Baldur


Baldur - 11.10.1946, Page 1

Baldur - 11.10.1946, Page 1
UTGEFANDI: SÖSIALISTAFÉLAG fSAFJARÐAR xii. Arg. ístfjörður, 11. okt. 1946 27. tölublað. Meirihluti Alþingis gegn einróma kröfum þjóðarinnar. Bandaríkjasamningurinn, með „óverulegum orðalags- breytingum“ meirihluta utanríkismálanefndar, samþykkt- ur af 32 þingmönnum gegn 19. Breytingartillögur, er gerðu samninginn aðgengilegri frá sjónarmiði Islendinga og tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu, voru felldar með 27 atkvæðum gegn 24. Þingmenn Sósíalistaflokksins hafa lýst yfir því, að þeir telji grundvöll stjórnarstarfsins rofinn og krafðist þing- rofs og nýrra kosninga. Ráðherrar flokksins hafa beðist lausnar úr ríkisstjórninni. Síðan Baldur kom seinast út, hefur samningsuppkast Banda- ríkjastjórnar og Ólafs Tliors verið aðal dagskrármál þjóðar- innar. Fylgismenn „uppkastsins', sem ætluðu sér að ktujja málið í gegn á Alþingi á örskömmum tíma og hótuðu reiði Banda- ríkjanna, ef það yrði ekki samþykkt óhreytt, þorðu ekki, vegna einróma og ákveðinna mótmæla fólksins, að staiula við þá á- kvörðun, en láta undan síga í bili. Aukaþingið var framlengt til 10. þ. m. og „uppkastinu" vísað til utanríkismála-nefndar. Nefndin skilaði þremur álitum og Alþingi samþykkti að lok- um samninginn með 32:19 atkvæðum, með þeim breytingum, er meirihluti utanríkismálanefndar lagði til að gerðar yrðu á honum, en þessar breytingar kallaði annað aðalblað Sjálfstæð- isftokksins, dagblaðið Vísir, „óverulegar orðalagsbreytingar“. Álit utanríkismálanefndar. Þann 3. og 4. þ. m. vai’ í út- varpinu skýrt frá áliti og breyt- ingatillögum utanríkismála- nefndar, en nefndin hafði þá haft „uppkastið“ til athugun- ar um hálfsmánaðar skeið. — Nefndin var þríklofin í málinu. Meirihluti hennar, þeir Bjarni Benediktsson, Jóhann Jósefs- son, Gunnar Thoroddsen og Stefán Jóhann Stefánsson lögðu til að gerðar yrðu á „uppkastinu“ breytingar þær, sem Vísir kallar „óverulegar orðalagsbreytingar“ og má það vissulega til sanns vegar færa. Að vísu sniðu þessar breyting- ar suma verstu agnúana af samningnum, enda er þar af miklu að taka. Hinsvegar standa óbreytt þau ákvæði samningsins, cr tryggj a Banda- ríkjunum allan umráðarétt yf- ir Keflavíkurflugvellinum til hcrnaðarþarfa, og samningur- inn er, þrátt fyrir þessar breyt- ingar, hei’verndarsanmingur, sem innlimar Island í hernað- arkerfi Bandaríkjanna. Hér er ekki kostur þess að skýra nán- ar þessar lireytingatillögur þéirra þremenninganna. En þeir, sem á þær hlýddu i út- varpinu, liljóta að hafa veitt þvi athygli, að þær virtust samþykktar af Bandaríkja- stjórn en fluttar af hennar ís- lenzku skósveinum. Minnihluti nefndarinnar var tvík'lofinn. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins, þeir Hermann Jónasson og Bjarni Ásgeirsson, lögðu fram sérálit með breytingatillögum, er vissulega tryggðu betur rétt Islendinga en breytingatillögur meirihlutáns. Eftir þessum breytingatillögum er það skýrt tekið fram, að herverndar- samningurinn i'rá 1941 er úr gildi fallinn, svo að ekki þarf um það sérstakan samning. Is- lendingar taka sjálfir rekstur flugvallarins í sínar hendur og hafa alla stjórn lians með liöndum, ráða