Innsýn - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Innsýn - 01.12.1986, Blaðsíða 10
£ haust var farið með yngri kynslóðina í Suðurnesjasöfnuði í smá ævintýraferð. Það reyndist vera sannkölluð ævintýraferð. Suma brast kjark, aðrir skulfu svo á fótleggjum að þeir máttu sig ekki bæra, aðrir duttu um koll og urðu að sitja það sem eftir var, og enn aðrir fengu bráða maga- kveisu og varð að halda á þeim út í bíl. Hinir... reyndar allir, skemmtu sér vel, og bíða með óþreyju eftir annari ferð... Hvert var haldið? Og hvað var gert? 3ú við hlóðum í bílana við Safnaðarheimilið í Keflavík kl 5:00 eftir hádegi, í norðan strekking og sudda al.lt í kring. Það hafði verið ákveðið að aðeins yrði farið ef ekki rigndi. Við svona rétt sluppum, því það rigndi ekki við safnaðarheimilið þegar lagt var af stað. Við keyrðum smá spotta, uppá Stapann, fram hjá Grindavíkurafleggjaranum, og beygðum svo til hægri, út í ófærurnar, reyndar fóru fínu drossíurnar ekki langt svo mannskapnum var hent út og skipað að bera farangurinn áfram. Hann samanstóð af reipi, hjálmi, fleygum, beltum, eldspýtum, kolum, kveikju- vökva og einhverjum hvítum, dúnmjúkum hnoðrum sem kallast marsmellows. Með þennan farangur var genaið spölkorn, yfir hæðina og þá kom þverhnípt hengiflug í ljós. Við urðum að klifra niður og vorum þá komin í fullkomið skjól fyrir vindi og nokkuð gott skjól fyrir regni. Reyndar sluppum við svotil alveg við rigningu þennan dag, og vorum við þó fram til 9:00 ÆVINTYRI ENN GERAST... um kvöldið. Eftir smá leit fundum við góðan klett, þver- hníptan, sléttan og háan, 10 metra vegg. Þar var stoppað, öllum farangri varpað á jörðina og farið í feluleik. Þá varð óhappið, einhver hljóp og rann til á sleipum kletti og lá með því sama á harðri móður jörð. Æ Æ! En áfram var haldið. Nú var klifrað upp, farinn einhver krókastígur til hliðar við þennan fræga klettavegg, og festingar settar, kaðlinum varpað niður og sá fyrsti lét sig húrra niður. Nú byrjaði fjörið fyrir alvöru. Einn af öðrum fóru krakkarnir upp krókastíginn, gengu fram að brún og létu sig svima örlítið áður en beltið var sett um mittið, bandi brugðið utan um eitthvert járnstykki sem líktist áttu í laginu og því krækt í beltið. En þá lá við að sumir guggnuðu, því nú átti að ganga afturá bak alveg að bjargbrúninni og fram af henni. Nei hættið nú alveg, hvernig átti aftur að hreyfa fótinn!? Hafði hún nokkuð bilað, tölvan sem staðsett er í hvelf- ingunni fyrir ofan herðar? Með smá verlegri leiðbein- ingu var þó hægt að koma fótleggjunum á sinn rétta stað, og niður var haldið. Þeir sem niðri biðu og horfðu á voru farnir að ókyrrast. Þeir vildu komast í fjörið og fannst heldur mikill seinagangur þarna uppi. "Hvað er þetta, komist þið ekki niður? Eruð þið eitthvað smeyk? Þetta er ekki neitt!" En það breyttist fljótt hljóðið í þeim sama þegar upp var komið. "Er þetta svona hátt?" læddist út úr honum. En niður var þó farið, og allir orðnir reynslunni ríkari og til í aðra ferð. Eftir svona áreynslu var mannskapurinn orðinn svangur, sem betur fer var eitthvað matarkyns með í ferðinni. Þar var að finna þann sóma drykk Svala, þjóðarréttinn Prince Polo, og svo þessa hvítu kodda. Meðan kolin brunnu og glóðin myndaðist voru allir sendir til að leita sér að dauðum trjágreinum, sem hægt væri að tálga til að nota sem steikaraprjóna. Þetta var heilmikið fjör, sumir vildu helst tálga greinar allt kvöldið og fá þannig afnot af dálknum eða exinni. En loksins var glóðin alveg mátuleg og allir settust í hring umhverfis glóðina (ekkert sameiginlegt með Glóðinni í Keflavík), hvítu hnoðrarnir settir á trjágreinarnar og síðan voru þeir steiktir yfir glóðinni. Þetta var hið 10

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.