Baldur - 23.12.1950, Side 5

Baldur - 23.12.1950, Side 5
B A L D U R 5 í 5 til 6 ríkisdali, kýr eða hestur í 18 til 20 rík- isdali, smjörfjórðungurinn í minnst 2% ríkis- dal, fjórðungur skóleðurs í 5 ríkisdali o.s.frv. Lengi hafa ekki fengizt neinar matvörur í kaupstöðum sunnanlands, enda þótt boðnir hafi verið 14 til 18 rd. fyrir hverja mjöl- eða rúgtunnu. Fjöldi búandi manna hefir sökum skorts flosnað upp og farið á verðgang með konu og börn. Fiskveiðarnar eru lélegar. Stormasöm tíð hefir valdið því, að sjaldan hef- ir gefið á sjó. Ekki er hægt að neita því, að ástandið þar hlýtur að vera hörmulegt. En hinsvegar er manni ekki ókunnugt um það, að Islendingar eru öðrum fremur snillingar í því að kveina og kvarta, og það er ósjaldan að þeir gera úlfalda úr mýflugunni. Frá Austurlandi hafa mér engar fréttir bor- izt. En menn segja, að á Norðurlandi hafi vet- urinn verið óvenjulega harður og þar, eins og á Suðurlandi, hefir fallið fjöldi fjár. Ég hefi einnig frétt, að í fyrrahaust hafi skip farizt á Skagastrandarliöfn, en ekki vita menn hver var eigandi þess.------ Hér um slóðir er ástandið enn bærilegt, þótt veturinn hafi verið einn hinn allra harðasti, sem menn muna. Að minnsta kosti hefi ég aldrei séð önnur eins kynstur af snjó. Aftur á móti hefir kuldinn ekki verið eins mikill og í fyrravetur. En fari nú ekki bráðum að hlána, þá er áreiðanlegt, að allflestir munu missa fé sitt, þvi að það eru ekki nema einstaka menn, sem eiga hálfsmánaðar heybirgðir. Ekki er um fjörubeit að ræða, þar sem ís hefir legið á frá því löngu fyrir jól. Þótt orðið sé þetta áliðið vors eygir hvergi auða tó og að undanteknum skriðunum í fjöllunum er allt hvítt, bæði á sjó og landi. Enda hefir hafísinn heimsótt okkur og bætt gráu ofan á svart. Enginn hefir gctað farið á sjó frá því löngu fyrir jól, því veit eng- inn hvort fiskur er genginn eða ekki. Það lítur því ekki vel út með verzlun þetta árið. Þó fer það eftir því hvernig aflabrögð verða þegar menn loksins komast á sjó. Þótt seinna verði farið að róa í ár en endranær, er ekki loku fyrir það skotið, að fiskafli geti orðið jafn góð- ur og undanfarin ár.------ Enn þá er ég allvel birgur af nauðsynjavörum og á hér um bil 150 tn rúgmjöls, 1000 pund skonroks og 500 tn. af salti. Einnig er ég vel birgur af færum, önglum og plötujárni, enn- fremur á ég gnægð af brennivíni og tóbaki. Birgðirnar af þeim vörum eru hér um bil 24 tunnur og 4200 pund. lslendingar hafa með áfergju keypt sigtaða byggmjölið. Ég hefi selt það á 8 ríkisdali tunnuna og á nú ekki ineira til af því, en af rúgmjöli aftur á móti, sem hefir verið selt á 10 rd. tunnan, hefir aðeins lítið eitt verið keypt. Hér um bil 40 tunnur hafa selzt af því, sem kom í fyrra. Rúgmjölið, sem blandað er að einum þriðja hluta með byggmjöli, selst jafn vel öðru rúgmjöli, að minnsta kosti hefir enginn minnst á neinn inis- mun við mig á því og öðru rúgmjöli. Bréf yðar frá 31. ág. og 6. sept. f.