sjálfir starfslið o. fl. Samningurinn skyldi gilda til eins árs. Fulltrúi Sósialistaflokksins, Einar Olgeirsson, lagði til, að þingsályktunartillaga forsætis- ráðherra yrði felld en til vara að samningurinn yrði ckki endanlega staðfestur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæða- greiðslu. Rökstuddi Einar þessa tillögu sína nijög ítar- lega, og mun lesendum Baldurs síðar gefinn kostur á að kynna sér nánar þann rökstuðning. Hótun brezku stjórnar- innar. ' Þrítugasta seiitemher liarst ríkisstjórn Islands svohljóð- andi tilkynning frá stjórn Bretlands: „Ef íslenzka stjórnin og Alþingi samþykkja ekki það samningsfrumvarp, sem nú liggur fyrir og þannig að ástæðulausu hindra nauðsynlegt samband við setulið Bandaríkjanna í Þýzkalandi, mun það mæl- ast illa fyrir í Bretlandi“. Þessi orðsending brezku Sorglegt slys. Bátur ferst í fiskiróðri með þremur mönnum. Það hörmulega slys varð hér við ísafjarðardjúp þann 3. þ. m. að þrír menn héðan úr bæn- um fórust á litlum vélbát út af Arnarnesi. Menn þessir voru: Sigmundur Kristj ánsson, f. 26. sept. 1910 og systursynir hans Kristján Friðriksson f. 15. fehr. 1923, og Guðmundur Björn Friðriksson, f. 11. des.- 1926. Þeir voru allir ókvæntir og til heimilis að Sundstræti -35 A hér i bæ. Um klukkan 8 að morgni þess dags, er slysið varð, lögðu þeir af stað Iiéðan til að draga lóðir, sem þeir kvöldið áður höfðu lagt á opnum Álftafirði. Nokkru síðar skall á aftaka veður með miklum sjógangi og stj órnarinnar er furðulega ó- svífin. Hún er bein liótun um andúð þessa volduga. stórveld- is, ef Islendingar verða .ekki við óskum annars stórveldis i máli, sem þeir einir áttu að svara, án íhlutunar annara. Slíkri hótun .lilaut öll íslenzka þjóðin að mótmæla og virða hana að vettugi, og á þann veg hefði svar þjóðarinnar orðið, ef hún hefði fengið að svara sjálf. En meirihluti fulltrúa hennar, sem hún hafði kjörð til að fara með mál sín, litu öðru vísi á. Þeir höfðu tekið að sér að berjast fyrir óskum Bandaríkj anna og liótun Bretlands var þeim styrkur í þeirri baráttu. Afgreiðsla málsins á Alþingi. Laugardaginn 6. ágúst s. 1. var á Alþingi siðari umræða og atkvæðagreiðsla um þetta stór-mál. Þeirri umræðu var litvarpað, eins og kunnugt er. Að benni lokinni var gengið til atkvæða og urðu úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu sem hér segir: Fyrst kom til atkvæða dag- Framhald á 4. síðu. dimmviðri. Er talið, að bátur- inn hafi farist undan Arnar- nesi, því brak úr honum rak þar upp þennan sama dag. Lík 'þeirra bræðranna. Kristjáns og Guðmundar eru bæði fundin, en lík Sigmundar er ófundið enn. Það er sorglegt að sjá á bak þessum ungu og hraustu mönn- um. En sorglegast er þó þetta áfall fyrir móður Sigmundar, er sér þarna á bak syni sínum og tveimur dóttursonum, og er nú ein eftir á heimilinu há- öldruð og farlama. Þetta er heldur ekki i fyrsta skipti sem sjórinn heggur skarð i ástvinahóp þeirrar konu, því fyrir fáum árum féll sonur hennar, Haraldur, lit af báti og drukknaði. Þá er og þungur harmur kveðinn að móður ungu bræðr- anna, sem nú býr í Álftafirði, og öðrum frændum og vinum þessara manna. %

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.