Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 03.05.1984, Page 5

Fréttir - Eyjafréttir - 03.05.1984, Page 5
( Fkiirik PAPCO pappírinn á sama lága lága verðinu Sýnt í Akóges Dagana 6. - 13. maí sækir Sigurður Lúðvígss listmálari ökkur heim með málverkasýningu í Akó- ges. Sigurður Haukur Lúð- vígsson er fæddur í Reykjavík 1921. Hann stundaði nám hjá Finni Jónssyni listmálara og síð- ar í málaraskóla sem Finn- ur og Jóhann Briem list- málari ráku um árabil. Hann stundaði nám í postulínsmálningu í Kaup- mannahöfn 1945 - 1946. Sýndi fyrst á Mokka í Reykjavík 1978 og frá 1979 á ýmsum stöðum í Kaupmannahöfn, í Há- holti vorið 1983. Myndir hans eru einka- söfnum víða um heim auk þess sem málverk eftir hann hanga uppi í mörg- um opinberum bygging- um og hótelum. Ekki er að efa að sýning hans verður forvitnileg og sérstaklega athyglisverð,en þetta er fyrsta sýning Sigurðar Hauks í Vest- mannaeyjum. INS OG ÞÆR GERAST BESTAR J •? \ KARTOFLUVERKSMIÐJA ÞYKKVABÆJAR HF. Frétt frá Tý Nk. laugardag kl. 14.00 heldur handboltadeild Týs sinn árlega kökubasar í Fél- agsheimilinu við Heiðarveg. Þar verður mikið um góm- sætar kökur á ótrúlegu verði. Bæjarbúar! Fjölmennið og gerið góð kaup. Síðast seldist allt upp á hálfri klst. Og um kvöldið ætlum við að halda Týsball í Kiwanis frá kl. 22. Týrarar fjölmennið og takið nieð ykkur gesti. Týr. Týskonur athugið! Aðalfundur kvennadeild- arinnar verður í Skútanum á þriðjudaginn n.k. 8 maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf og kaííiveitingar. Mætum sem flestar. Stjórnin. Köku- basar Hinn árlegi kökubasar Styrktarfélags vangelinna verður í anddyri Félags- heimilisins sunnudaginn 6. maí. Að venju verða fyrsta ilokks kökur og tertur á boðstólum og eru bæjar- búar hvattir til að fjöl- menna og styrkja gott málefni og fá sér eins og eina kaloríuaukandi í leið- inni. Fyrir- spurn Mig langar til að beina þeirri spurningu til stjórn- ar Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja, hversu hátt lántökugjaldið er hjá sjóðnum? Og, til saman- burðar, hversu hátt gjaldið er hjá öðrum lána- stofnunum? Oddur Júlíusson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue: 18. tölublað (03.05.1984)
https://timarit.is/issue/366132

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

18. tölublað (03.05.1984)

Actions: