Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1989, Blaðsíða 32

Hagtíðindi - 01.12.1989, Blaðsíða 32
432 1989 Mynd 1. Fólksfjölgun 1939-89 1941 1947 1957 1965 1970 1972 1977 1982 1985 '88 '89 Efri línan sýnir beina fjölgun en neðri lirian hlutfallslega fjölgun. Á siðastliðnum 50 áium hefur fólksijölgun ekki oröiö minni en 1989 í hlutfalli við íbúafjölda nema árin 1941, 1969-70, 1977 og 1985. en þá fplgaði fólki á landinu um 4.333 eða 1,75%. Hafði aldrei áður fjölgað um eins marga hér á landi á einu ári. Hlutfallsleg fjölgun hafði heldur ekki orðið meiri síðan árið 1965. í ár er hún hins vegar minni en flest ár undanfama sjö áratugi. Á því tíma- bili varð minnst fjölgun árið 1970, 0,56%, og hún varð 0,6-0,7% árin 1937, 1941, 1969, 1977 og 1985. Nákvæmar tölur um breytingar mannfjöldans árið 1989 liggja enn ekki fyrir, en svo virðist sem tala brottfluttra frá landinu hafi orðið um 1.100 hærri en tala aðfluttra, en tala fæddra um 2.800- 2.900 hærri en tala dáinna. Lifandi fædd böm á árinu 1989 urðu um 4.600 og á árinu dóu um 1.750 manns. Til landsins fluttust um 2.700 manns en frá því um 3.800. Árin 1981-83 fluttust um 1.000 fleiri til landsins en frá því, en árin 1984-86 fluttist sami fjöldi brott umfram þá sem fluttust hingað fiá údöndum. Árin 1987 og 1988 fluttust svo hingað um 2.800 fleiri en af landinu. Hefur aðflutningur fólks aldrei fyrr orðið svo mikill. Meiri hlutá aðflutnings umffam brottflutning á árinu 1988 var vegna erlendra ríkisborgara, sem fluttust til landsins, en íslenskir ríkisborgarar fluttust einnig í ríkara mæli til land- sins en frá því. Árið 1989 breyttist tala erlendra ríkisborgaia á landinu ekki að ráði, en fleiri íslend- ingar fluttust af landi brott en heim. Þess ber að geta að meðal brottfluttia á árinu teljast um 250 manns sem voru skráðir brottfluttir á árinu en í raun fluttir til útlanda talsvert fyrr. Horfur eru á að tala bamsfæðinga árið 1989 hafi orðið mjög svipuð því sem var árið áður, en þá hafði fæðingum fjölgað um 7-800 ffá árunum 1985 og 1986. Þar áður hafði fæðingum fækkað mikið. Árin 1985 og 1986 fæddust fæni böm en nokkuit ár sið- an 1947, og hafði þó tala kvenna á bamsburðaraldri ríflega tvöfaldast ffá því. Fæðingatalan 1988 og 1989 er hins vegar svo há að það er aðeins á árunum 1957-60, 1962-66 og 1972, sem fleiri böm hafa fæðsL En konur á bamsburðaraldri em miklu fleiri nú en þá var, og svarar fæðingartíðnin 1989 til þess sem var árin 1982 og 1983, en hún er minni en nokkurt ár fyrir þann tíma. Fæðingartíðnin hefur því ekki verið lægri en nú nema árin 1984-87. Ef fæðingamðni á hveijum aldri kvenna yrði til fram- búðar hin sama og árið 1989, yrðu ófæddar kyn- slóðir um 9% fjölmennari en kynslóð foreldranna. En miðað við reynslu síðustu 5 ára, 1985-89, yrðu kynslóðimar svo til jafnar að fjölda. —Sem kunn- ugt er hafa um árabil fæðst í flestum löndum Vestur- Evrópu og Noiður-Ameríku færri böm en sem svar- ar því, að komandi kynslóð verði eins mannmörg og sú sem er nú á bameignaraldri. I töflu 1 er sýndur mannfjöldi í sveitarfélögum og kjördæmum eftir kyni. í töflu 2 er hann sýndur samandreginn eftir byggðarstigi en í töflu 3 fyrir einstaka staði í þéttbýli og stijálbýli. Á þessum áratug hefur það einkennt fólksíjölg- unina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgar- svæði (Reykjavík, Kópavogur, Seltjamarnes, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjalameshreppur og Kjósarhreppur) og Suðumesjum. Á hverju ári undanfarin 6 ár, 1984-89, hefiir fólki fjölgað meira þar en sem nem- ur heildarfjölgun landsmanna, því að bein fækkun varð í öðmm landshlutum samanlögðum um alls 1.140. Fækkaði í þeim um 141 árið 1984, um 172 árið 1985, um 3% árið 1986, um 89 árið 1987, um 10 árið 1988, og um 332 árið 1989. Mannfjöldi óx um 1,4% á höfuðborgarsvæðinu árið 1989 og um 0,9% á Suðumesjum. Á Suður- landi fjölgaði fólki um 0,6%, um 0,3% á Austur- landi og um 0,1% á Norðurlandi eystra. Á Vest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.