Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 30

Hagtíðindi - 01.05.1988, Blaðsíða 30
202 1988 Skipting útflutningsverðmætis sjávarafurða eftir helstu viðskiptalöndum 1983-1987. 0 1983 1984 D 1985 □ 1986 H 1987 1 Bretland Vestur- Þýskaland Portúgal Bandaríkin Sovétríkin Önnurlönd Stöplarit þetta sýnir hlutdeild helstu viðskiptaþjóða okkar í útfluttum sjávarafurðum síðustu 5 árin. Áberandi er, að útflutningur þessara vara til Bandaríkjanna hefur minnkað mikið hlut- fallslega þessi ár, eða úr 38,4% árið 1983 f 21,1% 1987. Þá er athyglisvert, að útflutningur til Bret- lands á sjávarvörum jókst úr 12,9% 1983 í 21,0% 1987, en þaðer nánast jafnt hlutdeild Bandaríkjanna það ár. Talsverð aukning hefur verið á sölu sjávar- afurða til „annarra landa“. Mest er hlutdeild Japans í þeirri aukningu, en hún jókst úr 2,5% árið 1983 í 8,4% árið 1987. Japan er fjórða í röð helstu kaup- enda íslenskra sjávarafurða árið 1987 næst á eftir Bandaríkjunum (21,1%), Bretlandi (21,0%) og Portúgal (12,3%). Eins og að líkum lætur er mikil fylgni milli heildarútflutnings til einstakra landa annars vegar og útflutnings íslenskra sjávarafurða hins vegar, þar sem hlutdeild þessara vara er að jafnaði um 75% alls vöruútflutningsins. Aukinn útflutningur til Bret- lands stafar einkum af aukinni sölu þangað á ísftski til manneldis, en hún jókst úr 17.970 tonnum 1983 í 62.332 tonn 1987. Verðmætishlutdeild ísftsks f útflutningi til Bretlands jókst úr 14,5% 1983 í 30,0% 1987. Auk þess jókst hlutdeild Bretlands í útflutn- ingi á frystum fiskflökum úr 14,3% 1983 í 22,8% 1987. Á sama tíma minnkaði útflutningur á frystum fiskflökum til Bandaríkjanna úr 67.354 tonnum í 50.745 tonn. Þar með lækkaði hlutdeild Banda- ríkjannaaðmagnitilúr59,0% 1983 í 48,4% 1987 af heildarútflutningi frystra fiskflaka. Um útfluming til Japans er það að segja, að árið 1987 eru þeir orðnir helstu kaupendur að fjórum vörutegundum, þ.e. heilfrystum bolftski, frystum loðnuhrognum, heilfrystri loðnu og kísiljárni og aðrir f röðinni í kaupum á frystri rækju.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.