Alþýðublaðið - 19.11.1919, Side 3

Alþýðublaðið - 19.11.1919, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 V erdleikarnir eða peiiin garuir ? Hinn nýji fyrsti þingm. Reyk- víkinga er kosinn með 2589 at- kvæðum. Þessi nýji þingmaður, hr. Sveinn Björnsson, hefir áður verið tÍDgmaður Reykvíkinga, en féll við kosningarnar haustið 1916. Hvernig stendur á því að at- kvæðatala hans hækkar nú úr lið- ie8a 500 atkvæðum upp í 2589 ? Hvaða afreksverk hefir hr. Sv. unnið á þessum þrem árum sem gert hefir að verkum að at- kvæðafjöldinn hefir vaxið svona gífurlega ? Því er fljótsvarað: Hann hefir ekkert gert. En auðvaldið hefir álitið hann fieppilegasta manninn til þess að hampa framan í þá „háttvirtu", sem koma til þess að kjósa, af t>ví þeir eru sóttir í bílum, en láta sig að öbru leyti engu skifta lands- Baál — sumir þessara manna hafa líka fengið borgun fyrir ab fara °g kjósa, nokkrar krónur, borgun út í hönd! Hr. Sv. Bj. hefir áður verið fyrsti þingmaður Reykvíkinga, en verðleikarnir feldu hann. Ædi að það geti ekki farið eins aftur. tfljiingiskosningarnar. í Vestur-ísafjarðarsýsln er kosinn Ólafur Proppé með 391 atkv. Kristinn Guðlaugsson á Núpi fékk 254 atkv, Vafi leikur á Uffi 15 seðla. í Bangárvallasýsln eru kosnir þeir Gunnar Sigurðsson frá Selalæk með Í55 atkv. og Guðmundur Guðfinnsson með 381 atkv. Eggert Pálsson fékk 252 atkv., Einar Jónsson 165, Skúli Thorarensen 107 og Guðm. Erlendsson 69. 14 seðlar voru ógildir og 1 auður. Yörur sínar eiga menn að kaupa í Kanpíélagi Verkamanna. Laugaveg ðð A. Sfmi 738. Xoii konungnr. Eftir Upton Sinclair. Fyrsta bók: Itíki Kola konungs. (Frh.). „Eg sá þó auglýsingu niðri hjá stöðinni", sagði Hallur. „Það er gömul auglýsing", sagði Bill. „Og eg hefi gengið allan þennan veg til einskis". Það er léttara, að ganga undan brekkunni". „Já, en það er komin nótt“. „Ertu myrkfælinn, drengur minn“? spnrði Bill gletnislega. „0, slúður", sagði Hallur. „Veitið þið nú fátækum vesaling einhverja vinnu. Get eg ekki á einhvern hátt goldið dvöl mína, eða að minsta kosti fengið bekk til þess að liggja á í nótt“. „Hér er ekki neitt handa yður“, sagði Bill og gekk inn í varðstof- una. Hinn maðurinn stóð og hafði sterkar gætur á Halli, og var alls ekki sem vingjarnlegastur. Hallur reyndi að tala máii sínu við hann, en hann endurtók aðeins þrem sinnum: „Reynið nú að komást af stað“. Að lokum lét Hallur sér segj- ast, gekk lítið eitt ofar á veginn, og settist síðan niður og tók að hugsa mál sitt. Honum íanst það svo heimsku- legt og órökrétt, að setja upp aug- Jýsingu á almanna færi í Pedró, þar sem stóð skráð, að óskað væri starfsmanna, og festa upp tilkynningu í Western City, sem narraði fólk 23 rastir upp til fjalla, aðeins til að vísa því burt án allra minstu skýringa. Hallur þótt- ist þess fullvís, að næga vinnu mundi að fá innan við lokaða hliðið, aðeins ef honum tækist að ná tali af yfirmönnunum. Ilann stóð á fætur og gekk lítið eitt áleiðis ofan eftir veginum, þangað I sem járnbrautin lá yfir hann. Þarna lá brautin í boga upp til námanna. Þetta blés honum í brjóst ráði til þess að sigrast á erfiðleikunum. Hann ætlaði að reyna að komast að námunum, með þvi að ganga fram með járn- brautarteinunum. Það virtist vera mjög auðvelt, því að brautin lá fram bjá girðingum, éftir dalverpi, skamt frá varðstöðinni. Tekið var þegar að dimma. Hallur hafði gengið lotinn og hræddur í huga, og var kominn fram hjá mörkunum, þar sem að- vörunaraugiýsing var fest upp, en þá heyrðist honum alt í einu hrópað, og hann sá varðmanninn koma hlaupandi eftir götu einni, sem lá frá hliðinu, og stefndi í áttina til sín. Félagi hans, Bill, fylgdi honum fast eftir. Hallur sá það, að hann hafði tapað, og sneri sér því við, til þess að halda á braut, og sagði ekkert orð. En vörðurinn lét sér það ekki nægja. Hann skammaði Bill svo kröftuglega, að því verð- ur eigi með oröum lýst. Hann tók í kraga Halli, hristi hann og skók og sparkaði síðan þar í hanD, sem náttúran hefir ætlast til að sparka skuli. Hallur komst aftur á fætur, og er náunginn hélt á- fram að elta hann, barði hann hann svo fyrir brjóstið, að hann reikaði. Eldri bróðir Halls hafði kent honum að beita knefunum, og hann bjóst nú til varnar gegn hinum fjandmanni sínum. En ósam- lyndi virtist eigi jafnað á svo einfaldan hátt í námunum. Pilt- urinn nam staðar, og alt í einu var skammbyssuhlaupi beint að Halli. „Réttu upp angana", grenjaði Bill. Þetta haíði Hallur aldrei áður heyrt sagt, en merkingin var greinileg, svo að hann rétti upp hendurnar. Og í sama bili réð fyrri fjandmaður hans á hann

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.