Baldur - 07.11.1950, Side 2

Baldur - 07.11.1950, Side 2
2 B A L D U R M llllllllll'1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 | VIKUBLAÐ I Ritstjóri og ábyrgSarra.: | 1 llalldúr Ólafsson frú Gjögri. = Ritstjórn og afgreiðsla: I Smiðjugötu ’3. = i Sími 80. — Póstn^lf 124. | | Árgangur kostar 15 krónur. = I Lausasöluverð 50 aurar. illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllll Ævintýrið um karlssoninn. I kvæðinu „Bolsheviki", sem Stej)han G. Stephansson orti 1918, fyrsta árið eftir rússn- esku byltinguna, spyr hann hvort til valda sé kominn karls- sonur úr garð§horninu og tek- inn við konungsdómi. Undanfarna þrjá áratugi hefur alþýða Sovétríkjanna svarað þessari spurningu með því að sýna heiminum að ævin- týrið hefur raunverulega gerst. Á þessu tímabili hefur luin lyft stærri Grettistökum, skap- að sér meiri andleg og efnaleg verðmæti og tryggt sér örugg- ari lífsafkomu en dæmi eru til miðað við það ástand, sem hún hjó áður við. Hún hefur fyrir löngu unnið bug á mesta böli nútímans, atvinnuleysinu, og það svo rækilega, að á kreppu- árunum fyrir síðustu heim- styrjöld, ])egar atvinnuleysi þjakaði miljónir manná í auð- valdsheiminum, höfðu allar vinnandi hendur í Sovétríkj- unum nóg að starfa. Ilún hef- ur l)reytt landbúnaðarlandi með miðalda framleiðsluhátt- um i iðnaðarland, sem nú stendur jafnfætis og í sumum tilfellum framar mcstu iðnað- arlöndum heimsins. Hún hefur byggt stórkostleg raforkuver, bætt samgöngurnar með margra kílómctra löngum skipaskurðum mill'i stærstu fljótanna, breytt freðmýrum Síberíu og norðurhéraða Rúss- lands í ræktað land og vinnur nú að framkvæmd áætlunar um að gera að frjósömu akur- lendi eyðimerkur Asíu og stepp ur Suður-Rússlands. Verður það framkvæmt á þariii hátt, að með kjarnorkusprengjum er farvegum stórfljóta breytt og þeim veitt yfir ])essi landsvæði. Einnig verða ræktuð víðlend skógarbeltj til skjóls. Hér hafa verið raktir höfuð- þættir þessa ævintýrs, er þó mörgu sleppt, sem vert væri að bæta við. En vert er að geta þess, að í þessu ævintýri tók karlssonurinn við kóngsríkinu í rúst og varð að endurbyggja allt að nýju, og svipað liefur aftur gerst eftir síðustu heim- styrj öld. Það er sagt að öll ævintýri hafi ákveðinn boðskaj) að flytja. Ævintýrið um karlsson- inn í Garðarríki hefur flutt kúgaðri al])ýðu alls heimsins boðskap frelsisins. Fyrir áhrif þess hefur samskonar ævintýri gerst í Kína, Tekkóslóvakíu, Póllandi og öðrum löndum Mið- og Austur-Evrópu, og það hefur vakið frelsisþrá nýlendu- þjóðanna, sem nú berjast fyrir sjálfstæði sínu. Af þessum sökum minnist alþýðan um allan heim dags- ins, sem ævintýrið hefst, og af sömu ástæðu beitir auðvald heimsins fjármagni sínu og áróðurslist til þess að telja al- menningi trú um, að slíkt ævin- týri hafi ekki gerst og megi ekkj gerast. „En dagurinn fer sína leið yfir löndin, hve langt sem hún teygir sig — brúna höndin“. Ævintýrið um karssonirin úr garðshorninu á eftir að gerast í öllum löndum heims. -------o------- JÓN ARASON. Framhald af 1. .siðu. Þau voru sjö. Fjandmaður hans stóð yfir og „hað aflífa hann með hast, svo hann mælti ekkj fleira“. Af þessum börn- um sjö kom eitthvert mesta mannval lands á næstu öldum. Ættin mundi sársaukann, skildi ánauð og böðulsöxi, unni lífinu heitt. Dóttursonur eins ])eirra, hraustmennið Árni Oddsson, stóð enn hryggari í Kópavogi 1662 en Björn lang- afi hans við höggstokk sinn í Skálholti 1550, og Árni grét glatað þjóðfrelsi, þó að dansk- ir dátar sæju til hans, kvíði hans um barnabörn sín og allr- ar þjóðarinnar varð honum um megn. En niðjar hinna háls- höggnu komu blóði ])cirra í æð- ar allra Islendinga. Allur sársauki, sem safnaðist með þjóðinni þessar aldir, hit- aði henni í hamsi til við- reisnar og sjálfstæðisbaráttu, jafnskjótt og fyrstu vormerki fóru að hvetja liana. I þjóðar- sál íslandsins kom jörðin grænkandi undan snjó, þegar loks leysti. Það er ekki þýðingarlitil ættfræði að vita, að allir Is- lendingar, sem kunna nokkuð kyn sitt að reka, verða raktir með vissu til Jóns Arasonar og einnig þeirra sona hans, sem með honum féllu. Það var ekki blóðhefndarástríða, sem kynið erfði, en það var ástríða til að lifa af og bæta sér og þjóðinni upp á þúsund vegu það afhroð, sem ætt og þjóðfrelsi beið fyrir valdinu erlenda. Ástríðan sýð- ur okkur í blóði, að Jón Ara- son verði þannig dýrstur bætt- ur allra Islendinga og skuli aldrei þykja fullbættur. Hafj þjóðin lagzt í híði eins og björn eftir 1550, er hitt enn sannari líking að kalla sjálf- stæðishug 4. aldarinnar eftir hálshögg Jóns vera björn úr híði genginn. Enn á híðbjörn- inn eftir að rakna við, sent sefur. Því valda fjúkin feikndlig og frostin um bjarnar nótt. Helzta líflátssök þeirra feðga var talin, að þeir væru sekir um uppreisn, sem fæli í sér landráð. Landráðin voru þau að hlýðnast ekkj konungi. 