Baldur - 23.12.1953, Síða 1

Baldur - 23.12.1953, Síða 1
BALDUR JÓLABLAÐ 1953 Jólavísa. Senn styttist nú húmið og haustnóttin löng og hækkar á loftinu sólin — en hví skyldi ég vera að syngja ykkur söng sem sjálf hafið kvæðin um jólin? I*ið vitið, eg á ekkert andríkis flug og er ekki á kórsöngva laginn. Og lagið sem ómar mér efst upp í liug á illa við hátíða-braginn. Hver almennings gleðifrétt eru mín jól, sem ákveða ei tíminn né höfin. Hver inannkynsins ljósrönd mín langdegis sól, eins ljúf er mér vaggan og gröfin — svo rétt mér út liátíðar-hugann þinn fjær, og hjartað eins langt, í ið skemsta, sem lýður þinn byggir, sem landið þitt nær, sem ljóð þitt er kveðið ið fremsta. u • * .f T •* ii iiBli _______ ■»-. „jitrr; Og barnið í jötunni, Messias minn er manngöfgið það sem við höfum. Og englarnir mínir er hópurinn hinn með hörpurnar, mannval í gröfum. Og sá sem að glatast til heljar, er hann sem liarðýðgin þjáir og beygir, sem á hvorki málstað né árnaðarmann, sem átroðning líður og þegir. Og við þykjumst all-flestir upprofið sjá og árbrún af fegurri tíðum — en vökuna stytta til morgunverks má á meðan við þraugum og bíðum. Svo tak þú hans málstað, er segir þér satt og svikin og ranglætið hatar. Og sendu þar jólakvöld góðvilja-glatt sem guðsþakka-skinið ei ratar. Og halt uppi virðing hvers verðleika-manns, ef vanþökk tróð gröf hans I eyði þá græddu þó meið yfir moldinni hans til minja, og hlúðu að því leiði. Og lát ei þá grunsemd þig fæla því frá hvort faðir þinn réði því svona — að bæta úr flónsku sem feðrum varð á er fremdarverk ættgóðra sona. Isafjörður 1883 Til hans væri — gleymt hvort hann árvakur er! Ei óskylt að nú væri munað, sem settist við kveldlampann kyrlátt hjá þér og kveikti þar fegurð og unað — en lágt stígur liún, þessi liátíðasól, í liávetrar rökkvaða geiminn. Og stundleg þau verða og stutt þessi jól, og staðlaus, því við erum gleymin. I»að jólar að ári, það helzt við í heim’, þó helgidags boðskapnum linni. Og kannske við glöggvuin þá hátíðahreim í hálfkveðnu vísunni minni. Og ef til vill liugsast oss hátturinn sá, að hátíðir fylgist með sólum, svo við höldum, góði minn, þriheilagt þá og þrettándann teljum með jólum. STEPHAN G. STEPHANSSON. QLkhq fóí!

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.