Fréttir - Eyjafréttir - 03.05.1984, Blaðsíða 5
( Fkiirik
PAPCO
pappírinn
á sama lága
lága verðinu
Sýnt í Akóges
Dagana 6. - 13. maí
sækir Sigurður Lúðvígss
listmálari ökkur heim með
málverkasýningu í Akó-
ges.
Sigurður Haukur Lúð-
vígsson er fæddur í
Reykjavík 1921. Hann
stundaði nám hjá Finni
Jónssyni listmálara og síð-
ar í málaraskóla sem Finn-
ur og Jóhann Briem list-
málari ráku um árabil.
Hann stundaði nám í
postulínsmálningu í Kaup-
mannahöfn 1945 - 1946.
Sýndi fyrst á Mokka í
Reykjavík 1978 og frá
1979 á ýmsum stöðum í
Kaupmannahöfn, í Há-
holti vorið 1983.
Myndir hans eru einka-
söfnum víða um heim auk
þess sem málverk eftir
hann hanga uppi í mörg-
um opinberum bygging-
um og hótelum.
Ekki er að efa að sýning
hans verður forvitnileg og
sérstaklega athyglisverð,en
þetta er fyrsta sýning
Sigurðar Hauks í Vest-
mannaeyjum.
INS OG ÞÆR GERAST BESTAR
J •? \
KARTOFLUVERKSMIÐJA
ÞYKKVABÆJAR HF.
Frétt frá
Tý
Nk. laugardag kl. 14.00
heldur handboltadeild Týs
sinn árlega kökubasar í Fél-
agsheimilinu við Heiðarveg.
Þar verður mikið um góm-
sætar kökur á ótrúlegu verði.
Bæjarbúar! Fjölmennið og
gerið góð kaup. Síðast seldist
allt upp á hálfri klst. Og um
kvöldið ætlum við að halda
Týsball í Kiwanis frá kl. 22.
Týrarar fjölmennið og takið
nieð ykkur gesti.
Týr.
Týskonur
athugið!
Aðalfundur kvennadeild-
arinnar verður í Skútanum á
þriðjudaginn n.k. 8 maí kl.
20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf
og kaííiveitingar.
Mætum sem flestar.
Stjórnin.
Köku-
basar
Hinn árlegi kökubasar
Styrktarfélags vangelinna
verður í anddyri Félags-
heimilisins sunnudaginn 6.
maí.
Að venju verða fyrsta
ilokks kökur og tertur á
boðstólum og eru bæjar-
búar hvattir til að fjöl-
menna og styrkja gott
málefni og fá sér eins og
eina kaloríuaukandi í leið-
inni.
Fyrir-
spurn
Mig langar til að beina
þeirri spurningu til stjórn-
ar Lífeyrissjóðs Vest-
mannaeyja, hversu hátt
lántökugjaldið er hjá
sjóðnum? Og, til saman-
burðar, hversu hátt
gjaldið er hjá öðrum lána-
stofnunum?
Oddur Júlíusson.