Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.05.1984, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 03.05.1984, Blaðsíða 3
IFKÉTTIK HALLARLUNDUR - F östudagur: LOKAÐ vegna einkasamkvæmis staðurinn þinn og minn. LAUGARDAGUR Hinir frábæru DARÍUS með Birki Huginsson í fararbroddi. í bíóinu sýnum við í kvöld, fímmtudag, kl. 20.00: FLASHDANCE Verður hún sýnd í síðasta sinn og pottþéttu sándi. Og kl. 22,00 sýnum við: SPIL IMAGE I heljargreipum með James Woods og Peter Fonda. v-VA' Spila beirrokk? „n- maðUrioo J Nei hann sagði bara loður! Graham Smith flðlusnillingurinn frábæri, mun einnig koma fram og flytja okkur ljúfar ballöður Ps: Munið verðið á veiting- unum. Merkisrit: Sjósókn sunnlenskra kvenna Þórunn Magnúsdóttir Bókin, Sjósókn sunnlenskra kvenna, frá verstöðum í Ar- nessýslu 1697 - 1980, er komin út. Ritið er skýrsla um rann- sókn sem Þórunn Magnús- dóttir sagnfræðingur hefur gert á sjósókn kvenna í Arnessýslu, bæði fyrrogsíðar. En þó að rannsóknarsviðið sé aðallega verstöðvarnar á suð- urströndinni, þá er einnig getið um nafnkenndar sjó- konur í öðrum landshlutum, svo sem Björgu Einarsd. og Isfold Runólfsdóttur, svo að girt er fyrir þann misskilning, að konur í Arnessýslu hafi verið þær einu er sóttu sjó hér við land. I formála að bókinni er gert grein fyrir því, að þarna sé á ferðinni rannsókn í atvinnu- sögu íslenskra kvenna. Einnig er þar tekin fyrir skilgreining á hugtakinu kvennasaga og er meginkjarninn eitthvað á þessa leið: Kvennasaga er rannsóknarsvið, þar sem störf og staða kvenna eru athuguð. Rannsóknir í kvennasögu taka til kvenna á ýmsum tímum og stöðum, við breyti- lega verkmenningu og sam- félagsform og undir margvís- legum stjórn og hagkerfum. Rituð kvennasaga er greinagerð um niðurstöður vísindalegra rannsókna á kvennasögu....“ Höfundur leitar heimilda á mörgum stöðum, en tekur fram að heimildir um störf itritvinnufólks séu fáar til frá fyrri öldum. helstu heimildir eru: Landnáma, skýrslur um landshagi á Islandi, annálar, dómsskýrslur og lögskrán- ingabækur svo eitthvað sé nelnt. Sjálfsævisögur, ævi- sögur og prentuð og óprentuð rit alþýðlegra fræðimanna, ásamt munnlegum heimild- um eru einnig mikilvægur þáttur í upplýsingaöílun höf- undar. Það kemur fram hjá Þór- unni, að álitlegur íjöldi nú- tímakvenna stundar sjósókn í lengri eða skemmri tíma. I lögskráningum frá Selfossi kemur fram, að 102 konur hafa verið lögskráðar í skip- rúm þar fram til 1980. I I spjalli við Þórunni kom m.a. fram, að hún hefurnotið styrks frá vísindasjóði til að gefa út bókina, sem er sett og prentuð í Eyrúnu. Þórunn sagði, að það væri á hreinu, að konum hafi aldrei verið talin mikil vork- unn í því að erfiða, hins vegar þá benti allt til þess að atvinnusaga kvenna sé mun fjölbreyttari en við gerum okkur grein fyrir. Uppstaðan af þeim konum sem stunda sjó í dag eru kokkar, en áður en sú verka- skipting sem nú er komst á, stunduðu þær alla algengustu vinnu til sjós sem þá tíðkaðist. Þórunn sagðist hafa hug á, að víkka rannsóknarsvið sitt til að ná yfir allt landið, en hvenær það því gæti orðið vissi hún ekki, hana langaði til að skyggnast í millitíðinni í sögu Verkakvennafélagsins Snótar í millitíðinni. Það skal tekið fram, að nemendur í Framhaldsskól- anum munu ganga í hús og selja bókina 8. maí n.k. Fasteigna- markaðurinn Sknfstola Vestmannaayium Barugotu 2. 2 h«ö Viðtalstimi 15 30-19 00, þriðjudaga laugardaga Simi 1847 Skrifstofa Reykjavik Garða- strcti 1 3 Vidtalstimi a manudogum Simi 13945 Jón Hjaltason hrl Vestmannaeyjabær auglýsir: ATVINNA! Tómstundaráð auglýsir eftir starfskröftum í störf flokksstjóra fyrir Vinnuskólann og Skólagarðana, einnig yfirflokkstjóra. Starfið hefst í júníbyrjun og stendur í rúmar 6 vikur. - Upplýsingar um starfið og launakjör veitir undirritaður og ber að skila umsóknum þar einnig. Umsóknarfrestur er til 10. maí n .k. T ÓMSTUND AFULLTRÚI ÚTBOÐ Bæjarsjóður Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum í að fullgera efri hæð 1. áfanga B Hamarsskóla. Utboðsgögn verða afhent áskrifstofu bæjartækni- fræðings í Ráðhúsinu og hjá Arkhönn teiknistol'u Oðinsgötu 7 R.vík, þriðjudaginn 8. maí gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhússins mánudaginn 21. maí kl. 14 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjartæknifræðingurinn Vestmannaeyjum. Bygginganefiid auglýsir: Lóðin Hrauntún 1, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 11. maí. Bygginganefnd Vestmannaeyja. M

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 18. tölublað (03.05.1984)
https://timarit.is/issue/366132

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

18. tölublað (03.05.1984)

Aðgerðir: