Baldur - 23.12.1953, Page 4

Baldur - 23.12.1953, Page 4
4 BALDUR JÓHANN HJALTASON, skólastjóri. GÖMUL BRÉF. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir land- ið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsyn- leg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu.“ Þannig hefst fjórði og fegursti hluti hins mikla skáldverks H. K. Laxness, um Ólaf Kárason Ljósvíking. Fáir munu þeir fulltíða Islendingar, er eigi kannast við þetta stór- merka verk, þó að önnur enn merkari hafi að vísu á eftir farið, frá hendi hins snjalla höf- undar. Svo sem eru íslandsklukkan og Gerpla. Er einkum hið síðarnefnda verkið svo frábært bókmenntaafrek, að trúlega mun langt til annars slíks með Islendingum. Fyrir oss Vestfirðinga er það fróðlegt at- hugunarefni, að söguhetjur þessara tveggja skáldrita eru vestfirzkt fólk. Um garpasöguna Gerplu skal eigi rætt í því sambandi, þar sem enn mun leitun á þeim íslenzkum manni, er eigi þekkir Fóst- bræðrasögu ásamt Heimskringlu Snorra, þrátt fyrir syndaflóð síðustu ára af margs- konar bókmenntarusli. Hitt er eigi jafn víst, að öll alþýða vestur hér, og því síður annars staðar um landið, kunni sömu skil á ætt og uppruna Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Raunar mun það fyrir nokkru kunnugt að fyrirmynd Laxness að ólafi Kárasyni er vest- firzkt alþýðuskáld, að nafni Magnús Hjalta- son. Liggur eftir Magnús handritabunki mik- ill, sem nú er varðveittur í Landsbókasafni. Þegar fyrsta bindi sagnabálksins kom út fyrir sextán árum, varð þetta þegar opinbert. Og enn voru menn minntir á hið sama s.l. vetur, er Gunnar M. Magnúss, rith. flutti út- varpserindi um Magnús Hjaltason. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram, að við orðið fyrirmynd skil ég ekki það, að> skáldsagan sé eða eigi að vei’a einskonar ljósmynd þess, sem raunverulega hefur gerzt. Ef svo væri gæti ekkert skáld, hversu snjallt sem er, skapað mikil listaverk um sögulegar persónur eða atburði. En þrátt fyrir það hafa flestir bókmennta- unnendur nokkurn áhuga fyrir því, að kynn- ast sannsögulegum fróðleik um menn og at- burði, sem orðið hafa tilefni frægra skáld- verka. Má í því sambandi minna á rannsókn- ir mikils fjölda fræðimanna á sennileik forn- sagna, og rannsóknir dr. Steingríms Þor- steinssonar á sögupersónum í Manni og konu. I þeirri góðu trú, að menn meti slíkan fróð- leik að nokkru, fara hér á eftir nokkur bréf (orðrétt en ekki stafrétt) sem öll snerta Magnús Hjaltason í uppvexti hans. Bréfin eru tekin upp úr gamalli bréfabók, sem nú er varðveitt í Héraðsskjalasafni Vestfjarða. Þó að bréf þessi skýri sig fullkomlega sjálf, að því, er til Magnúsar tekur mætti vitanlega ýmsum fróðleik við bæta um þá menn aðra, sem þar koma við sögu, en verður þó eigi gert að þessu sinni. Því einu skal við aukið um Magnús, að hann er fæddur 6. ágúst árið 1873 í koti því, sem á Tröðum hét, og var hjáleiga frá Eyri í Seyðisfirði. Þar er nú allt jafnað við jörðu, tóttir bæði og garðar, en með nýjum hætti tún ræktað á hinum fornu rústum. Foreldrar hans voru Hjalti Magnús- son, bróðir Þórðar alþingism. í Hattardal meiri, og kona hans, Friðrika Kristjánsdótt- ir frá Borg í Arnarfirði. Þau áttu þrjú börn fyrir er Magnús fæddist, og voru mjög fá- tæk. Það varð þá úrræði þeirra við ráð Þórð- ar í Hattardal að koma Magnúsi í fóstur og skyldi Þórður sjá um meðgjöfina. Magnús ólst því upp hjá vandalausum, allt frá sex vikna aldri, sætti misjafnri meðferð og heilsuleysi. Hann bjó alla ævi við skort og kröpp kjör, en.