Baldur - 07.11.1950, Page 3
B A L D U R
3
Undir alþýðustj órn.
Efnahagsleg þróun í Sovétríkjunum 1949.
málum sínum í ögrun við kon-
unginn.
Jóni biskupi Arasyni voru
boðin grið á banadægri, en
hann neitaði. Skilmálar hafa
verið þeir sömu og beitt var við
ögmund Pálsson Skálholts-
biskups fyrr.
Or því að skipinu varð ekki
forðað frá strandi, hleypti
biskup því til brots, er hann
hafnaði griðunum. Með því
móti þótti honum heldur von,
að bjargast mundi eitthvað af
því, sem hann sigldi með inn-
anborðs, trúin sem ekki var á
konungsvaldi, og landsréttindi,
sem fólu í sér rétt til samnings-
slita við konung og hlutu þvi að
síðustu að búa konungsvaldinu
gröf.
Og enn eitt. Sá bjargast, sem
fórnar lífi sínu fyrir eitthvað
stærra. Hefði þessu blóði ekki
verið úthellt, fyndum við, niðj-
arnir, ekki bruna þess og sig-
urhug í æðunum í dag.
0--------
Biskupskápa
Jóns Arasenar.
Biskupskápu Jóns biskups
Arasonar, má hiklaust telja
meðal merkustu gripanna í
Þjóðminjasafninu. Kápan sjálf
er úr rauðu flaueli en barmar
og kragi gullbryddir og fagur-
lega skreyttir. Ólafur Tómas-
son lýsir henni svo í vísum um
þá biskup Jón Arasojj og syni
hans:
„Skínandi var skrúðurinn einn,
sem skenkti .hann heim til Hóla,
með flugeli’ allur fagur og hreinn,
flúraður í þeiin skóla
sem langt í löndin er;
aldrei borið liefur annað slikt
enn fyrir sjónir mér,
veit eg fútt svo fólkið rikt
að finni’ hans líkann hér“.
Eftirfarandi tölur sýna efna-
hagsþróunina í Sovétlýðveld-
unum s.l. ár.
Iðnaðarf ramleiðslan.
Hún fór 3% fram úr árs-
áætlun, var 20% meiri en 1948
og 41% meiri en 1940. Fram-
leiðslukostnaður iðnaðarins
lækkaði um 7,3% og áætlaður
ágóði iðnfyrirtækja hækkaði
um 20 miljarð rúblur.
Miðað við 1948 óx fram-
leiðsla ýmsra mikilvægra vöru-
tegunda frá 6—126%, eða sem
hér segir miðað við einstakar
tegundir: Stál 25%, kol 13%,
olía 14%, rafmagn 18%, vöru-
vagnar 47%, vörubílar 30%,
fólksbilar 126%, rafmagnsvél-
ar ca 35%, kornþreskivélar
101%, tilbúinn áburður 31%,
traktorar 55%, sement 26%, út-
varpstæki 65%, bómullarefnj
14%, ullarefni 19%, silkiefni
28%, leðurstígvél 22%, kjöt og
smjör 6%, sykur 23%, niður-
suðuvörur 35%, sápa 70%, te
21%, svo nokkur dæmi séu
nefnd.
Lanbúnaður.
Árið 1949 var landbúnaðar-
framleiðslan meirj en fyrir
stríð. Kornuppskeran varð ca.
125 milj. smálestum meiri en
árið 1940, sem einnig var úr-
vals uppskeruár. Santa var að
segja um baðmull, hör, kart-
öflur o.fl. Rækktað land stækk-
aði um 6 milj. hektara miðað
við 1948. Húsdýra eign sam-
yrkjubúanna óx á sama tíma
sem hér segir: Nautgripir 21%
(27% meira en 1940), svín 78%
(16% meira cn 1940), kindur
og geitur 19% (44% meira en
1940), hross22% (16% meirien
1940), alifuglar ca 100%.
I þjónustu landbúnaðarins
voru 1949 notaðar 3.—4. sinn-
um l'leiri vélar, þar með talið
traktorar og bílar, en 1940. I
árslok var % af nautgripum og
helmingur af svinum og kind-
um samyrkjubúanna, kynbóta-
dýr og í ríkisbúunum % af
nautgripum og svínum og %
af kindum.
