Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 44

Hagtíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 44
464 1990 [Frh. frá bls. 455] aðflutnings umfram brottflutning á árinu 1988 var vegna erlendra ríkisborgara, sem fluttust til landsins, en íslenskir rfldsborgarar fluttust einnig í rflcara mæli til landsins en frá því. Á árinu 1989 fluttust svo um 1.100 fleiri frá landinu en til þess. í ár hefur flutningur ffá landinu einnig verið meiri en til landsins. Horfur eru á að tala bamsfæðinga árið 1990 verði um 100-200 hærri en árin 1988-1989, en þá hafði fæðingum fjölgað um 7-800 frá árunum 1985 og 1986. Þar áður hafði hún fallið mikið. Árin 1985 og 1986 fæddust færri böm en nokkurt ár síðan 1947, og hafði þó tala kvenna á bamsburðaraldri ríflega tvöfaldast síðan þá. Fæðingatalan 1990er hins vegar svo há að það er aðeins á ámnum 1959, 1960 og 1963, sem fleiri böm hafa fæðst. En konur á bamsburðaraldri eru miklu fleiri nú en þá var, og svarar fæðingartíðnin 1990 til þess sem var árin 1981 og 1982, en hún er minni en nokkurt ár fyrir þann tíma. Fæðingartíðnin var minni árin 1983- 1989 en 1990. Ef fæðingartíðni á hveijum aldri kvenna yrði til frambúðar hin sama og árið 1990, yrðu ófasddar kynslóðir um 12% fjölmennari en kynslóð foreldranna. En miðað við reynslu síðustu 5 ára, 1986-1990, yrði hver kynslóð um 2% fjölmennari en sú sem fór á undan. —Sem kunnugt er hafa um árabil fæðst í flestum löndum Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku færri böm en sem svarar því, að komandi kynslóð verði eins mannmörg og sú sem er nú á bameignaraldri. í töflu 1 er sýndur mannfjöldi í kjördæmum og sveitarfélögum eftir kyni. I töflu 2 er hann sýndir samandreginn eftir byggðarstigi en í töflu 3 fyrir einstaka staði í þéttbýli og stijálbýli. Á þessum áratug hefur það einkennt fólks- fjölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuð- borgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Seltjamar- nes, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjalameshreppur og Kjósarhreppur) og Suðumesjum. Á hveiju ári undanfarin 7 ár, 1984-1990, hefur fólki fjölgað meira þar en sem nemur heildarfjölgun landsmanna, því að bein fækkun varð í öðmm landshlutum samanlögðum um alls 1.185. Fækkaði í þeim um 141 árið 1984, um 172 árið 1985, um 396 árið 1986, um 89 árið 1987, um 10 árið 1988, um 332 árið 1989 og um 45 árið 1990. Mannfjöldi óx um 1,6% á höfuðborgarsvæðinu árið 1990 og um 0,8% á Suðurlandi. Á Suðumesjum fjölgaði fólki um 0,7% og um 0,1% á Norðurlandi eystra. Á Vesturlandi fækkaði um 1,0% og á Vestfjörðum um 0,5%. Á Norðurlandi vestra fækkaði um 0,2% og á Austurlandi um 0,05%. í höfuðborgarþéttbýli fjölgaði fólki um 1,6%, á 59 öðrum þéttbýlisstöðum með 200 íbúa eða fleiri fjölgaði um 0,4%, en í söjálbýli fækkaði um 1,0%. 