Hagtíðindi - 01.10.1917, Síða 8
40
HAGTÍÐINDI
1917
landskosningarnar voru álíka margir karlar og konur (12 139 karlar
og 12 050 konur).
Við landskosningarnar greiddu atkvæði alls 5 873 kjósendur
eða 24.3 °/o af þeim, sem á kjörskrá stóðu. Hefur hluttaka í alþingis-
kosningum aldrei verið tiltölulega jafnlítil síðan 1874. Þetta stafar
þó sjerstaklega frá kvenkjósendunum, þvi að af körlum kusu 4 628
eða 38.i °/o, en af konum kusu aðeins 1 245 eða 10.3%.
61 kjósendur eða rúml. l°/o greiddu atkvæði á öðrum kjörstað
heldur en þar sem þeir stóðu á kjörskrá, og 138 eða rúml. 2%>
greiddu atkvæði brjeflega fyrir kjörfund, auk þeirra, sem ekki komu
til greina við kosninguna vegna þess, að þeir annaðhvort kusu brjef-
lega af öðrum ástæðum en fjarveru (svo sem fjarlægð frá kjörstað,
hestleysi, annriki, lasleika) eða skiluðu atkvæðabrjetunum á skakkan
kjörstað eða eftir kjörfund. Bárust landskjörstjórninni 40 slík ógild
atkvæðabrjef, er ekki voru talin með greiddum atkvæðum vegna
þess, að þau komust aldrei niður í atkvæðakassann. En af þeim
atkvæðum, sem þangað komu, voru 44 dæmd ógild við upplestur-
inn, en það er aðeins 3/í°/o af greiddum atkvæðum. Er það miklu
minna en verið hefur við nokkrar alþingiskosningar .siðan þær urðu
leynilegár og það jafnvel þó talin væru líka með brjeflegu atkvæðin,
sem ekki komu í atkvæðakassann.
Þjóðaratkvæði um |iegnskylduvinnu.
Jafnliliða alþingiskosningunum 21. okt. f. á. fór fram almenn
alkvæðagreiðsla meðal alþingiskjósenda um það, hvort lögbjóða
skyldi skylduvinnu fyrir alla heilbrigða karlmenn við verk í þarfir
hins opinbera einhverntíma á aldrinutn 17—25 ára, alt að 3 mán-
aða tíma í eiít skifti. Atkvæðagreiðslan fór þannig, að af 14 105
kjósendum er atkvæði greiddu um málið, greiddu 1 016 eða rúml.
7°/o atkvæði með, en 11 313 eða rúml. 80% móti þegnskylduvinn-
unni, 1 080 eða tæpl. 8°/o skiluðu auðum seðli og 696 atkvæði (um
5%) urðu ógild.
Prentsmiðjan Gutenbcrg.