Baldur - 23.12.1953, Side 3

Baldur - 23.12.1953, Side 3
SáLllJl XIX. ÁRG. Isafjörður, jólin 1953. 15.—17. tölublað. SÉRA JÓHANNES PALMASON: Jólahugleiðing. Á hverju einasta ári berast þessi orð á hundruðum tungumála til milljóna manna: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Væri kannske ekki orðin ástæða til, að menn væru orðnir leiðir á þeim og tækju í þeirra stað einhver önnur orð til upplestrar á vetrarhátíð sinni, eitthvað, sem skáldin, vís- indamennirnir eða stjórnmálamennirnir hafa hrópað í eyru samtíðar sinnar? Allir þessir aðilar telja sig líka hafa brýnan boðskap að flytja, sem verði að ná tii fjöldans með mót- unaráhrif sín. Og ekki er þess að dyljast, að stundum kann okkur mönnunum að finnast, að á vettvangi þeirra finni mannkynið það, sem það þarfnast mest. En þó sýnist ekki hverjum tveimur hið sama. Einn vill byggja veröldina upp á stefnu þessa leiðtogans, ann- ar á stefnu hins. En reynslan sýnir., að það líður alltaf svo undra stuttur tími þar til þessi mannlegu tilbeiðslugoð falla úr tignarsessi sínum og gleymast. I orðum þeirra og lífi finnum við ekkert, sem við getum hugsað okk- ur að flétta hátíð um — ekkert, sem vakið geti mannkyninu hátíðahug í meira en nítján aldir og ófyrirsjáanlega framtíð að auk. Þetta, sem jólaboðskapurinn vekur athygli á, er annars eðlis. Við getum ekki litið á það sem hvern annan atburð sögunnar, sem að vísu sé merkilegur, hafi gripið inn í rás lífs- ins og breytt henni allt til þessa dags og eigi enn eftir að hafa áhrif um óákveðinn tíma — með sídofnandi krafti þó — unz hann standi aðeins skráður meðal annara hliðstæðra í ár- bókum framtíðarinnar. Það stendur í per- sónulegra sambandi við hverja kynslóð en svo. Það er nátengdara lífi mínu og þínu en svo, að þannig geti farið. Því að þótt fæðing Jesú Krists sé skráð meðal annara söguvið- burða, þá heyrir hún í rauninni ekki aðeins til liðna tímanum, heldur jafnt líðandi stund og ókomnum árurn. Hann fæddist fyrir meira en nítján öldum. I dag er hann enn að koma til mannanna, og við vitum, að einnig hinn ókomni dagur á eftir að verða upphafsdagur hans í þúsundum og milljónum hjartna. Því að hér er það sjálfur Guð, sem talar sitt hjálp- ræðisorð til mannheims, og orð Guðs fellur aldrei úr gildi. En jólin bera þá spurningu til okkar, hvort við höfum opin eyru til að heyra hið guðlega orð. Fær sjálfur Jesús Kristur rúm meðal okkar? Leyfum við honum að koma í fátækt sinni til að auðga líf okkar og umskapa þennan skuggalega heim? Á svar- inu við því veltur allt. Gegnum allt — gegnum allan ysinn og háv- aðann, sem við gerum í kringum okkur og verður stundum að aðalatriði hátíðahaldsins, á boðskapur jólanna að Ijóma í heilagri tign sinni: „Yður er í dag frelsari fæddur“. og við dauðlegir menn hljótum að fagna og lúta höfði í bæn: Kom þú, Drottinn Guð, á heilagri stund og opna hjörtu okkar fyrir návist jóla- barnsins. Lát þú Jesúm fæðast í hjörtum okk- ar á þessari hátíð. Gef þú okkur öllum heilög og gleðileg jól. Amen.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.