á. hefi ég fengið með skilum. Ég þakka lotningarfyllst fyrir ritgerðina um kalkbrennslu, er þér send- uð mér. Hygg ég að brennslan muni takast vel, þegar inaður er kominn á lagið. Aðferðin virð- ist vera mjög einföld, og ég ætla að gera dálitla tilraun í sumar. Bagalegast er, að við eigum ekkert steypuefni til þess að reisa ofna úr. En við verðum að bjargast við leir og dálítið kalk þar til betur stendur á. Okkur, sem hér dveljum, langar ákaflega mikið til að frétta eitthvað úr okkar kæru Dan- rnörku, einkum er okkur mikið í mun, að fá einhverjar fregnir af því, hvernig styrjöldin gengur. Ef til vill er friður kominn á? Guð gefi að svo væri. Við huggum okkur við það, að þar sem veturinn hefir verið svo harður á Islandi, hafi hann, eins og venja er til, verið mildari í Kaupmannahöfn. Þessvegna væntum við skip- anna snemma í ár. 23. ágúst 1802. Fiskveiðarnar hófust seint og vertíðin stóð ekki nema einn mánuð, en á þeim tíma aflaðist óvenjulega vel. Á þessum stutta tíma keypti ég hér um bil 650 skippund þurrkaðs saltfisks, en af því verður að geyma til næsta árs um 300 skippund vegna rúmleysis í skipunum. Aftur á móti hefir minna fengizt af lýsi en undan- farandi ár. Sumarið hefir ekki verð gott hér um slóðir, fremur kalt og votviðrasamt er á leið. 2. september 1803. Ferð mín til Isafjarðar (frá Kaupmannahöfn vorið 1803) tók fullar sjö vikur, var bæði löng og ströng, en ég hugga mig við það, að lieim- ferðin verði betri. Sumarið hefir verið hér mjög kalt. Þann 14, 25 og 26. ágúst var snjókoma og næturfrost. Grasspretta hefir verið rýr og heyskapur hefir gengið erfiðlega sökum sífelldra votviðra. Aftur á móti hafa aflabrögð verið heldur góð, vel að merkja aðeins hér við Djúp, því að frá hinum liöfnunum vestanlands berast þær fréttir, að fiskafli hafi verið mjög tregur. Sama er um Suðurland að segja. Ef okkur hefði ekki vantað salt í vor, hefðum við verkað minna af harð- fiski og meira af saltfiski. Við hefðum getað fengið hér um bil 800 skippundum meira af blautfiski en við tókum á móti, svo var einnig i hinni verzluninni hér i kaupstaðnum. Ekki veit ég hvort það er svo í öllum, en fundizt hafa margar rúgmjölstunnur, sem í hef- ir verið blandað byggi, ekki meira en svo vel möluðu. Þetta hefir að nokkru leyti komið í veg fyrir sölu á mjölinu. — Brennivínið okkar er bæði að lykt og smekk miklum mun verra en það, sem Thorlacius hefir fengið. Við verðum framvegis að gera okkur far um, að flytja inn betra brennivín, ef við eigum að vænta þess, að selja jafn mikið og hann. 13. ágúst 1804. Aldrei liefi ég fengið jafn fljóta ferð til lsa- fjarðar og í ár. Hugsið yður! Eina 14 daga frá Kaupmannahöfn til Patreksfjarðar, en 10 daga þaðan til Isafjarðar. Við komum hingað 10. júní og farmurinn, sem við fluttum, var í góðu lagi. Verðlag, bæði á danskri og íslenzkri vöru, hef- ir verið hið sama og i fyrra, og lausakaupmenn hafa ekki gert okkur hinn minnsta óskunda. Fiskafli í vor og sumar var mjög rýr. Aftur á inóti voru aflabrögð í fyrra haust allgóð. Ég get sent um 400 skippund af þurrum saltfiski. Þrjá fjórðu hluta þess fisks var búið að leggja inn í verzlunina fyrir jól, en aðeins fjórði lilut- inn var lagður inn í vor og sumar. Hákarlaveiðin er eina veiðin, sem íbúunum liefir lánazt í ár. Flesta skortir harðfisk til heimila sinna, og nokkrir hafa selt okkur lýsi með þeim skilmálum, að þeir fengju það greitt í