Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.06.1984, Blaðsíða 21

Hagtíðindi - 01.06.1984, Blaðsíða 21
1984 125 Einstakir slátrunarstaðir fyrirtækja (þ. á m. Sláturfélags Suðurlands) koma ekki fram, heldurer öll starfsemin talin í því umdæmi, þar sem aðalbækistöð fyrirtækisins er. Sama er að segja um byggingarstarfsemi og*mannvirkjagerð ýmissa byggingafyrirtækja - starfsemin er yfirleitt talin þar, sem fyrirtækið hefur aðalbækistöð, enda eru vinnustaðirnir oft margir og skamma stund unnið á hverjum s.tað. Byggingarstarfsemi er því oftalin í Reykjavík, en vantalin að sama skapiutan Reykja- víkur. Þetta á við um byggingarstarfsemi einkafyrirtækja með aðalbækistöð f Reykjavík, og ekki sfður um ýmsar verklegarframkvæmdir rfkisins, þar sem örðugleikar eruáað skipta vinnuvikum niður á staði.Til ársloka 1976 voru vinnuvikur Vegagerðar rfkisins við flokkun staðsettar f Reykjavík, en frá og með 1977 tók launadeild fjármálaraðuneytisins að sér launagreiðslur fyrir Vegagerðina og hefur — auk atvinnugreinarmerkingar — séð um að dreifa vinnuvikum hennará helstu héraðsstjóra- og verkstjórasvæði.Þetta olli mikilíi fækkun vinnuvikna f atvinnugreinarnúmeri 431 f Reykjavikfrá 1976 til 1977, eða úr 39354 f 7245 vinnuvikur, og þeirri samsvarandi aukningu, sem varð á vinnu- vikum f kaupstöðum og sveitum f þessu númeri. — Ef um miklar og langvarandi framkvæmdir er að ræða á einum vinnustað og sérstakar upplýsingar eru fyrir hendi um starfsemina þar, hefur hann verið talinn sérstök staðarleg aðgreind rekstrareind (virkjanir, hafnargerðir o. fl.). f sambandi við skiptingu vinnuvikna á Reykjavík, einstaka kaupstaði og syslur ber að hafa það f huga, að starfsmenn fyrirtækja í Reykjavík, sem búa í Kópavogi, Seltjamameshreppi, Garðahreppi, Hafnarfirði og víðar, em taldir í Reykjavík, sem er bæði vinnustaður þeirra og tryggingarstaður fyrirtækisins. Atvinnuvegaflokkunin er sem sé flokkun fyrirtækja eða rekstrareinda fyrirtækja eftir atvinnugreinum og vinnustöðum (stundum þó tryggingarstöðum), en ekki flokkun einstaklinga eftir starfsstöðu þeirra og búsetu (lögheimili eða dvalarstað). Vmsir einstaklingar með sjálfstæða starf- semi (t. d. endurskoðendur, lögfræðingar, iðnaðarmenn o. fl.), sem eru búsettir í öðru lögsagnamm- dæmi en st^rfsstaður þeirra er í, koma hins vegar fram með sína eigin tryggingu í lögheimilisum- dæmi sínu, en ekki á starfsstaðnum. Endurskoðandi, sem á lögheimili í Hafnarfirðienhefurskrifstofu í Reykjavík. er t.d. talinn í Hafnarfirði, en ekki Reykjavík, ef eigintrygginghefurnáðtil hans. 7) Að þvú er varðar einstaklinga með eigin rekstur er þar fyrst og fremst um að ræða bændur (að meðtöldum eiginkonum þeirra og börnum 12-15 ára). Að þvi er varðar einstaklinga með eigin rekstur f öðru en búskap eru þeim að jafnaði réiknaðar vinnuvikur, en mökum þeirra ogbörn- um eru ekki reiknaðar vinnuvikur, nema á skattframtali sé beinlinis óskað eftirslysatryggingu.enda þar með gefið til kynna, að hlutaðeigandi sé við atvinnustörf f viðkomandi rekstri. 8) Aðalatvinnugreinamúmer 26 var frá og meðl974 skipt á 2númer, þ. e. 261 (innréttingasmíði o.