Baldur - 23.12.1953, Qupperneq 5
BALDUR
5
og ■ bréfi yðar dags. 3/1 ”92 sendi ég yður
hér með borgun fyrir ferð yðar og meðul
fyrir Magnús Hjaltason, Hesti, kr. 17,03. Þó
skal þess jafnframt getið, að mér og nefnd-
inni þótti reikningurinn ósanngjarnlega hár.
Hins vegar hefur nefndin litla heimild til að
kasta svona út fé fátækra, þar sem þurfa-
lingurinn sjálfur hefur ekki krafist styrks-
ins. Ennfremur óskar nefndin að þér vilduð
gera svo vel að senda henni kvitteringu fyrir
þessari borgun. Og ennfremur vottorð yðar
um hvað að Magnúsi gangi, og hvort þér haf-
ið nokkra hugmynd um að honum batni.
Virðingarfyllst,
Hjalti Sveinsson, oddviti.
BRÉF Nr. 292.
Breiðadal fremri 6/7 ”92.
Herra Hjalti Sveinsson, Súðavík.
Kæri vinur.
Ég rita þér nú þessar línur af því að ég
hefi ekki haft ástæður til að koma og finna
þig. Og læt ég þig hér með vita, að ég fékk
frá þér boð með Gísla á Mosvöllum um að
taka af ykkur ómaga, sem mun vera Magnús
Hjaltason. Og skal ég gera það með sömu
meðgjöf og Jóhannes hefur haft með honum,
ef honum ekki versnar, en versni honum, þá
verður náttúrlega meiri meðgjöfin. Og þau
boð fékk ég að ég mætti hafa landskuldar-
ærnar og í því skyni færði ég frá þeim.
Með vinsemd og virðingu,
þinn einl.
Jóhann Guðmundsson.
BRÉF Nr. 320.
Hesti, 14. jan. 1893.
Hér vil ég leyfa mér að senda hinni heiðr-
uðu hreppsnefnd í Súðavíkurhreppi eftir-
fylgjandi reikning yfir lækningatilraunir og
fleira, viðkomandi þurfalingnum Magnúsi
Hjaltasyni, er hjá mér hefur verið, og hljóð-
ar hann þannig:
A. Fyrir að senda 1 mann til Þing-
eyrar eftir meðulum og lækni, 4 d.
vegna óveðurs kr. 3,00 á dag ... kr. 12,00
Flutningur yfir fjörðinn ........... — 1,00
B. Fyrir þá 12 daga, sem ég hafði
nefndan Magnús fram yfir þann
tíma sem ég lofaði ykkur. Kr. 1,00
á dag .............................. — 12,00
C. Fyrir flutning á Magnúsi að
Breiðadal ......................... — 3,00
D. Fyrir ferð út að fremri Breiða-
dal með Bjarna hreppstjóra í Tröð
í Álftafirði ....................... — 3,00
Samtals kr. 31,00
Ofanskrifaðan reikning óska ég að hin
heiðraða hreppsnefnd Súðavíkurhrepps borg'i
hið fyrsta.
Virðingarfyllst,
Jóhannes Kristjánsson.
Til hreppsnefndar Súðavíkurhrepps.
BRÉF Nr. 315....
Fyrir (með) tekið bréf frá yður af dags.
14. jan. næstliðinn, áhrærandi þurfalinginn
Magnús Hjaltason. Þér gerið hreppsnefnd-
inni reikning fyrir kr. 31,00 skuld, fyrir ferð-
ir og fleira nefndum þurfalingi áhrærandi.
Þá skal þess fyrst getið, að það er algild
regla, í það minnsta í þessum hreppi, að sá,
sem hýsir ómaga hefur ekkert sérstakt end-
urgjald fyrir, þótt meðul séu einhverntíma
sótt handa þurfaling.
En fyrir þá 12 daga, sem þér þykist hafa
haft hann fram yfir meðlagstímann ‘getur
nefndin heldur ekki tekið til greina, þegar
hún lítur á gefið vottorð dags. 10. ágúst
næstliðinn um meðferð yðar á Magnúsi
Hjaltasyni, þar sem þér í votta viðurvist
hafið lofað kr. 20,00 fyrir slæma meðferð og
illa aðhjúkrun á framannefndum þurfalingi.
Af framan og ofangreindu getur hrepps-
nefndin ekki tekið reikning yðar til greina.
í umboði hreppsnefndar Súðavíkurhrepps.
Svarthamri, 25. marz 1893,
Ásgeir Ásgeirsson, oddviti.
Til Jóhannesar Kristjánssonar, Hesti.
BRÉF Nr. 316.
Þar eð hreppsnefndin í Súðavíkurhreppi
hefur fengið áskorun frá þurfalingnum
Magnúsi Hjaltasyni í Breiðadal í önundar-
firði, um að nefndin leiti réttar síns fyrir
þá illu meðferð, er Jóhannes Kristjánsson á
Hesti í Mosvallahreppi og kona hans Jónína
veittu honum yfir iy2 ár, er hreppsnefnd
Súðavíkurhrepps greiddi þar með honum.
Af ofantéðu leyfir nefndin sér að skora á
yður herra sýslumaður að rannsaka þetta
málefni sem fyrst. Til frekari skýringar
sendist yður skýrsla þurfalingsins sjálfs og
vottorð tveggja vitna í Mosvallahreppi.
Svarthamri, 25. marz 1893.
1 umboði hreppsnefndar Súðavíkurhrepps,
Ásgeir Ásgeirsson, oddviti.
Til sýslumannsins í ísafjarðarsýslu.
BRÉF Nr. 346.