harðfiski. Heyskapurinn gengur illa, því að þótt sumarið hafi verið sæmilega gott, og gras- spretta víða meira en í meðallagi, eru horfur á, að íbúunum verði ekki gagn af því sökum sí- felldra votviðra. Ef aflabrögð verða ekki betri í haust en þau voru í vor, verður veslings fólk- ið brjótumkennanlegt. I þau 10 ár, sem ég hefi verið hér, hefi ég veitt því athygli, að því kald- ar sem vorið og sumarið hefir verið, og því þrá- látari sem norðaustan áttin hefir verið, þeim mun betur aflast. B E L Þá er Astýages konungur safnaðist til feðra sinna, tók Kýrus hinn persneski við ríki hans. Daníel sat að konungsborði og var mest metinn af öllum vinum hans. Þá höfðu Babelsmenn skurðgoð eitt, er nefndist Bel, og þeir fórnuðu því á hverjum degi tólf mælum af fínu mjöli, fjörutíu sauðum og sex kvartilum af vini. Kon- ungurinn tignaði það einnig og fór daglega og féll fram fyrir því. En Daníel féll fram fyrir Guði sínum. Þá sagði konungurinn við liann: „Hversvegna fellur þú ekki fram fyrir Bel?“ En liann svaraði: „Ég tigna ekki skurðgoð, sem eru með höndum gjörð, heldur lifanda Guð, sem hefur skapað himin og jörð og hefur allt hold á valdi sínu“. Þá mælti konungur til hans: „Virðist þér ekki Bel vera lifandi guð? Eða sérðu ekki hversu mikið hann etur og drekkur daglega?“ Paníel mælti og hló við: „Lát eigi blekkjast, konungur, því að hann er leir að inn- an en eir að utan og hefur aldrei etið neitt“. Konungur reiddist þá, kallaði til sín presta sína og mælti við þá:„ Ef þér segið mér ekki, hver það er, sem etur þetta, sem fram er reitt, skuluð þér láta lífið. En ef þér getið sýnt fram á það, að Bel eti það, þá skal Daníel láta lífið. Því að hann hefur lastmælt Bel“. Og Daníel sagði við konunginn: „Svo verði sem þú segir“. Belsprestar voru sjötíu, auk kvenna þeirra og barna. Og konungurinn kom með Daníel inn í hof Bels. Þá mæltu Belsprestarnir: „Sjá, vér munum fara út, en þú, konungur, skalt reiða fram matinn og blanda vínið og bera það fram. Loka síðan hurðinni, og innsigla hana með innsiglishring þínum. Ef þú svo sér ekki, að Bel hefur etið allt upp, þegar þú kemur í fyrramálið, þá skulum vér láta lífið. En Daníel að öðrum kosti, er hann liefur logið á oss“. En þeir voru öruggir um sig, þvi að þeir höfðu gjört leynigöng undir borðið, um þau gengu þeir að staðaldri og átu upp föngin. Þegar þeir svo voru farnir, bar konungur matinn fram fyrir Bel. En Daníel bauð sveinum sínum að sækja ösku, og þeir stráðu henni um allt hofið í augsýn konungsins eins. Síðan gengu þeir út, lokuðu hurðinni, innsigluðu hana með innsigl- shring konungs og fóru burt. Um nóttina komu prestarnir, eins og þeir vor vanir, og konur þeirra og börn og átu allt upp og drukku. Næsta morgun voru þeir konungur og Daníel snemma á fótum. Konungur mælti: „Eru inn- siglin heil, Daníel?" En hann svaraði: „Heil víst, konungur". Óðar en dyrunum var lokið upp, leit konungur á borðið og hrópaði hárri röddu: „Mikill ert þú, Bel, og ekki eru svik hjá þér, nei, alls engin“. Þá hló Daníel, aftraði konungi frá að ganga inn og mælti: „Líttu á gólfið og aðgættu eftir hvern þessi spor eru“.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.