Hagtíðindi - 01.05.1970, Side 12
80
HAGTÍÐINDT
1970
Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík í maíbyrjun 1970.
Útgjaldaskipting Vísitölur.
miðuð við 10.000 kr. Janúar
nettóútgj. á grunntíma 1968=100
Jan. Febr. Maí Maí 1 Febr. Maí
1968 1970 1970 1969 1 1970 1970
A. Vörur og þjónusta:
Matvörur 2.671 3.869 3.992 129 145 149
Þar af: Brauð, kex, mjölvara 277 405 417 134 146 151
Kjöt og kjötvörur 743 1.019 1.048 121 137 141
Fiskur og fiskvörur 219 352 354 130 161 162
Mjólk, mjólkurvörur, feitmeti, egg 755 1.131 1.158 130 150 153
Ávextir 235 289 315 126 123 134
Aðrar matvörur 442 673 700 151 152 158
Drykkjarvörur (kaffi, gosdrykkir, áfengi o. fl.) .... 345 518 536 136 150 155
Tóbak 262 347 370 129 132 141
Föt og skófatnaður 1.159 1.635 1.678 131 141 145
Hiti og rafmagn 384 535 563 128 139 147
Heimilisbúnaður, hreinlætisvörur o. fl 795 1.103 1.145 127 139 144
Snyrtivörur og snyrting 171 243 259 126 142 151
Heilsuvemd 197 280 307 128 142 156
Eigin bifreið 867 1.203 1.245 132 139 144
Fargjöld o. þ. h 159 249 256 143 157 161
Síma- og póstútgjöld 128 164 164 128 128 128
Lestrarefni, hljóðvarp, sjónvarp, skemmtanir o. fl. 1.082 1.440 1.506 119 133 139
Annað 126 170 188 120 135 149
Samtals A 8.346 11.756 12.209 128 141 146
B. Húsnæði 1.608 1.773 1.811 107 110 113
C. Gjöld til opinberra aðila (almannatryggingaið-
gjald, sjúkrasamlagsgjald o. fl.) 342 477 477 124 139 139
Samtals 10.296 14.006 14.497 125 136 141
Frá dregst: Fjölskyldubætur 296 326 377 110 110 127
Vísitala framfœrslukostnaðar 10.000 13.680 14.120 125 137 141
Vísitala framfærslukostnaðar í byrjun maí 1970 var 141,2 stig, sem lækkaði í 141 stig. í febrúar-
byrjun 1970 var hún 136,8 stig, sem hækkaði í 137 stig. Helztu breytingar frá febrúarbyrjun til maí-
byrjunar voru þessar:
Hækkun söluskatts úr 7,5% í 11% frá 1. marz 1970 olli verðhækkun á fjölmörgum vöru- og
þjónustuliðum, og hækkaði maívísitalan um 2,4 stig af þessum sökum. Gera má ráð fyrir, að vísi-
talan eigi eftir að hækka um 0,6—0,8 stig vegna þessarar hækkunar söluskatts. — Hækkanir af
öðrum orsökum voru m.a. þessar: í marzbyrjun varð lítils háttar hækkun á búvöruverði vegna
hækkunar á launalið í verðlagsgrundvelli til samræmis við hækkun verðlagsuppbótar úr 26,85% i
28,87% hinn 1. des. 1969, svo og vegna hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði, aðallega vegna
hækkunar á verðlagsuppbót frá 1. marz 1970. Hækkaði mjólkurverð af þessum sökum um 10 aura
lítrinn, og verð á dilkakjöti um 2—3 kr. á kg. Þessi verðhækkun búvara olli 0,4ra stiga vísitölu-
hækkun. Þess skal getið, að hækkun söluskatts á kindakjöti og smjöri kom ekki fram í verði þessara
vara, þar eð ríkissjóður hækkaði niðurgreiðsluna sem söluskattshækkuninni nam. Niðurgreiðsla
dilkakjöts hækkaði úr kr. 17,30 í kr. 20,90 á kg, og niðurgreiðsla smjörs úr kr. 94,35 í kr. 99,60
á kg. Þá var og felldur niður söluskattur á nýrri ýsu og nokkrum öðrum tegundum nýs fisks, og varð
því lækkun á útsöluverði þeirra. — Ýmsar matvörur hækkuðu í verði af öðrum orsökum, þar á
meðal vegna hækkunar á innkaupsverði erlendis. Verðhækkun varð á tóbaki og áfengi (0,15 stig),
fatnaði (0,25 stig), hitaveitutöxtum (0,10 stig), tannlæknatöxtum (0,27 stig), stéttarfélagsgjöldum
(0,17 stig), húsnæðislið (0,38 stig), og á mörgum öðrum vöru- og þjónustuliðum. Á fáeinum vörum
varð lítils háttar verðlækkun vegna tollalækkana, sem komu til framkvæmda 1. marz 1970 vegna
inngöngu í EFTA, og í bifreiðalið varð lækkun á verði bifreiða vegna niðurfellingar hins svo nefnda
fob-gjalds. Á móti þeirri lækkun kom hækkun á tryggingaiðgjöldum, varahlutum o. fl. — Fjöl-
skyldubætur hækkuðu frá 1. apríl 1970 um 27% — þó ekki með fyrsta barni — og lækkaði það vísi-
töluna um 0,5 stig.