1 öðru lagi voru þeir sannir að sök um baráttu gegn þeirri lút- ersku kirkjuskipun, sem kon- ungi var nauðsynleg til að geta eignast jarðir á Islandi (klaustraeignir og jarðir sak- felldra manna), en jarðeignir og lciguliðaþrældómur voru frumskilyrði til fyrirhugaðs höfuðsmannavalds á Bessa- stöðum. Jón Arason og syn:r hans vildu i einlægni hylla þann lconung, sem væri e.l:. hæstiréttur í veraldlegum deilumálum og réði veiting sýslumannsembætta o.þ.h., en léti landsmenn annars ná friði og fornum réttindum og féfletti þá ekki gegnum einokun né með öðrum ráðum. Feðgar voru drepnir ein- göngu af ])essum pólitísku á- stæðum, en ekki af trúmála- áhuga beinlínis. Uppreisnin var sú að kenna alþýðu meii’i vopnaburð en tíðkazt hafði um skeið og stjórna alþingi 1550 og nokkr- um kirkjustöðum Skálholts- hisluipsdæmis með vopnavaldi hennar. Seinna á sama manns- aldri gengu umboðsmcnn kon- ungs allvel fram í því að brjóta vopn og verjur fyrir bændum i því skyni að gera þá spakari og auðmjúkari (frá- sögn í Vopnadómi Magnúsar prúða). „Ilann æsir upp lýð- inn“ hafðj verið landráðasök meistarans frá Nazareth. Og um öll germönsk lönd sið- skiptaaldar risu alþýðuhreyf- ingar, sem þjóðhöfðingjar kæfðu með hörku, hvenær sent þeir gátu. Kristján konungur III. átti skamrpt að mipnast skæðrar styrjaldar við józka bændur með svipaðan málstað. Józka mótstaðan var brotin með margfalt rneiri hlóðsúl- hellingum en hér og meiri kúg- un höfð á eftir. Á Englandi voru 1549 viða uppreisnir gegn konungi og gæðingum hans. Kringum Norvich söfnuð- ust bændur í her og átu upp 20 þús. kindur fyrir aðalsmönn- um. Þeir risu bæði gegn sið- skiptunum og þeim yfirgangi, er fjármargir stórbændur með stjórnarhyllj fengu að breyta kotbændaökrum í haglendi og hrekja sveitaalmúgann á ver- gang, sviptan jarðnæði. En um íslenzkt ástand kvað Sigfús Köldukinnarprestur: Sumir höfðu svo margt bú, að setja varð í eyði þrjú kot fékk enginn félaus mann, fór. svo upp á almúgann. Og mál er að linni. Jón Arason hefði nauðugur vakið slika uppreisn sem hann frétti um í Bretlandj haustið 1549. En því verður eldci gleymt, að hópur 420 brynj- aðra Norðlendinga, sem stóðu fylktir 1550 við öxará, var lík- legur til að vita hér eftir af kraftj sínum og hafa mikil á- hrif í al])ýðlega átt á uppreisn- armarkmið ])eirra feðga. Her- flokka Guðmundar hiskups Arasonar hillir upp í sögunni að baki þeim. Með einbeittum leiðtogum mátti kalla fram svo sterka hreyfingu, að þróun er- lcnds valds yrði snúið í ósigur þess hér á landi. Án Jóns hiskups og Ara lög- manns, sem naut þjóðhylli, var þetta ekki hægt, og þess vegna var framið dómsmorðið á þeim, 7. nóvember 1550. Með þvi var kviknandi alþýðu- hreyfing slökkt. Nútíðarmönnum er tamt að leggja trúmál heggja deiluað- ila 1550 að jöfnu fyrir utan pólitík þeirra. Jón Arason var éfalaust snortinn mörgum heztu trúmálanýj ungum aldar sinnar, vildi prenta hér bækur og þýða guðsorð á íslenzku. Ut- skúfunarkcnningu kirkjunnar fellir hann flata með fáeinum vísum í Ljómum og virðist áð- ur hafa hugsað það trúaratriði skýrt. Hann gat ekkj hugsað sér Krist senda menn til eilífra kvala. Hitt þarf varla útskýringar, að Jón biskup var barn sinnar tíðar og haldinn mörgum ka- þólskum lileypidómum og erfðavenjum, að okkar dómi, sem máttu glatast. Jón Arason biskup átti að lögum atkvæði og sæti í rikis- ráði Noregsveldis og viður- kenndi ekki annað konungs- vald en Gamli sáttmáli ákvað og í sambandi við þetta ríkis- ráð. Löngu eftir að hinn ein- ráði konungur var búinn að leggja ríkisráðið niður og Norðmenn hættir að hugsa til endurreisnar á því, skaut þessi íslenzki fulltrúi ])angað

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.