Hagtíðindi - 01.05.1970, Side 16
hagtIðindi
1970
84
erlendis, og auk þess áætluð upphæð á tonn fyrir flutningskostnaði. Árið 1967 nam hún 930 kr.
fyrir ísfisk til Vestur-Þýzkalands og 790 kr. fyrir ísfisk til Bretlands, en 1968 1.200 kr. fyrir ísfisk
til Vestur-Þýzkalands og 1.000 kr. fyrir ísfisk til Bretlands. Flutningskostnaður þessi telst svo til
tekna í liðnum „farmgjöld íslenzkra skipa í milllilandaflutningum“. Til ársloka 1967 varfob-verð-
mæti ísfisks tekið í greiðslujafnaðarskýrslur eftir útflutningsskýrslum Hagstofunnar, en frá 1968 er í
þeim ekki gerður frádráttur fyrir flutningskostnaði ísfisks, en hins vegar fyrir tolli og öðrum kostn-
aði. — Liðurinn „breyting á birgðum útflutningsafurða erlendis“ sýnir birgðabreytingar á freðfiski,
sem seldur er í umboðssölu í Bandaríkjunum.
Aðalþættirnir í liðnum ferða- og dvalarkostnaður (6) eru námskostnaður 101 millj. kr. og
almennur ferða- og dvalarkostnaður 230 millj. kr. Upphæðirnar eru teknar samkvæmt gjald-
eyrissölu gegn leyfum gjaldeyrisyfirvalda ásamt sölu ferðamanna á íslenzkum gjaldeyri erlendis,
og mun vanta mikið á, að slík útgjöld séu fulltalin. Við ákvörðun á tekjum af erlendum ferðamönn-
um (20) hefur eingöngu verið stuðzt við það, sem skilað hefur verið til bankanna af ferðamanna-
gjaldeyri.
Farmgjaldatekjur íslenzkra skipa í millilandaflutningum (21) hafa verið taldar þessar:
1967 1968
millj. kr. millj. krm
Af útflutningi ísfisks ................................................................. 23,0 40
„ öðrum útflutningi................................................................... 225,6 274
„ öðrum flutningi (aðallega vegna vörufl. ísl. skipa milli erl. hafna) .. 76,4 31
Samtals 325,0 345
Helztu vaxtatekjur í erlendum gjaldeyri (28) eru vextir af erlendum verðbréfum í eign Seðla-
bankans, og vaxtagjöldin (13) eru vextir af erlendum lánum og lausaskuldum bankanna.
I liðnum erlendur kostnaður við utanríkisþjónustu (14) er innifalið kostnaður við rekstur
sendiráða, ræðismannsskrifstofa og kostnaður við opinberan erindisrekstur erlendis.
Tekjur vegna varnarliðsins (31) eru tekjur af olíusölu til bandaríska vamarliðsins, tekjur vegna
byggingarstarfsemi og vegna annarra útgjalda þess hér á landi. Byggingarefni og annað, sem flutt
er inn og selt er varnarliðinu, er fært til gjalda I 4. lið.
Ýmisleg útgjöld og tekjur (16 og 32) eru aðallega umboðslaun, leiga fyrir kvikmyndir, greiðsla
fyrir tækniþjónustu og fleira, sem ekki er talið annars staðar.
B. Framlög án endurgjalds.
í þessum lið eru talin framlög (nettó) til rekstrar ýmissa alþjóðastofnana, og eignayfirfærslur
einkaaðila.
C. Fjármagnshreyfingar.
Lántökur einkaaðila (6) erlendis árið 1968 námu alls 235 millj. kr„ þar af vegna flugvélakaupa
117 millj. kr„ 84 millj. kr. vegna kaupa á fiskiskipum, og 34 millj.kr. til annarra þarfa.
Eftirfarandi yfirlit sýnir ný erlend lán opinberra aðila 1968, hve mikið var notað af lánsfénu
á árinu og hve mikið var ónotað í árslok. Enn fremur er sýnt, hve mikið var notað af eldri lánum
og hve mikið var eftir ónotað af þeim í árslok 1968 (talið í millj. kr.).