þrá hans til ritstarfa reyndist samt ódrepandi. Magnús orti mikið af kvæð- um og rímum, auk þess sem hann safnaði munnmælum og margskonar fróðleik. Er sumt af þessu prentað. Hann hélt dagbækur um langt skeið, sem að fróðra manna vitni eru merkilegar. Magnús andaðist árið 1916, að Suðureyri í Súgandafirði. Líf og starf þessa alþýðu- manns, sem að erfðum hafði tekið svo drjúg- Þessi bréf, sem liér birtast í fyrsta sinn á prenti, snerta vestfirzka al- þýðuskáldið Magnús Hjaltason Magn- ússon og lýsa mjög glöggt kjörum hans í æsku. Eins og kunnugt er, liafði Halldór Kiljan Laxness M. Hj. M. til hliðsjón- ar og fyrirmyndar aðalpersónunni í hinu kunna skáldverki sínu um ís- lenzka alþýðuskáldið Ólaf Kárason Ljósvíking. an skerf af djúpstæðri þrá kynstofns síns, til skáldskapar og bókvísi, verður Laxness tákn og hvöt til þess að rita sitt fræga og ágæta verk um alþýðuskáldið Ólaf Kárason Ljósvíking. BRÉF Nr. 232. Hér með læt ég hina heiðruðu hreppsnefnd I Súðavíkurhreppi vita, að ég ekki get haft lengur piltinn Magnús Hjaltason, sem er sveitlægur í Súðavíkurhreppi, og hjá mér hefur dvalið, en er nú lagstur algerlega í rúmið. Ég hefi snúið mér beint til hrepps- nefndarinnar í Súðavíkurhreppi af þeim á- stæðum, að ég hugsaði það yrði billegra að útvega honum samastað ef hreppsnefndin gerði það sjálf, heldur en ef aðrir óviðkom- andi gerðu það. Eg bið hina heiðruðu hrepps- nefnd að skrifa mér aftur hið allra fyrsta. Hesti, 16. apríl 1891 Margrét Bjarnadóttir. BRÉF Nr. 233. Samkvæmt meðteknu bréfi frá yður af 16. þ.m. hvar í þér talið um, að þér getið ei haft lengur piltinn Magnús Hjaltason, sakir veik- inda. Nefndin getur ekki neitað því, að téður piltur á hér framfærsluhrepp, en þar sem þér segið, að hann sé lagstur algerlega í rúmið, þá er hann eftir því að dæma ekki flutnings- fær. Því leyfir nefndin sér að mælast til, að þér vilduð gera svo vel að taka piltinn, ætíð fyrst um sinn, auðvitað móti borgun. En jafnframt því hefur nefndin það traust til yðar, að þér gerið það á (sem) sanngjarn- astan hátt. Svar óskast hið fyrsta. I umboði hreppsnefndar Súðavíkurhrepps. Súðavík, 25. apríl 1891. Hjalti Sveinsson. Til ekkju Margrétar Bjarnadóttur, Hesti. BRÉF Nr. 267. Hesti, 25. október 1891. Hér með læt ég þig vita, að eftir fyrirsögn séra Janusar í Holti, var læknir sóttur til Magnúsar Hjaltasonar, Oddur Jónsson, Þing- eyri. Ég sendi þér reikning með bréfinu frá Oddi, viðvíkjandi kostnaðinum. Einnig læt ég þig vita, að maður frá mér var með læknin- um fram og til baka. Og vegna þess að hann hreppti vont veöur urðu það fjórir dagar. Og gef ég þér sjálfdæmi á því, hvað þér þykir sanngjarnt að ég hafi fyrir það. Hér með vil ég einnig spyrja þig, hvort að ég eigi að fá meiri meðul handa honum ef að honum skyldi ekki batna af þeim, er hann hefur nú fengið. Og vil ég biðja þig að láta mig vita það. Með virðingu Jóhannes Kristjánsson. BRÉF Nr. 268. REIKNINGUR Ferð í tvo daga gangandi til Hests kr. 14,00 Ferja yfir Dýrafjörð ............. — 1,00 Meðul 1 flaska .................... — 1,13 Glas 0,65 Resept 0,25 ............ — 0,90 Kr. 17,03 Þingeyri, 21/11 ”91 Oddur Jónsson Til oddvitans í Súðavíkurhreppi. (Fyrir Magnús Hjaltason, Hesti). BRÉF Nr. 269 Þingeyri, 3. jan. 1892 Herra Bjarni Jónsson, oddviti í Súðavíkur- hreppi. Ég brauzt í ófærð norður að Hesti, eða Neðra-Hesti 1 Önundarfirði, dagana 21. og 22. nóv. f.á. til þess að skoða Magnús Hjaltason og skaffa honum meðul. Ferð og meðul kosta kr. 17,03. Þrátt fyrir að Jó- hannes Kristjánsson lofaði fljótri útvegun á greiðslu þessari, er hún enn ekki komin. Vil ég því biðja yður að gera svo vel að senda mér hana með næsta pósti eða hið allra fyrsta. Virðingarfyllst, Oddur Jónsson. Prófasturinn og Jóhannes létu sækja mig. (Bjarni Jónsson í Tröð, er í bréfi þessu er ávarpaður sem oddviti, mun eigi hafa gengt því starfi á þessum tíma, heldur Hjalti Sveinsson í Súðavík, eins og raunar er ljóst af næsta bréfi, en Bjarni mun um þetta leyti, hafa verið hreppstjóri í Súðavíkurhreppi. Misskilningi þessum veldur ókunnugleiki Odds læknis. J.Hj.). BRÉF Nr. 272. Súðavík, 23. febrúar 1892. Herra héraðslæknir Oddur Jónsson, Þingeyri. Samkvæmt reikningi yðar dags. 21/11 ‘91

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.