Hagtíðindi - 01.05.1970, Side 14
82
HAGTÍÐINDI
1970
Greiðslujöfnuður við útlönd 1968.
Af tölum þeim, sem birtar eru mánaðarlega um verðmæti innfluttra og útfluttra vara, má sjá
vöruskiptajöfnuð landsins við útlönd. Er jöfnuðurinn kallaður hagstæður, ef verðmæti útflutnings
er meira en innflutnings, en óhagstæður, ef um hið gagnstæða er að ræða. Þótt inn- og útflutningur
sé langstærsti þátturinn í viðskiptum við útlönd, er vöruskiptajöfnuðurinn fjarri því að vera góður
mælikvarði á viðskipti þjóðarbúsins við umheiminn. Margt annað skiptir miklu máli, svo sem
greiðslur fyrir flutninga, tryggingar, ferðalög, vinnulaun og ýmislegt fleira, en allar slíkar greiðslur
eru nefndar duldar greiðslur. Þegar upplýsingar eru fengnar um þessar greiðslur ásamt innflutningi
og útflutningi, má sjá viðskiptajöfnuðinn við útlönd, en það er mismunur á heildartekjum og gjöld-
um þjóðarinnar út á við fyrir vörur og þjónustu.
Til þess að skýra nánar muninn á viðskiptajöfnuði og vöruskiptajöfnuði er rétt að geta þessi
að útflutningstölur Hagstofunnar eru miðaðar við fob-verð, en innflutningstölur við cif-verð, þannig
að flutningsgjöld, tryggingaiðgjöld o. fl. er meðtalið. Við samningu greiðslujafnaðaryfirlits eru
innfluttar vörur hins vegar taldar á fob-verði, en flutningskostnaður og tryggingaiðgjöld er talið
með duldum greiðslum, að svo miklu leyti sem um er að ræða greiðslur til útlanda í því sambandi.
Eftirfarandi yfirlit um greiðslujöfnuðinn við útlönd á árinu 1968 er samið af hagfræðideild Seðla-
banka íslands eftir upplýsingum frá ýmsum fyrirtækjum og opinberum aðilum. Til samanburðar
eru tilgreindar tölur fyrir árið á undan. Upplýsingar eru víða ófullnægjandi, svo að gera hefur
orðið áætlanir á einstökum liðum, en slíkar áætlanir eru að sjálfsögðu aldrei eins nákvæmar og
æskilegt væri. Mætti t. d. benda á, að væru nákvæmar upplýsingar fyrir hendi um alla þætti greiðslu-
jafnaðarins, ættu samanlagðar niðurstöðutölur viðskiptajafnaðar, fjármagnsjafnaðar og framlaga
án endurgjalds að vera jafnt og breyting gjaldeyrisstöðunnar. Samkvæmt yfirlitinu var hér um að
ræða 59,3 millj. kr. mismun 1967 og 64 millj. kr. 1968.
Gengi. Hinn 11. nóv. 1968 var ákveðið nýtt stofngengi íslenzkrar krónu, er fól í sér 54,4%
hækkun dollaragengis, þ.e. 35,2% lækkun íslenzkrar krónu (sjá grein í desemberblaði Hagtíðinda
1968). Við samningu greiðslujafnaðaryfirlits 1968 hefur samt verið miðað við eitt og sama dollara-
gengi allt árið, þ.e. það kaupgengi, sem gilti fyrir 11. nóv. 1968: kr. 56,93. — Greiðslujafnaðartölur
1967 eru miðaðar við dollaragengi kr. 42,95 allt árið, sjá nánar bls. 89 í maíblaði Hagtíðinda 1968.
A. Vörur og þjónusta. 1967 1968
Gjöld millj. kr. millj. kr.
1. Innflutt skip og flugvélar (fob) 800,1 379
2. Innflutt vegna Búrfellsvirkjunar (fob) 151,7 428
3. Innflutt vegna byggingar álbræðslu (fob) 123,0 573
4. Innflutt vegna vamarliðsins (fob) 46,7 85
5. Annar innflutningur (fob) 5.409,6 5.993
Innfluttar vörur alls (fob) 6.531,1 7.458
6. Ferða- og dvalarkostnaður íslendinga erlendis 608,4 371
7. Vinnulaun útlendinga hér á landi 62,5 38
8. Útgjöld íslenzkra skipa erlendis 405,8 562
9. Útgjöld íslenzkra flugvéla erlendis 874,6 1.092
10. Greiðslur til áhafna skipa og flugvéla í erlendum gjaldeyri 130,3 165
11. Farmgjöld til erlendra skipa 188,6 153
12. Tryggingaiðgjöld til útlanda 656,9 775
13. Vextir af skuldum til útlanda 274,6 426
14. Erlendur kostnaður við utanríkisþjónustu 45,9 57
15. Gjöld pósts og síma 39,7 43
16. Ýmislegt 167,6 370
Samtals 9.986,0 11.510
Greiðsluafgangur - -
Alls 9.986,0 11.510
Tckjur
17. Útfluttar vörur (fob) 4.209,8 4.648
18. Útfluttar verktakavörur (ÍSAL) — 25
19. Breyting á birgðum útflutningsafurða erlendis + 36,6 + 49
4 246,4
4.722