Baldur - 23.12.1950, Qupperneq 6

Baldur - 23.12.1950, Qupperneq 6
6 B A L D U R sóknarlýsing. Aldargömul Séra Bergur Halldórsson, sem skrifaði eftir- farandi sóknarlýsingu, var fæddur í Prests- bakkakoti 1 Vestur-Skaftafellssýslu 24. október 1819. Hann gekk í Bessastaðaskóla og útskrif- aðist þaðan 1844. Þriðja nóvember sama ár vígðist hann aðstoðarprestur séra Eyjólfs Kol- beinssonar á Eyri í Skutilsfirði. En hann veikt- ist brátt af holdsveiki og hélt ekki starf sínu nema í 4 ár. Hann andaðist á Eyri 30. desember 1854. Séra Bergur var hagmæltur, enda voru faðir hans og afi skáldmæltir, og nokkuð hefir hann látið eftir sig af Ijóðum. Hann safnaði þjóð- sögum og hann samdi lýsingu Hólssóknar í Bolungarvík og Eyrarsóknar í Skutilsfirði, og sá liluti hennar, er varðar Isafjörð, er svolátandi: Innar, í miðjum firði norðanverðum, er Eyri undir Eyrarfjalli. Þar er prestssetur og timbur- kirkja og lítill klukkuturn upp af. Eyrin, sem staðurinn stendur á, gengur suður á fjörðinn meir en miðjan. Þá snarbeygist hún og gengur i vestur inn eftir firði, beygist seinast nokkuð suður á við aftur svo skipaleiðin liggur svo nærri Kirkjubólshlíð, að ekki er meira en 5 faðmar í land, þegar siglt er inn fyrir eyrar- oddann. Höfnin ér inn í Eyrarbugnum og heit- ir Pollur. Það er hin bezta við lsland og nægi- leg fyrir 100 skipa í senn. Á eyrinni stendur kaupstaðurinn. Þar eru 3 sölubúðir og 5 timburhús önnur og 1 steinhús. Það er aðsetur héraðslæknisins. Mörg eru önn- ur hús á Eyrinni og öll smá. Búa í þeim tómt- húsmenn. Konungur mælti: „Eg sé spor karla, kvenna og barna“. Og konungur varð reiður, og lét sækja prestana og konur þeirra og börn, og þeir sýndu honum leynidyrnar, sem þau höfðu gengið inn um, til þess að eta það, sem á borð- inu var. Síðan drap konungur þá, en gaf Daníel Bel, og hann braut hann og hof hans. (Framanrituð frásögn er sennilega elsta leynilögreglusaga, sem skráð hefur verið. Um aldur hennar vita menn ekkert með vissu, þó þykir sennilegast að hún sé frá 1.—2. öld f. Krist. Hún hefur verið birt í úrvali leynilögreglusagna. Hér er sagan tekin úr Apokrýfar bækur Gamla-Testa- menlisins. Ný þýðing Rv. 1931, og er ein af þremur sögum í Viðauka við Daníels- bók). Litil kvikfjárrækt hér og stuttar heyannir, byrja með augusto og eru úti í miðjum septem- ber. Er því mest megnis lifað af fiskiafla, sem hér er mikill. Framan af sumri fiskast: Langa, skata, steinbítur, hrognkelsi og þyrsklingur. Þegar líður á sumar, og ýsa og heilagfiski, en þorskur árið um kring og bregst hann hér sjaldan í Djúpálnum. Hákarlaveiði er hér og mikil og kunna menn hér til hennar bezt, og stunda hana með harðfylgi, róa stundum svo langt á haf út, að „vatnar aðeins fyrir hæstu fjallatindum" (segja þeir) og liggja þar úti mörgum skammdegisnóttum í senn í kafaldi og grimmdarfrostum ef ekki byrjar til lands, en eru þeir því vanir að þá saknar sjaldan þó þeir sé á opnum skipum. Allan annan fisk veiða þeir á lóðir og sitja þá ekki lengur í senn, en meðan þeir draga upp lóðirnar en leggja aðrar; og að öllum veiðiskap eru þeir skjótari og fim- ari en flestir aðrir, en ekki fara þeim heyverk eða landvinna hönduglega að því skapi, enda er ekki mikil landyrkjan, engin þúfnasléttun né vatnaveitingar og engin tún- eða garða- hleðsla nema þá gjört er að bæjarhúsum, sem ekki her oft að, ekki heldur torfskurður, því menn hirða hér í hlöðum allan heyskap sinn. Enda eru menn ekki lengri tíma í landi þegar sjóveður er en þeir þurfa til hvíldar og til að hirða fangið. En gefi ekki á sjó þá eru þeir helzt að smíðum, því nálega er hver vaxinn maður nokkuð hagur, en fátt er haft til skemmt- unar, þó eru haldnar bændaglímur í verstöðv- um á vetrum, lesnar sögur og kveðnar rímur, því hér eru raddmenn miklir og þó engir söng- menn. Margir hættir eru hér nokkuð frábrugðn- ir því sem tíðkast á Suður- og Austurlandi, meðal annars það, að um alla langaföstu syngja menn tíðir á morgna, líkt og í Bessastaðaskóla er gjört. Annar siður er sá, að menn ganga til svefns undir eins og rökkva tekur um