Hagtíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 27
1990
447
Mannfjöldi 1. desember 1990 (bráðabirgðatölur)
Hagstofan vinnur á hveiju ári ýmsar upplýsingar
um tölu landsmanna, þar á meðal margvíslegt efni
með talningu úr nýgerðum íbúaskrám miðað við 1.
desember, og liggja þær að jafnaði fyrir snemma
næsta ár. Töluefni þetta er nefnt „bráðabirgðatölur
1. desember" vegna þess að eftir eiga að berast
ýmsar leiðréttingar við upphaflegar íbúaskrár, en að
þeim fengnum eru unnar og birtar endanlegar tölur
mannfjöldans. Þegarendanlegutölumarerutilbúnar
eru einnig reiknaðar og birtar tölur um meðal-
mannfjölda á árinu, en þær eru notaðar þegar reikna
þaif tíðnitölur yfir árið.
I grein þessari eru skýringar við 11 töflur sem
sýna bráðabirgðatölur mannfjöldans 1. desember
1990. Þæreru:
1. Mannfjöldi eftir umdæmum og kyni.
2. MannQöldi eftir byggðarstigi og kyni.
3. MannQöldi á einstökum stöðum í þéttbýli og í
strjálbýli eftir kyni.
4. Mannfjöldi í sóknum, prestaköllum og
prófastsdæmum, svo og eftir sveitarfélögum
innan sókna.
5. Mannfjöldi eftir landsvæðum, kyni og aldri.
6. MannfjöldieftirlandsvæðumoghjúskaparstétL
7. MannQöldi eftir landsvæðum, kyni, aldri og
hjúskaparstétt.
8. Kjarnafjölskyldur eftir landsvæðum og
mannfjöldi í þeim og utan.
9. Mannfjöldi fæddur erlendis og erlendir
ríkisborgarar.
10. Mannfjöldi og fjölgun eftir landsvæðum og
fæðingarstað og ríkisfangi hér á landi eða
erlendis.
11. Mannfjöldi eftir trúfélagi.
Upplýsingar þær sem töflumar hafa að geyma
eru tiltækar fyrir hvert sveitarfélag landsins, nema
þær sem eru í töflu 6, þær eru aðeins til fyrir kaupstaði
og sýslur. Upplýsingar í töflum 5 og 7 eru tiltækar
fyrir einstaka þéttbýlisstaði og stijálbýli innan
sveitarfélags. Upplýsingar í töflu 11 eru tiltækar fyrir
sóknir, prestaköU og prófastsdæmi.
Þegar endanlegar mannfjöldatölur verða birtar í
vor verða allar tölur taflna 1-3 endurskoðaðar. Það
á einnig við tölur fyrir landið allt í töflum 5-7 og þær
þá miðaðar við 31. desember 1990. Annað talnaefni
er ekki endurskoðað, og eru samanburðartölur ffá
fyrri árum í töflunum hér á eftir því ýmist
bráðabirgðatölur eða endanlegar.
Viðmiðunartími talnanna
Sem áður segir eru allar tölur fyrir 1. desember
1990 í þessari grein bráðabirgðatölur. Endanleg
mannfjöldatala 1. desember 1990 á eftir að breytast
nokkuð, því að í henni er tekið tillit til breytinga til
hækkunar eða lækkunar vegna fólksflu tninga að og
ffá landinu, sem áttu sér stað fyrir 1. desember, en of
seint er tilkynnt um, svo og vegna flutninga milli
sveitarfélaga. Þeir sem hafa andast fyrir 1. desember
eiga ekki að vera með í mannfjöldatölunum. Síðan
árið 1988 á ekki að vanta í tölumar böm sem fæddust
í nýliðnum nóvember, eins og verið hafði í bráða-
birgðatölum fram til þess.
Skráning hjúskaparstéttar á þjóðskrá á að miðast
við upplýsingar um hjónavígslur, skilnaöi að borði
og sæng og lögskilnaði, sem hafa orðið fram til 30.
nóvember næst á undan. Fram til ársins 1987 var
miðað við 31. október í þessu efni. Ljúki hjúskap
með andláti maka miðast breytingar eftir framan-
sögðu við lok nóvember. Sama á við um það þegar
hjón slíta samvistir með lögheimilisflutningi, sem
tilkynntur er fyrir 1. desember.
Skráning á trúfélagi eða ríkisfangi á að miðast
við breytingar sem hafa orðið fram að 1. desember.
Staðsetning mannfjöldans
Mannfjöldatölur miðast við lögheimili.
í lögheimilislögum nr. 35/1960, með áorðnum
breytingum, er það meginregla að hver maður á
lögheimili þar sem hann á heimili. Heimili telst sá
staður þar sem maður hefur bækistöð og dvelst að
jafnaði í tómstundum sínum og hefur þá muni sem
eru honum persónulega tengdir, svo sem fatnað,
húsgögn, bækur og fleira. Það telst þó ekki heimili
dveljist maður í skóla, sjúkrahúsi, elliheimili,
fangelsi, eða annarri slíkri stofnun. Sama gildir um
dvalarstað vegna árstíðabundinnar atvinnu, enda
hverfi maðurinn aftur til lögheimilis síns að dvölinni
lokinni. Þrátt fyrir það getur lögheimili talist á
elliheimili, í sérhæfðum íbúðum o.s.frv., ef fyrir
liggur samþykki sveitarstjómar, og mun það að
jafnaði vera fyrir hendi fýrir þá sem eiga þegar
lögheimili annars staðar í sama sveitarfélagi. Hjón
eiga saman lögheimili, og böm eiga lögheimili hjá
þeim sem fara með forsjá þeirra.
Samkvæmt lögunum er þeim sem dveljast erlendis
við námrétt að telja lögheimili sitt í því sveitarfélagi,
þar sem þeir áttu lögheimili þegar þeir fóm af landi
brott Þetta á þó ekki við lengur um þá sem fara til
náms annars staðar á Norðurlöndum og skrá sig þar.
Samkvæmt norrænum samningi um almanna-
skráningu, sem kom til framkvæmda 1. október
1969 (nýr samningur öðlaðist gildi 1. október 1990),
skal hver einstaklingur sem tekinn er á almannaskrá
í einu aðildarlandinu — hvort sem er vegna náms-
dvalar eða annars—um leið felldur af almannaskrá
í því landi, sem hann flytur frá.
íslenskt sendiráðsfólk heldur lögheimili sínu á
íslandi, en erlent sendiráðsfólk á fslandi og vamar-
liðsmenn eiga ekki lögheimili hér.
Um tilkynningar aðsetursskipta gilda lög nr. 73/
1952 með áorðnum breytingum. Samkvæmt þeim
skal hver sá sem skiptir um aðsetur tilkynna