Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Qupperneq 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Qupperneq 5
1 Örn Bjarnason Er orðasmíð hættuleg? »... að eftir því sem tœknilegri sérmenntun íslenzkra lœkna fleygir fram og þeir verða, hver í sinni grein og þó einkum sameiginlega, leiknari í að leysa af hendi œ vandasamari lœknisverk, hrakar almennri menntun þeirra uggvœnlega. Er þar Ijósast til vitnisburðar, hve ört þeim íslenzkum lceknum fer fœkkandi, sem taldir verða bœnabókarfœrir, er á það reynir, að þeir leitist við að gera grein fyrir lœknisfrœðilegum efnum, hvort heldur er lcerðum eða leikum, en hér rœðir um hina allra minnstu kröfu, er gerð verður til lœknis sem menntamanns« (1). SKILGREININGAVEIKIN SKELFILEGA Nýverið kom út rit, þar sem sagt er frá nýjum sjúkdómi, skilgreiningaveikinni (2). Kvillinn er af eðlilegum ástæðum ekki skilgreindur, þar sem höfundur staðhæfir, að veikin felist einmitt í trúnni á nákvæmar skilgreiningar. í samræmi við það upplýsir hann að sjálfsögðu ekki, hvað nákvæm skilgreining er og jafnvel ekki hvað hann á við, þegar hann nefnir skilgreiningu. Höfundurinn forðast raunar allar skýringar, því að ella væri væntanlega hægt að bera á hann að hann hafi verið að skilgreina og þar með að hann sé með veikina. Ekkert slíkt hendir hann, enda uppgötvaði hann sjúkdóminn og kann því auðvitað manna bezt að varast hann. Nú hlýt ég að gefa ég mér það, að höfundurinn hafi kynnt sér rækilega hina almennu íðorðafræðakenningu Wiisters, sem er uppspretta þeirra aðferða, sem orðasmiðir með skilgreiningaveikina beita. Ég gef mér það einnig, að hann hafi hafnað kenningunni af þeirri ástæðu, að hann telji að Wuster fari með staðlausa stafi, fremur en þeirri sem Wiister sjálfur gerði ráð fyrir (3). Höfundurinn setur fram tilgátu um orsakir veikinnar: »Ég hygg að skilgreiningaveikin kunni að vera ættuð úr þeirri háskólakennslu þar sem stúdentum er ætlað að læra utanbókar doðranta með hörðum skilgreiningum, og romsa því öllu upp úr sér nákvæmlega réttu á prófum. Svo festast þeir í þessum lærdómi og sjá ekki annað en hinar réttu skilgreiningar til æviloka af því að þeir þurfa svo sjaldan að hu_gsa. Svona eru bæði læknar og lögfræðingar á Islandi menntaðir til þessa dags. Kannski verkfræðingar séu það líka.« (2) Ekki man ég nákvæmlega hvað mér fannst um kennsluna í lagadeild í þá tíð, en grun hafði ég um það, að hugsun væri mjög mikilvæg in iurisprudentiae, því það man ég greinilega, að við leituðumst við að tileinka okkur það sem á illri dönsku heitir »júrídískur þankagangur«. Nú hefi ég ekki tök á því, að komast að raun um það, hvort annað fólk er að hugsa og þaðan af síður hvað það hugsar. Mér vitanlega hafa verkfræðingamir ekki ennþá lagt læknisfræðinni til nein skynvíkkandi tæki, sem gera okkur kleift að greina hugsun. Ég get þess vegna aðeins greint frá þeirri trú minni, að lögfræðingar séu æði oft að hugsa og víst er um það, að allir þeir verkfræðingar sem ég þekki, em skelfilega rökfastir, svo eitthvað bera þeir við að hugsa líka. ERU KENNARARNIR í LÆKNADEILDINNI ÓHÆFIR? Ekki veit ég heldur, hvort læknar hugsa minna [eða hvort þeir þurfa sjaldnar að hugsa] en lögfræðingar og verkfræðingar. Hitt veit ég, að höfundurinn fer villur vegar, þegar hann lýsir læknakennslunni hérlendis (2). Hann veit líklega ekki af því, að kennaramir em margir í hverri grein og aldeilis ekki sammála um alla hluti; að stúdentamir fá yfir sig allt það nýjasta, sem kom fram á erlendum ráðstefnum og þingum næstliðins sumars; eða var það á námskeiðinu í síðustu viku? Auk þess em hinir læknamir líka alltaf eitthvað að troða í vesalings stúdentana; taka doktorsheitið svo alvarlega, að þeir eru að kenna, þrátt fyrir

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.