Ónotað
Lántöku- Láns- Notaö í árslok
ár upphæð 1968 1968
1. Póstur og sími hjá L. M. Ericsson, Svíþjóð 1966 31,2 3,3
2. Póstur og sími hjá L. M. Ericsson, Svíþjóð 1968 15,7 15,7 _
3. Rafveita Hafnarf jarðar hjá Nordiske Kabel- og Traad Fabrikker, Danmörku ... 1966 4,0 0,8 0,6
4. Landsvirkjun hjá The Equitable Life Assurance Co. o. fl., Bandaríkjunum 1966 341,6 210,6 105,3
5. Landsvirkjun hjá Alþjóðabankanum vegna Búrfellsvirkjunar 1966 1.024,7 532,4 139,1
6. Ríkissjóður vegna Kísiliðjunnar h.f., hjá Export-Import Bank, Bandaríkjunum .. 1966 48,3 3,6 _
7. Laxárvirkjun hjá Ruston & Homsby, Bretlandi 1967 8,5 8,5 _
8. Laxárvirkjun hjá Associated Electrical Industries, Bretlandi 1967 1,9 1,9
9. Hafnarsjóður Reykjavíkur hjá Skanska Cementgjuteriet, Svíþjóð 1967 29,9* 3,4 _
10. Flugmáíastjómin hjá Manufactures Hanover Trust Co., Bandaríkjunum 1967 9,7« 4,5 _
11. Lán skv. vörukaupasamningi við Bandaríkjastjórn (PL-480, Title IV) 1967 60,7 23,7 _
12. Landsvirkjun hjáÁ.E.G., V.-Þýzkalandi, vegna2ja gastúrbína fyrir Búrfellsvirkjun 1967 138,5 70,6 67,9
13. Lán skv. vörukaupasamningi við Bandaríkjastjórn (PL-480, Title I) 1968 74,1 24,9 49,2
14. Ríkissjóður, framkvæmdalán (útboöslán) í Bretlandi 1968 272,1 272,1 _
15. Landsvirkjun vegna Búrfellsvirkjunar, hjá New York bönkum, Bandaríkjunum .. 1968 113,9 113,9 _
16. Ríkissjóður vegna Straumsvíkurhafnar, hjá Hambros Bank, London 1968 170,8 170,8 _
17. Ríkissjóöur vegna Landhelgisgæzlu, hjá Áalborg Værft, Danmörku 1968 83,9 83,9 _
18. Framkvæmdasjóður vegna Norðurlandsáætlunar, hjá Viöreisnarsjóði Evrópu ... 1968 28,5 28,5 _
19. Framkvæmdasjóður hjá Dredsner Bank A.G., V-Þýzkalandi, vegna byggingu
strandferöaskipa 1968 43,0 43,0 _
20. Bæjarsjóður Vestmannaeyia vegna vatnsveitu, hjá Hambros Bank, London 1968 8,7 8,7 _
21. Bæjarsjóður Vestmannaeyja vegna vatnsveitu, hjá Nordiske Kabel- og Traad
Fabrikker, Danmörku 1968 22,7 22,7 _
22. Laxárvirkjun hjá Georg Cohen Machinery, Bretlandi 1968 1,2 1,2 _
23. Strætisvagnar Kópavogs hjá Leyland Ltd., Bretlandi 1968 1,4 1,4 _
24. Strætisvagnar Reykjavíkur hjá Volvo A.B., Svíþjóð 1968 4,5 4,5 _
25. Hafnarsjóður Reykjavíkur hjá Smith Enginery, Hollandi 1968 4,3 4,3 _
26. Rafveita Akureyrar hjá Zellweger Ltd., Sviss 1968 1,0 1,0 -
* Upphafleg lánsf járhæö var hækkuð. Alls 2.544,8 1.659,9 362,1