á Norður-
löndum fari ekki undir hamarinn
^g verði boðið upp eins og hrepps-
ömagi á einhverri næstu alþjóða-
samkundu.
Sé vel og viturlega farið með
fé, sem landinu áskotnast, er
^kkert við því að segja, þó skatt-
arnir séu háir, komi þeir þá
á bak þeirra, sem helzt mega
við því að greiða þá. En eins og
þeim nú er fyrir komið, að þeir
allflestir eru óbeinir (o: tollar),
greiðir fátæklingurinn, sem eyðir
8/i tekna sinna, eða oftar öllum
tekjunum, til matar og hins allra
nauðsynlegasta, margfalt hærri
skatt tiltölulega en efnamaðurinn,
sem ef til vill eyðir aðeins V*
tekna sinna eða minna til hins
sama; afganginn getur hann svo
notað til þess að auka á þægindi
sín og efla auð sinn.
Nágrannaþjóðir vorar, einkum
Danir, komu á hjá sér stríðsgróða-
skatti, nógu snemma til þess, að
hann kæmi að einhverju gagni.
En íslenzka þjóðin var fljótari til
þess, að ganga mótstöðulítið, að
því er virtist, að ósvífnum kröf-
um hinna drembilátu, en smásál-
arlegu Engilsaxa, en ,að koma á
hjá sér stríðsgróðaskatti, meðan
tækifæri var til. Allir vita, að t. d.
ýmsir heildsalar hafa á stríðsár-
unum orðið stórefnamenn, eftir
íslenzkum mælikvarða. En alt átti
að gerast þegar stríðið var búið,
þá átti að jafna hallann!!!
Annars var það upphaflega ekki
ætlun mín, að hefja ádeilu á nú-
verandi stjórn; hún hefir haft í
mörg horn að líta, og landsmenn
hafa með deyfð sinni og fram-
kvæmdaleysi altof mjög trassað
að rétta henni hjálparhönd.
Eg gat þess áður, að forráða-
menn þjóðarinnar virtust að þrot-
um komnir með ráð til þess, að afla
nægilegs fjár til nauðsynlegra þarfa,
hvað þá til þess, að auka fjárþol
landsins. Það er sízt að undra,
þótt að því reki, að jafn-fámenn
þjóð og við erum, íslendingamir,
getum ekki risið undir næglega
háum sköttum til þess, að fram-
kvæma allar þær umbætur, sem
gera þarf á jafn-strjálbýlu og víð-
áttumiklu landi og ísland er. Auð-
vitað heflr landið aðrar tekjur en
skattana, en þær 6ru hverfandi.
Nú er mér spurn, hvers vegna
ætti landið ekki að auka beinar
tekjur sínar á kostnað annara
þjóða, með því að gerast fram-
leiðandi? Hví ekki að nota fiski-
miðin umhverfls landið, til þess
að auka gjaldþol landsins bein-
línis? Það er staðreynd, að þeir,
sem lagt hafa stund á sjávarútveg,
einkum útgerð togara, hafa stór-
grætt bæði á stríðsárunum og
fyrir þau. Þeir hafa ekki haft
þúsunda, heldur miljóna hagnað,
og það af örfáum skipum. Enginn
getur með sanni sagt, að landið
standi ver að vígi, hvað útgerð
snertir, en einstaklingarnir. Enn
hefir það lánstraust, engu síður
en þeir. Enn er ekki of seint að
bjarga við fjárhag þess, ef farið
verður að ráðum þeirra, sem bezt
vilja landi og lýð. Og enn eru til
þeir íslendingar, sem ekki eru
slíkir ættlerar, að þeir svíki land
sitt í trygðum og dragi sér vilj-
andi fé hins unga kóngsríkis hve-
nær sem færi gefst, þótt svo virð-
ist, sem helzt til margir hafi
stundum rétt ágirndarkrumlurnar
af alt of mikilli græðgi niður í
kjötpott landsins.
Að landið tapar ekki á fyrir-
tækjum þeim, sem það ræðst í,
sýna ljóslega síma- og póstreikn-
ingarnir, og svo skipaútgerðin nú
upp á síðkastið. Á henni græddi
landið s.l. ár um x/a miljón króna,
þrátt fyrir 160 þús. kr. tap á
strandferðunum. Og svo eru til
þeir menn, eða öllu heldur þær
mannleysur, sem vilja láta landið
hætta skipaútgerðinni, í stað þess
að það ætti að auka hana að
mun. Þeir, sem gefa slíkt í skyn,
meðan landinu í heild er hagur
að útgerðinni, eru þjóðfélaginu
hættulegri en allar sóttkveikjur