56,9% landsmanna búaí höfuðborgarþéttbýli, 33,9% á öðrum þéttbýlisstöðum og 9,3% í stijálbýli, þar af 1,3% á 30 stöðum með 50-199 íbúa. í Reykjavík fjölgaði fólki um 940 eða tæplega 1,0%. Það er svipuð fjölgwuig árið 1989 en minni en var á ámnum 1982-1988. í öðmm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,8%, mest 13,9% f Bessastaðahreppi og 8,6% í Kjalameshreppi. í Hafnarfirði fjölgaði fólki um 4,5%, um 2,0% í Kópavogi og um 1,6% í Mosfellsbæ. Fjölgun á Seltjamamesi varum 1,3% ogum 1,2% íGarðabæ. —A Suðumesjum fjölgaði mest í Keflavík um 1,3% og í Njarðvík, um 0,7%; Lítils háttar fjölgun varð í Garði og Grindavfk. í Vatnsleysustrandarhreppi (þareru Vogar) fækkaði um 2,0% en í Sandgerði um 0,2%. — A Vesturlandi fækkaði fólki í flestum hémðum. í Neshreppi (Hellissandur, Rif) fjölgaði ibúum um 4,8% og f Borgamesi um 1,3%. Á Akranesi fækkaði fólki um 2,3% og hefur fækkað þar um 188 á þremur ámm. I Laxáidalshreppi (þar er Búðaidalur) fækkaði fólki um 4,9%, um 1,5% í Stykkishólmi, um 1,4% í Eyrarsveit (þar er Gmndarfjörður) og um 0,7% í Ólafsvík. —Á Vest- fjörðum fjölgaði um 3,5% á Hólmavík og á Tálkna- fiiði um 2,7%. Á ísafirði, Þingeyri og Patreksfirði fjölgaði^ fólki lítillega, en annars staðar fækkaði fólki. Á Suðureyri fækkaði um 6,4%, um 2,3% í Bolungarvík og á Flateyri, um 0,8%. íbúar á Suðureyri em 159 færri en þeir hafa orðið flestir, árið 1978, og hafa ekki verið færri síðan 1911. í fjómm stijálbýlishreppum við ísafjarðardjúp býrnú 151 maður. Þar vom 304 árið 1970,511 árið 1950 og 1.385 íbúar árið 1910. —Á Norðuriandi vestra var mesta fjölgunáárinuá Hvammstanga, um 3,1 %. Á Siglufirði fjölgaði um 0,8%, um 0,6% á Sauðárkróki og um 0,5% á Blönduósi. í Höfðahreppi (Skagaströnd) fækkaði fólki um 4,8%. —Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 2,2% á Dalvflc og um 0,7% á Akureyri. Á Olafsfirði fækkaði um 1,9% og á Húsavflc um 0,4%. í Suður-Þingeyjarsýslu hélt fólksfækkun áfram og varð 1,4%. íbúum í sýslunni hefur fækkað um 310 síðan 1983, þegar þeir urðu flestir. í Skútustaðahreppi (Mývatnssveit) fækkaði íbúum um 6,9%. í Norður-Þingeyjarsýslu varð fækkun minni en undanfarin ár, um 0,6%. —Á Austuriandi fjölgaði um 4,7% á Egilsstöðum, um 3,4% á Djúpavogi, um 1,9% á Höfn, um 1,2% á Fáskrúðsfirði og um 1,0% á Reyðarfirði. Á Seyðis- firði fækkaði fólki um 5,0%, um 3,2% á Eskifirði og um 1,9% í Vopnafirði og í Neskaupstað. —A Suðurlandi fjölgaði um 3,5% á Eyrarbakka, um 3,4% í Ölfushreppi (þar er Þorlákshöfn), um 2,1% í Vestmannaeyjum og um 1,7% á Selfossi. Fólks- fjölgun varð óvenjulega lftil í Hveragerði, 0,3%. í Hvolhreppi (þar er Hvolsvöllur) fjölgaði um 0,9% en í Rangárvallahreppi (þarerHella) stóð mannfjöldi svo til í stað. í Stokkseyrarhreppi fækkaði íbúum um 5,2% og í Mýrdalshreppi (þar er Vflc) um 2,6%. í strjálbýlishreppunum varð mest fækkun í Skaftárhreppi, um 5,0%. í Hrunamannahreppi og Biskupstungnahreppi varð lítils háttar fækkun. Til skýringar skal tekið ffam, að fólksfjölgunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.