Heiðraða hreppsnefnd Súðavíkurhrepps.
Hér með gef ég yður til kynna, að Davíð
læknir á Brjánslæk er búinn að lofa mér því
að taka Magnús son minn á heimilið til sín
í þeirri meiningu að reyna það er hann getur,
að hann fái betri heilsu ef mögulegt verður.
Á meðan að guði þóknast að gefa mér
sömu heilsu og ég enn hefi, langar mig til
að brjóta bein til mergjar, sem mér er unt,
að Magnús þurfi sem allra minnst að þyggja
af sveitinni.
Af því að ég lofaði Davíð því að borga af
mínum sjálfs ramleik með Magnúsi, þá vill
hann helzt að ég vinni hjá sér, fyrir það
fyrsta næsta ár, ef við lifum allir. Svo það
er áform mitt að fara þangað með Magnúsi,
það er að segja ef þið viljið þyggja þetta
boð. En ef svo verður þá verð ég að biðja
yður að gera svo vel og koma honum með
dampi og kosta hann til ferðarinnar þvi að
það get ég ekki.
Ekki vill Davíð að hann komi fyr en í
maí, og þá ætti hann að komast til Flateyr-
ar, og skal ég vera þá búinn að undirbúa
það, að þar verði tekið á móti honum og
lofað að vera, þangað til að hann kemst til
Davíðs, ef að ekki getur staðið svo á að ég
verði í sömu ferðinni.
Ég á nú dót mitt svo lítið sem það er
norður á Hvilft í önundarfirði og þarf að
koma því líka sömu leið, ef að þessu verður.
Nú er innileg bón mín til yðar, að þér skrifið
mér til sem allra fyrst hvort þér viljið
þiggja þetta eða ekki. Davið vildi að ég færi
því á flot við yður, að þér vilduð svo vel
gera og láta dálitla meðgjöf fylgja Magnúsi,
svona í fyrsta gang, af því að hann væri bú-
inn að þyggja af sveit hvort sem væri, og
hann áliti mig vera orðinn lasinn til heilsu
og gamlan til að standast þann kostnað, sem
gæti komið af því að reyna við hann ef til
hlítar ætti að duga, og svo þyrfti ég að hafa
meira en rétt að borða.
Allra vinsamlegast,
Kvígindisfelli í Tálknafirði, 8. desembér 1893
Hjalti Magnússon.
BRÉF Nr. 350.
Herra Hjalti Magnússon, á Kvígindisfelli.
Hér með látum vér yður vita, að hrepps-
nefndin hér er yður mjög þakklát fyrir það
tilboð yðar að taka Magnús son yðar til um-
önnunar og framfæris, enda þótt vér að ein-
hverju leyti styrktum yður til þess að leita
honum þeirrar hjálpar, er hann með þarf og
hægt er að veita honum.
En þá viljum vér biðja yður að gera svo
vel og láta okkur vita fyrir hvað Davíð
læknir gefur kost á að hafa hann með mik-
illi borgun frá Súðavíkurhreppi yfir árið.
Því sé það mjög hátt, er hann setur upp
með honum, munum vér eigi geta þegið boð
yðar, þar drengurinn er nú sem sézt á góð-
um batavegi og von, um að hann heldur létt-
ist á meðgjöf eftirleiðis.
I umboði hreppsnefndar Súðavíkurhrepps
27. janúar 1894
Ásgeir Ásgeirsson, oddviti.
---------O---------
Rauðkjóll.
Höfðingi Seneca-ættkvíslar Indíána í
Norður-Ameríku, kallaður Rauðkjóll, ávarpar
trúboða á ráðstefnu, sem haldin var í
Buffalo árið 1805.
(Þegar trúboðinn hafði lokið máli sínu,
báru Indíánarnir ráð sín saman í tvær stund-
ir, en síðan svaraði Rauðkjóll fyrir þeirra
hönd á þessa leið:)
Vinur og bróðir. Það var vilji Andans
mikla, að við hittumst hér í dag. Hann ráð-
stafar öllu og hann hefur gefið okkur gott
veður til þessarar ráðstefnu. Hann hefur
svift klæðum sínum frá sólunni og látið hana
skína skært á okkur. Augu okkar eru opin,
svo að við sjáum alla hluti skírt. Eyru okk-
ar eru opin, svo að við höfum heyrt greini-
lega orðin, sem þú mæltir. öll þessi gæði
eigum við Andanum mikla að þakka, og hon-
um einum.
Bróðir. Þú kveiktir eld þessarar ráðstefnu.
Að beiðni þinni komum við saman á þessum
tima. Við höfum hlýtt með athygli á orð
þín. Þú hvattir okkur til þess að láta skoðun
okkar hiklaust í ljós. Þetta er okkur fagn-
aðarefni. Við litum því svo á, að við getum
verið hreinskilnir við þig og sagt þér allan
okkar hug. Allir höfum við heyrt raust þína
og við svörum þér allir sem einn maður. Við
erum sammála.
Bróðir. Þú æskir svars okkar við orðum
þínum áður en þú farir héðan. Það er ekki
nema sanngjarnt, að þér veitist það, því að
þú ert fjarri heimili þínu og við viljum ekki
tefja för þína. En fyrst ætlum við að líta
nokkuð aftur í tímann og segja þér, hvað
feður okkar kenndu okkur og hvað við höf-
um heyrt af hvítu mönnunum.
Bróðir. Hlýddu á orð okkar. Sú var stund-
in, að forfeður okkar áttu þetta stóra ey-
land. Bústaðir þeirra náðu frá uppkomu sólar
til sólseturs. Andinn mikli skapaði þetta land
Framhald á 8. síðu.