Samgsöngur og flutningar.
. Árið 1949 voru vöruflutning-
ar með járnbrautiun 17%
meiri en 1948,'með fljótaskip-
um 21% rneiri, með hafskip-
um 15% meiri og með bifreið-
um 28% meiri. Þar með höfðu
vöruflutningar farið í öllum
greinum fram úr því sem var
1940. Vöruflutningur bifreiða
var meira að segja næstum
100% meiri en þá.
Fjárfesting.
Fjárfesting var 1949 20%
meiri en 1948. Á árunum 1946
—1949 voru samanlagt stofnuð!
að nýju og endurreist 5300
stór ríkisiðjuver.
Verðlækkanir.
Þann 1. marz 1949 lækkaði
vöruverð í Sovétríkjunum um
10—30% til viðbótar þeirri
verðlækkun sem varð 4. apríl
1948. Aðallega voru það neyzlu
vörur, sem lækkuðu í verði en
einnig hey, fóðurvörur og
sement. Sparifjáreign almenn-
ings hækkaði á árinu um 71
miljarð rúblur. Sala neyzlu-
varnings var 20% meiri, miðað
við sama verðlag og 1948, þar
með komst sala allra þýðingar-
meiri neyzluvara fram úr því
sem var fyrir stríð.
Verkamenn og starfsmenn.
Þeim fjölgaði 1949 um 1,8
milj. og voru þar með orðnir
15% fleiri en 1940. Vinnuafköst
iðnaðarverkamanna voru 13%
meiri en 1948. Iðnskólarnir út-
skrifuðu 723 000 unga faglærða
verkamenn.
Skólar og kennslumál.
Árfð 1949 voru í Sovétríkjun-
um 36 milj. nemendur eða 2
milj. fleiri en 1948. I 861 æðri
skólum voru 1 128 000 náms-
menn eða 316 000 fleiri en fyr-
ir síðustu heimsstyrjöld,
Auk þess hefur nemendum í
tækniskólum og við sérfræði
nám fjölgað um 333 000 frá því
fyrir stríð. Sérfræðingar voru
68% fleiri en 1940. Rannsókn-
arstofnanir 50% fleiri og tala
vísindamanna, sem við þær
störfuðu, tvöfaldaðist.
Heilbrigðismál.
Rúmum í sjúkrahúsum fjölg-
aði 1949 um 38 000 og lækkn-
um um 26 000.
Húsnæðismál.
Árið 1946—1949 voru í borg-
unum endurbyggð og reist að
nýju íbúðarhús með samtals 72
milj. m2 gólfflöt og 2,3 milj.
íbúðarhús í sveitunum.
Þjóðartekjur.
Þj óðartekj ur Sovétríkj anna
á árinu um 17% miðað við
sama verðlag og árið áður.
Meðallaun verkamanna og
starfsmanna hækkuðu um 12%
miðað við 1948 og 24% miðað
við 1940. Meðal tekjur bænda
voru 14—30% hærri miðað við
sömu ár. Miðað er við sama
verðlag bæði árin.
Stálbræðslaofn í einni mestu
stáliðnaðarborg Sovétríkfanna.
Ofninn er af stærstu og full-
komnustu gerð.
Samanburður við
auðvaldsríkin.
Þessar tölur sýna þær miklu
framfarir, sem orðið liafa í
Sövétríkj unum s.l. ár. Til sam-
anburðar má geta. þess að í
Bandarikjunum fjölgaði at-
vinnuleysingjunum á sama
tíma að meðaltali um 1,5 milj.
og þjóðartekjurnar minnkuðu
um 4 miljarða dollara.
Svipuð varð útkoman í öðrum
auðvaldslöndum.
Gæfumunurinn.
I Sovétríkjunum á fólkið
sjálft framleiðslutækin og
stjórnar þeim með eigin hags-
muni fyrir augum. I Banda-
ríkjunum og öðrum auðvalds-
löndum eru framleiðslutækin
eign einstakra auðmanna og
auðfélaga, sem hugsa öðru
fremur um að tryggja sjálfum
sér sem mestan gróða. Það
gerir gæfumuninn.