Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.01.1964, Blaðsíða 6
2 HAGTlÐINDI 1964 og heitu vatni sem svarar 0,4 vísitölustigum. í flokknum „ýmis vara og þjónusta“ urðu verðhækkanir svarandi til 1,1 stigs vísitöluhækkunar (þar af fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur 0,7 stig), og í liðnum „beinir skattar og önnur gjöld“ hækkaði gjald til Sjúkrasamlags Reykjavíkur úr kr. 130,00 í kr. 170,00 á mánuði fyrir hjón. Svarar sú liækkun til rúmra 0,7 vísitölustiga. — Húsnæðisliðurinn hækkaði lítils háttar, eða sem svarar 0,15 vísitölustigum. Liður þessi fylgir breyt- ingum á rekstrarkostnaði íbúðarhúsnæðis, reiknuðum samkvæmt reglum, sem Kauplagsnefnd setti við gildistöku nýrrar vísitölu 1. marz 1959. Tekjur einstakra starfsstétta á árinu 1962 samkv. skattskrám 1963. Um alllangt skeið hafa verið birtar árlega í Hagtíðindum töflur, er sýna heild- artekjur einstakhnga og félaga og skattlagningu þeirra, sjá t. d. greinina „Tekjur árið 1961 og skattlagning þeirra 1962“ í júníblaði Hagtíðinda 1963. Þessar töflur hafa sýnt tölu framteljenda og nettótekjur til skatts í Reykjavík, kaupstöðum og sýslum, en hér hefur ekki verið um að ræða neina flokkun framteljenda eftir starfsstéttum, enda hafa ekki verið tök á að framkvæma hana eins og skattskrár hafa legið fyrir. Auk þess voru miklir örðugleikar á að hagnýta skattgögn hreppa til hagskýrslugerðar, meðan gamla skattkerfið með 218 skattanefndum var við lýði. En er skattkerfinu var breytt með lögum nr. 70/1962, um tekjuskatt og eignar- skatt, og landinu öllu skipt í 9 skattumdæmi með skattstjóra fyrir hverju þeirra, gerbreyttist aðstaða til skýrslugerðar á grundvelli skattgagna. Þar við bættist, að á fyrsta álagningarári hinnar nýju skattskipunar, 1963, voru framtöl alls lands- ins tekin á gatspjöld tfl vélaúrvinnslu í fyrsta sinn. Síðan á árinu 1954, eða árið eftir að þjóðskráin tók til starfa, hefur Skattstofan í Reykjavík látið skýrsluvélar reikna út skatta og gjöld og framleiða skattskrár og önnur starfsgögn, þar á meðal innheimtugögn. Brátt fóru skattstjórar og skattanefndir á Suðvesturlandi og víðar að láta skýrsluvélar vinna þessi störf, með aðstoð Skattstofunnar í Reykjavík, sem skipulagði störfin og bjó verkefnin í hendur Skýrsluvéla ríkisins og Reykja- víkurborgar. Á árinu 1963 voru loks framtöl alls landsins tekin til vélmeðferðar að því er snertir tekjuskatt og önnur þinggjöld. — Þetta tvennt, ný umdæmaskipun og ákvörðunin um að vinna skattgögn alls landsins í vélum, leiddi til þess, að Hagstofan ákvað að stofna til nýrrar skýrslugerðar, er sýndi tekjur starfsstétta þjóðfélagsins samkvæmt árlegum skattgreiðendaskrám. Tilhögun þessarar nýju skýrslugerðar er í aðalatriðum þessi: Á framtal hvers manns ritar skattstjóri 2ja stafa tölu, sem gefur til kynna starfsstétt hlutaðeig- anda samkvæmt flokkunarreglum Hagstofunnar. Auk þess var að þessu sinni rituð á framtalið tákntala, er sýndi, hvort framteljandinn byggi í eigin húsnæði eða ekki. Starfsstéttarmerki hvers manns er ákveðið með hhðsjón af upplýsingum launa- miða um launamóttakanda og hvers eðlis starfið er, þótt fleira komi þar til greina. Ef framteljandi tilheyrir fleiri en einni starfsstétt samkvæmt tekjuframtali, þá ákvarðast flokkun lians yfirleitt af því, fyrir hvaða störf eða hvers eðlis hæsta tekjufjárhæðin er. Þegar þar að kemur eru þessar sérstöku tákntölur gataðar í gatspjöld ásamt þeim upplýsingum framtals, sem nota þarf við álagningu skatta og gjalda. Allar þessar upplýsingar eru með aðstoð skýrsluvéla fluttar í önnur spjöld, sem í er nafn hlutaðeigandi framteljanda, lögheimih hans, fæðingardagur, hjú- skaparstétt, nafnnúmer o. fl„ aht samkvæmt þjóðskrá, en hún lætur í té skrár á gatspjöldum með þessum uppl., miðað við næstl. 1. des. Þá er gerð hafa verið shk spjöld með almennum persónuupplýsingum og sérupplýsingum framtals fyrir aUa

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.