Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1993, Blaðsíða 33

Hagtíðindi - 01.04.1993, Blaðsíða 33
1993 175 Tala búfjár, heyfengur og uppskera garðávaxta 1992 Number of livestock and production offield crops 1992 Um langt árabil hafa birst árlega í Hagtíðindum töflur um bústofn, heyfeng og uppskeru garðávaxta á landinu á liðnu ári með samanburð við næstliðið ár. Þessar töflur birtust fyrst íjanúarblaði Hagtíðinda I969ogþáfrá 1965, siðan fjúliblaði 1970 og síðan í aprílblaði ár hvert, en vegna seinkunar á upplýsingagjöf birtust þær í maíhefti 1989 en síðan hafa þessar töflur komið í aprflblöðum. Talnaefni þetta er fengið frá Búnaðarfélagi íslands, og er það byggt á forðagæslu- skýrslumbúfjáreftirlitsmannaíhverju sveitarfélagi í samræmi við ákvæði laga um búfjárhald nr. 46/1991. Er búféð talið á haustin að lokinni sláturtíð og fram eftir vetri. Með töflunum fylgja eftirfarandi athugasemdir: 1. Nautgripir. Tala kálfa er samtala kálfa yngri en 1/2 árs ætlaðra til mjólkurframleiðslu, sem voru 6.887 og kálfa yngri en 1/2 árs ætlaðra til kjötframleiðslu, sem töldust vera 7.521. 2. Hænsni. Aðeins eru taldir stofnfuglar, þ.e. 178.954 varphænsni, 44.065 holdahænsni og 24.020 líffuglar árið 1992, en ekki holdakjúklingar sem til 1991 voru taldir með holdahænsnum. 3. Svín. Hér eru aðeins talin fullorðin dýr, gyltur og geltir. 4. Loðdýr. Hér eru aðeins talin lífdýr, annars vegar minkalæður og högnar og hins vegar refalæður og steggir. 5. Annar bústofn. Auk þess búfjár sem fram kemur í töflunum voru skráðar 2.592 endur, 663 gæsir, 554 kalkúnar og 430 angórakanínur árið 1992. 6. Garðávextir. Auk kartaflna og rófna voru skráð 75,4 tonn af gulrótum 1992 en þær voru ekki áður taldar á skýrslum. Bústofnsbreytingar Fróðlegt er að athuga tölur um bústofn yfir nokkurt árabil (sjá hér aprflblöð og maíblöð Hagtíðinda svo og Landshagi 1992), meðal annars með hliðsjón af þeirri stefnu, sem beitt hefur verið í landbúnaði nú að undanförnu, að draga úr framleiðslu hinna hefðbundnu greina. Aratuginn 1970-1980 var tala nautgripa allbreytileg ár hvert á bilinu 60-67 þúsund en tala mjólkurkúa var yfirleitt 36-37 þúsund. Arin 1982- 1984 jókst nautgripafjöldinn til muna eða úr u.þ.b. 60 þúsundum í tæp 73 þúsund árin 1984 og 1985. Kúm fjölgaði minna eða úr 33 þúsundum í u.þ.b. 35 þúsund. Arið 1988 fjölgaði nautgripum alls um 1.800 en kúm fækkaði um 900 og árið 1989 fjölgaði nautgripum um 2.000 alls, en kúm fækkaði um 500 frá fyrra ári. Arið 1990 fjölgaði nautgripum um 2.100 og kúm um 756 frá fyrra ári. Árið 1991 fjölgaði nautgripum um 2.792 en kúm fækkaði um 605 frá fyrra ári, en 1992 fækkaði nautgripum um 1.647 og kúm um 1.282. Sauðfé fjölgaði mjög mikið á 8. áratugnum og var stofninn 896 þúsund þegar hann var stærstur árið 1977. Eftir það var sauðfé fækkað að mun í 712 þúsund árið 1983. Því ljölgaði lítils háttar 1984 en fækkaði svo um 5 þúsund 1985, 34 þúsund 1986, 51 þúsund 1987, 37 þúsund 1988, 26 þúsund 1989, 12 þúsund 1990, 37 þúsund 1991 og 23 þúsund 1992. Um aldamót voru talin 43 þúsund hross í landinu en þeim fjölgaði í 62 þúsund þegar mest lét árið 1943. Eftir það fækkaði hrossum stöðugt niður í um 30 þúsund á árunum 1958-1964, en fór þá að íjölga á ný. Árið 1992 voru talin vera um 75 þúsund hross í landinu eða 23 þúsundum fleiri en árið 1980. Loðdýrum fjölgaði verulegaárin 1985,1986 og 1987,en á árinu 1988 fækkaði refum mjög mikið, en minkum fjölgaði verulega. Árið 1992 stóð tala refa í stað en minkum fækkaði talsvert. Tala búfjár og jarðargróði 1986-1992 Number oflivestock and production offteld crops 1986-1992 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Nautgripir 71.383 69.029 70.824 72.789 74.889 77.681 76.034 Cattle þ.a. kýr 33.872 32.880 32.005 31.490 32.246 31.641 30.359 Thereof: cows Sauðfé 675.515 624.262 586.887 560.920 548.508 510.782 487.312 Sheep Hross 56.352 59.218 63.531 69.238 71.693 74.069 75.171 Horses Geitur 262 264 288 323 345 350 318 Goats Varphænsni 309.831 274.210 229.733 231.997 214.936 197.123 178.954 Hens Svín 2.744 3.351 3.453 3.247 3.116 3.315 3.474 Pigs Refir 21.700 20.300 9.000 7.618 4.862 5.029 5.419 Foxes Minkar 20.100 50.400 86.645 55.973 42.336 38.617 29.035 Mink Kanínur 5.900 3.900 3.259 2.179 1.814 1.570 430 Rabbits Þurrhey, m3 3.229.841 3.357.750 2.953.147 2.736.737 2.513.710 2.391.574 2.087.369 Dried hay, m1 Vothey, m’ 269.080 285.351 326.384 485.321 742.695 962.943 912.492 Silage, m3 þ.a. votheysrúllur 782.519 Big-baie silage Heykögglar, tonn 666 Hayclods, tonnes Kom, tonn 408 Com, tonnes Kartöflur, tonn 16.578 18.093 10.289 8.382 14.893 15.131 6.292 Potatoes, tonnes Rófur, tonn 1.025 1.084 671 544 808 643 386 Turnips, tonnes

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.