þ.h.) og 262 (húsgagnagerð og -bólstrun). Birtur var fjöldi vinnuvikna fyrir hvort númeriðumsig vinnuárin 1974 og 1975, þótt pær tölur væru ekki áreiðanlegar — enda eru mikil vandkvæði áþess- ari skiptingu — en^ 1976 mistokst þessi aðgreining, og voru þvi fyrir bað ár nr. 261 og 262höfðieinu lagi. Frá og með árinu 1977 eru vinnuvikur aftur birtar fyrir hvort númer um sig, enda þótt tölurnar séu ekki áreiðanlegar, fremur en þær voru fyrir árin 1974 og 1975, eins og að ofan greinir. Neðarlega á bls. 149 í júníblaði Hagtfðinda 1979 er greint frá þvf, að launadeild fjármála- ráðuneytis hari frá og með vinnuárinu 1976 séð um merkingu, flokkun og staðarlega aðgreiningu rfkisaðila, sem hún annast launagreiðslu fyrir. Þetta virtist valda óeðlilegum breytingum á fjölaa vinnuvikna frá 1976 til 1977 f nokkrum atvinnugreinarnúmerum, þar sem opinberir aðilar, og þá aðallega ríkisaðilar, eru með meginhluta vikufjöldans.Til nánari upplýsinga um þetta vfsast til fyrr nefndrar skýringar á bls. 149 í júníblaði Hagtfðinda 1979. Fram að vinnuárinu 1977 voru f öllum skattumdasmum upplýsingar framtala um fjölda vinnuvikna gataðar eftir laúnamiðafylgiskjölum, þar sem launamiðaframteljendurhafa skráð sam- anlagðan vinnuviknafjölda eftir atvinnugrein eða -greinum fyrirtækisins.sem skattstofumar sfðan endurskoðuðu með hliðsjón af meðfylgjandi launamiðum. Fra og með árinu 1977hafa skattstofumar f Reykjavfk og Reykjanesumdaani látið vélskrá upplýsingar um fjölda vinnuvikna beint eftir launa- miðum hvers einstaks launþega, og frá álagningarárinu 1980 hafa aðrar skattstofur einnig þessa verkhögun. Hafi upplýsingum á launamiðum fra launagreiðanda um starfsgrein launþega með ein- hverjum hætti verið abótavant — ein slfkt er alltftt — hefur starfsfólk skattstofanna alloft orðið að ákveða atvinnugreinarmerkinguna eftir lfkum. Er þá tilhneiging til þess, m.a. vegna tfmaskorts, að merkja launamiðana eftir aðalrekstrareind fyrirtækisins, enda þótt réttara hefði verið að at- vinnugreinarmerkja launamiðana eftir einhveni smærri rekstrareind þess. Að lokum skulu nefnd nokkur atriði til frekari upplýsingar: Verslanir Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis er allar taldar í atvinnugrein nr. 629, þó að ein- stakar sérverslanir fyrirtækisins ætti með réttu að telja í öðmm atvinnugreinum. f atvinnuvegaflokkun Haestofunnar er gert ráð fyrir þvf, að ýmsir listamenn (rithöfundar, list- málarar, myndhöggvarar, tónskáld o. fl.), sem starfa sjálfstætt sem slíkir, séu taldir í grein nr. 870, en í reyndinni hefur slysatryggingin ekki nema að litlu leyti verið látin ná til þeirra. Blaðaútgáfa utan Reykjavíkur kemur lítið sem ekkert fram í töflum, enda mun mikið af þeirri starfsemi vera ólaunuð eða lítt launuð sjálfboðavinna (prentun blaðanna kemur vitaskuld fram með prentsmiðjum). Lögreglumenn á vegum sveitarfélaga voru fram áð vinnuári 1973 merktir f nr. 819 (stjórnsýsla sveitarfelaga), enfráogmeð 1973 eru þeir flokkaðir til nr. 813 (stjórnsýsla rfkisins), þótt þeir verði ekki ríkisstarfsmenn að formi til fyrr en í ársbyrjun 1974 (sbr. 13. gr. laga nr. 56/1972). Framh. á bls. 128

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.