Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.02.1958, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.02.1958, Blaðsíða 4
16 HAGTlÐINDI 1958. Þorskur Ýsa og lýsa Ufsi Langa Keila Karfi Stein- bítur Lúða Koli, allar teg. Annar fiskur Alls 1942 175 621 17 350 29 754 876 1 617 974 8 436 1 304 7 708 3 246 246 886 1943 188 890 13 886 34 282 1 088 1 181 3 703 7 740 1 063 5 480 2 187 259 500 1944 220 114 12 675 56 369 1 681 1 967 7 283 7 316 1 136 5 154 652 314 347 1945 215 947 14 084 27 206 2 637 1 501 10 286 6 998 1 593 4 948 826 286 026 1946 237 937 29 304 39 965 5 186 1 390 8 234 4 680 1 698 5 747 3 574 337 715 1947 246 197 35 212 40 235 9 047 1 579 10 215 6 788 2 051 9 486 1 433 362 243 1948 293 334 55 230 108 740 12 498 3 106 33 902 17 515 4 698 13 742 2 662 545 427 1949 314 554 69 733 84 755 12 274 4 148 61 108 20 673 5 861 15 499 4 390 592 995 1950 321 450 62 613 53 150 10 298 3 542 125 907 12 814 5 937 13 580 6 747 616 038 1951 326 939 57 003 74 096 10 929 3 510 166 501 17 273 6 626 12 769 10 723 686 369 1952 391 930 48 066 88 317 11 454 6 263 126 607 25 052 5 730 9 014 11 694 724 127 1953 515 211 56 364 73 151 11 470 6 306 157 488 24 041 4 798 8 086 13 117 870 032 1954 546 252 64 364 69 629 13 095 5 084 141 124 15 922 3 956 9 241 12 485 881 152 1955 536 768 67 039 47 843 11 693 5 179 110 269 14 681 3 219 10 903 12 414 820 008 Yfirlit þetta leiðir í ljós, að veiðimagn þorsks hefur aukizt stöðugt hér við land með aukinni sókn, nema árin 1945 og 1955, er hún hefur verið örlítið minni en næsta ár á undan. Ysuveiðin hefur hins vegar verið misjöfn. Hún óx mjög fyrst að stríðinu loknu og var það þakkað veiðilivíld í stríðinu. Árið 1950 tók ýsuveiðin aftur að þverra, en hefur aftur aukizt síðustu árin, aðallega á grunnmiðum, og er það talið stafa af friðun uppeldisstöðva ýsunnar innan stækkaðrar landhelgi. Ufsa- veiðin hefur verið mjög misjöfn, en hún hefur öðrum þræði farið eftir því, hversu mikið hefur verið eftir ufsanum sótzt. Veiði löngu og keilu hefur yfirleitt aukizt með aukinni sókn. Eftir karfanum var ekki verulega sótzt fyrr en 1948, er íslenzkir togarar tóku að veiða hann í ís fyrir Þýzkalandsmarkað.1) Sá markaður liélzt 1949, en það ár veiddu Þjóðverjar einnig mikinn karfa hér við land (23,7 þús. tonn á móti 5,2 þús. tonnum 1948). Árin 1950 og 1951 var mikil karfaveiði Islendinga á miðum hér við land, og að meiri liluta til vinnslu í verksmiðjum, en verð á lýsi var þá mjög hátt. En strax 1952 töldu sjómenn minnkandi karfa á íslenzkum mið- um og tóku að sækja karfaveiðar til Grænlands. Frá og með því ári hafa Þjóð- verjar veitt meiri hluta þess karfa, sem tekinn hefur verið við ísland. Karfaveiði þeirra hér við land komst upp í 118 þús. tonn árið 1953, en einnig þeirra karfa- veiði hér við land hefur farið minnkandi síðan. — Steinbítur veiðist aðallega á takmörkuðum svæðum liér við land, og hefur þar verið tekin um 70% árlega af allri steinbítsveiði á Norður-Atlantshafi. Getur því verið ástæða til að hafa áhyggjur af, að veiði lians liefur farið þverrandi hér við land á síðustu árum. Veiði lúðu fór vaxandi fram til 1951, en hefur síðan farið þverrandi. Minnkun kolaveiða íslend- inga varð aðallega árið 1952, er þeir hættu að nota dragnót við veiðarnar. Kola- veiði erlendra þjóða, er aðallega taka kolann á djúpmiðum, hefur hins vegar aukizt á síðustu árum. „Annar fiskur“ í yfirlitinu er að miklu leyti veiði, sem ekki er sundurgreind í skýrslum, og þar er líka skata, sem talsvert hefur verið veitt af hér við land sum árin, bæði af íslendingum sjálfum og öðrum, aðallega Bretum. Annars telja erlendar þjóðir sig veiða hér við land fleiri fisktegundir en koma fram á íslenzkum fiski- skýrslum. Allur sá fiskur er á yfirlitinu talinn sem „annar fiskur“, nema lýsa, sem talin er hér með ýsunni. Eftir skýrslum annarra þjóða ætti lýsan að vera um eða 1) Þess nknl getið, að karfavexði fyrir verksmiðjur var allmikil á árunum fyrir Btríð, frá 1935.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.