Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 14

Hagtíðindi - 01.03.1958, Blaðsíða 14
42 HAGTlÐINDI 1958 manna var með lagasetningu færð til samræmis við þær jafnóðum eða því sem næst, að nokkru eða öllu leyti. í kjarasamningum vinnuveitenda og stéttarfélaga 21. maí 1951 var ákveðið, að verðlagsuppbót skyldi breytast á þriggja mánaða fresti, frá 1. marz, 1. júní, 1. sept. og 1. des., samkvæmt kaupgjaldsvísitölu, er reiknuð væri út eftir framfærsluvísi- tölu næsta mánaðar á undan á áður greindan hátt. Á grunnlaun, er eigi væru hærri en almennt dagkaup Dagsbrúnar, þ. e. kr. 9,24 á klst., kr. 423,00 á viku eða kr. 1830,00 á mánuði, skyldi greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölunni, en á þann hluta grunnlauna, er væri umfram þessi mörk, skyldi greiða 23% verð- lagsuppbót. Með bráðabirgðalögum, nr. 75/1951, var ákveðið, að frá 1. júní 1951 skyldi greiða ríkisstarfsmönnum verðlagsuppbót eftir sömu reglum. Þessi ákvæði héldust óbreytt til 19. desember 1952. Þann dag voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli vinnuveitenda og stéttarfélaga. Samkvæmt J>eim skyldi frá 20. des. 1952 greida verdlagsuppbót eftir þessum reglum: Á grunnlaun, sem eigi væru hærri en kr. 9,24 á klst., kr. 423,00 á viku eða kr. 1830,00 á mánuði, skyldi greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum. Á hærri grunnlaun skyldi greiða verðlagsuppbót eftir kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 5 stigum allt að kr. 11,11 á klst., kr. 508,00 á viku eða kr. 2200,00 á mánuði, en á þann hluta grunnkaups, er væri umfram þessi mörk, skyldi greiða 23% verðlags- uppbót. Þó skyldu laun með verðlagsuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að við- bættum 5 stigum aldrei verða lægri en laun með verðlagsuppbót samkvæmt kaup- gjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum. Með lögum nr. 16/1953 var ákveðið, að ríkisstarfsmenn skyldu frá og með 20. desember 1952 fá verðlagsuppbót eftii sömu reglum og ákveðnar voru mcð hinum nýju kjarasamningum. Ákvæðin frá desember 1952 giltu til vors 1955. Samkvæmt kjarasamningum, er undirritaðir voru 28. apríl 1955 og næstu vikur, skyldi framvegis greiða verð- lagsuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum á allt kaup launþega innan Alþýðusambandsins. Verzlunarfólk í Reykjavík gerði 27. maí 1955 samning við vinnuveitendur um sams konar verðlagsuppbót frá og með 1. apríl 1955. Og með lögum nr. 46/1955 var ákveðið, að frá 1. júlí 1955 skyldi greiða ríkis- starfsmönnum verðlagsuppbót eftir kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum á grunnlaun kr. 34 560,00 á ári, en á þann hluta grunnlauna, er væri umfram þessi mörk, skyldi verðlagsuppbótin vera 23%. Ef hækkun heildarlauna starfsmanns samkvæmt þessum ákvæðum næði ekki 5%, skyldi greiða honum launauppbót til bráðabirgða, þannig að hækkun launa hans yrði 5%. Með lögum nr. 78/1955, er sett voru í sambandi við 'ný launalög (nr. 92/1955), var svo ákveðið, að frá árs- byrjun 1956 skyldi greiða verðlagsuppbót á öll grunnlaun ríkisstarfsmanna sam- kvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættuin 10 stigum. Var þá svo komið, að sömu reglur giltu um verðlagsuppbót allra launþega í landinu, og liefur haldizt svo síðan. Hinn 1. sept. 1956 átti kaupgreiðsluvísitalan (kaupgjaldsvísitalan að viðbætt- um 10 stigurn) að liækka úr 178 stigum í 184 stig, en liinn 28. ágúst 1956 setti ríkisstjórnin bráðabirgdalög um festingu verðlags og kaupgjalds, þar sem ákveðið var, að verðlagsuppbót skyldi áfram greidd samkvæmt vísitölu 178 til ársloka 1956. Hér var um að ræða allvíðtækar ráðstafanir og er þar um vísað til greinar í september- blaði Hagtíðinda 1956. Núgildandi ákvœði um greiðslu verðlagsuppbótar á laun eru í 36. gr. laga nr. 86 22. des. 1956, um útflutningssjóð o. fl. Þar er svo fyrir mælt, að á tímabiiinu 1. jan. til 28. febr. 1957 skuli greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaupgreiðsluvísi- tölu 178, en að liún skuli eftir það ákveðin sem hér segir: Á tímabilinu 1. marz

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.