Innsýn - 01.02.1979, Blaðsíða 10

Innsýn - 01.02.1979, Blaðsíða 10
10 HEILBRIGÐI OG HOLLUSTA VATN Hvort sem maður er heil- brigður eða sjúkvir, er vatn með þeim bestu blessunum, sem við fáum. Það er drykk- ur, sem Guð hefur gefið bæði mönnum og dýrum til að slökkva þorsta sínum með. Hreint vatn hjálpar líkaman- um til að standast sjúkdóma og það er nauðsynlegt fyrir líkamann til að geta fengið full not af nauðsynlegustu næringarefnunum og salti. Vatn getur á margan hátt minnkað sársauka. Að drekka glas af tæru, heitu vatni fyrir hverja máltíð er allt- af gott. Margir gera það glappaskot að drekka kalt vatn með matnum. Maturinn byrjar ekki að meltast fyrr en vatnið hefur sogast upp í líkamann og ef vatnið er kalt, þá þarf maginn að byrja á því að hita það svo að soga það upp þannig að meltingin seinkar mjög mikið. Ef sjúklingar með hita myndu fá nóg að drekka og einnig ýmis konar útvortis vatnsbakstra (sem við þekkj- um lítið hér) hefðu margar nætur og dagar með kvölum og erfiðleikum orðið betri og mörg líf bjargast. Við notum vatn til að slökkva í logandi húsi, svo þegar sjú sjúkt fólk liggur í óráði vegna hita fær það ekki að slökkva hann með því efni sem náttúran hefur upp á að bjóða, og Guð hefur ætlast til að við notuðum til svo margs, sem við hugsum ekki út í. Vonandi verður þessi þáttur okkur öllum til gagns og gamans. Ef þið eigið góðar upp- skriftir af grænmetismat og önnur góð ráð yrði ég mjög glöð að heyra frá ykkur.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.