allt skammdegið og sofa fram yfir miðnætti. Er þá fyrst er menn vakna lesinn húslesturinn, en að því búnu fer kvenfólk til vinnu en karl- menn að róa. Flestir eru hér glaðværðarmenn, mannúðleg- ir, fjörugir, yfirlætislausir og viðmótsgóðir hversdagslega, nokkuð sællífir og þá óvandir að klæðum og öllum atbúnaði og hafa ungir menn að mestu óbreyttan búning feðra sinna og í öllu eru þeir sérlega fastheldnir við gamla háttu og tala allgott mál. Bóthildar þáttur og Ketils. Á minu 11. ári bar svo við, að ein gift kona, Bóthildur að nafni, hafði ferðast héðan úr Álfta- firði og yfir heiði í Önundarfjörð með vetur- gamalt eður tvævett sveinbarn, sá eð Ketill hét. Og þegar móðirin vildi hafa hingað aftur ferð- ast með sinni ungri barnkind til sinnar sveitar, þá vissu það engir í Álftafirði. Þetta skeði um Maríumessu fyrri. Og nær hún kom liingað og fór heiðarskarðið, skeldi yfir myrkraþoku, svo hún gekk og villtist of mikið til hægri liandar, allt þangað sem Valagil heita, hvar að eru mikl- ir forvaðar, og með því að hún var bæði veik og mædd orðin nam hún staðar fyrir Guðs anda áeggjan, hið næsta sem mátti þessum forvöðum, og af löngum burði sinnar barnkindar hafði henni þar í brjóst runnið og svo aldeilis út af sofnað i Herrans vald. Nú vissi enginn maður livorki önundarfjarðar né Álftafjarðarhrepps af þessu tilfelli. — Skömmu síðar í vikunni lieyrð- ist barnsópið ofan til byggða, og ætluðu þeir menn, sem næstir bjuggu, að einhver sérdeilis dýrshljóð vera mundu. Þetta bar til snemma í Augusto. I þann tima A:o 1604 bjó Síra Jón Grímsson í Svarfhóli í Álftafirði, sá eð var sóknarprestur ögurs og Eyrar, og nær hann fékk þetta að spyrja, sendi hann með skrifaðan seðil út eftir sveitinni lieim á hvern bæ til hvers búandi manns og bónda, sem að inni- haldi hafði, að liver þeirra kæmi með vopn í hendi heim á hans garð með hraðasta hætti þá strax samdægurs, og þar samtaka í sinni ná- lægð og með sínu ráði livernin þeir sér liegða skyldu í greindu efni, og gjörðist sú ályktan, að menn skyldu uppleita með alvarlegasta hætti hvaðan þessi ýlfran væri og eymdarhljóð eður af hverri skepnu. Gengu þeir svo af prestsins garði. Þá gengu allir skattbændur með þrískúf- aða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir Kg. M. (skikkan og befalningu. Og nær þeir komu á þann stað, sem konan lá önduð fyrir löngu, og fundu barnið hjá henni enn þá lifandi og konuna ó- skaddaða, því barnið hafði varið hennar lik í mörg dægur, þá linykkti hverjum þeirra hér við, og þótti hryggileg aðkoma, en þeim manni ei síst, sem bóndi og ektamaður var nefndrar konu, sá eð Jón Eyvindsson var að nafni. Var hennar lík flutt til byggða og þaðan með erleg- um tilbúningi og meðferð til Eyrarkirkju að liún greftraðist. En þessi þeirra sonur uppólst hjá sínum föður þangað til hann var kominn úr ómegð og var síðan vinnuhjú Síra Thomasar Þórðarsonar og andaðist þar vel tvítugur að aldri á Snæfjöllum. (Framanrituð frásögn er úr Ævisögu Jóns Ölafssonar, Iníafara, er hann sjálfur samdi (1661). Til fróðleiks skal þess getið, að séra Jón Grímsson var orðinn prestur í Ögurþing- um 1599. Hann var áður eitt ár prestur í Ár- nesi í Trékyllisvík, en 1615 fékk hann Prest- bakka í Hrútafirði. Séra Tómas Þórðarson varð prestur að Stað á Snæfjallaströnd 1629 og var þar til dauða síns 1670. Kg. M. skikkan og be- falning lítur að Vopnadómi Magnúsar Jónsson- ar prúða, genginn að Túngu í Patreksfirði 12. okt. 1581 og dæmdur til næsta alþingis 1582. Hljóðaði sá dómur um, að allir menn hér á landi séu skyldir að eiga vopn og verjur eftir fjárupphæð, þ.e. efnum. Þrískúfaðir atgeirar voru atgeirar með þremur oddum andspænis öxinni). llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll’lllllllllllllllllllllllllldlllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllliniIllllllIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIllll PRENTSTOFAN ÍSR0N7f óskar viðskipavinum sínum gleðilegra jóla og góðs nýárs og þakkar viðskiptin á líðandi ári.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.