Baldur - 23.12.1953, Page 8

Baldur - 23.12.1953, Page 8
8 BALDUR A Isafirði fyrir 60 árum. ANNÁLL ÁRSINS 1893. Manníjöldi í kaupstaðnum var í árslok 770, en fjölskyldur voru 148 talsins. Auk þess bjuggu á Stakkanesi 3 fjölskyldur, samtals 18 manns. Vígð voru saman 7 brúðhjón. 1 kaupstaðnum fæddust 41 barn, 22 drengir og 19 stúlkur. Þetta ár létust 8 manns, allt karlar. 1 bæinn fluttust 37 manns, en úr honum 40 manns, þar af 12 til Vesturheims. Bæjarfógeti var Lárus H. Bjarnason og var hann settur í það embætti. Hann var jafnframt oddviti bæjarstjórnar en aðrir í henni voru: Torfi Markússon, snikkari, Sig- urður Guðmundsson, verzlunar- maður, Grímur Jónsson, cand. theol., barnakennari, Jóakim Jóa- kimsson, snikkari, Sigfús H. Bjarnarson, kaupmaður og Árni Sveinsson, snikkari. Sóknarprestur var séra Þorvald- ur Jónsson, prófastur. Héraðslæknir var Þorvaldur Jónsson. Harin var jafnframt lyf- sali. Alþingismenn kaupstaðarins (og jafnframt sýslunnar) voru: Skúli Thoroddsen, sýslumaður og ritstjóri, og séra Sigurður Stefánsson í Vigur, sóknarprestur í Ögurþingaprestakalli. Fiskafli var tregur í ársbyijun. Hafíshroða rak inn á Djúp 18. janúar og með ísnum kom fisk- hlaup og hélzt prýðisgóður afli, þegar gæftir voru, fram undir febrúarlok. Úr því var afli mjög lélegur fram til marzmánaðarioka, enda voru gæftir mjög stopular. Með aprílbyrjun tók afli heldur að lifna og varð ágætur allan apríl og fram undir 20. maí. Veiddist síld á Pollinum og var seld til beitu á 24 kr. tunnan. — Jón Einarsson, bóridi á Garð- stöðum, faðir Jóns Auðuns alþing- ismanns og þeirra systkina, reri í Bolungarvík frá páskum (2. apríl) og til 18. maí, eða í rúmar 6 vikur,' og saltaði hann á þess- um tíma úr 60 tunnum salts. (Á þessum árum og lengi fram eftir var aflamagn talið eftir því, hve margar tunnur salts (100 kg.) voru notaðar til söltunar aflans. Talið var, að úr 1 tn. salts feng- ist að jafnaði 1 skippund (160 kg.) af fullverkuðum saltfiski.) Kvaðst Jón bóndi aldrei hafa fengið meiri afla á jafn stuttum tíma. Eftir 20. maí fór að draga úr afla við Út-Djúpið, en hélzt þó allgóður út. júnímánuð þegar beita fékkst, en síldveiði var stopul. 1 júlímánuði var afli fremur lítill enda þótt beita fengist, og helzt á fjörðum inni. Talsverð síld veidd- ist þá um sumarið í Seyðisfirði. 1 október var fremur góður afli allt til mánaðarloka, en úr því æ tregari eftir því sem á nóvember- mánuð leið og virtist fiskur kippa sér undan í suðvestan rosunum. Þann 24. nóvember fylltist Út- Djúpið og Skutulsfjörður af haf- ís og vonuðu menn, að fiskhlaup fylgdi honum. Svo varð og, því að afli varð dágóður eftir að haf- ísinn fór í mánaðarlokin og mátti heita góður í desember, en nær aldrei gaf á sjó. Þilskipum fjölgaði jafnt og þétt á þessum árum. Á þessu ári munu ekki færri en 20 þilskip hafa gengið héðan úr bæ til veiða um sumarið. Þilskip voi’u sett niður RAUÐKJÓLL. Framhald af 5. síðu. handa Indíánunum. Hann skóp vísundinn og önnur dýr þeim til fæðu. Hann skapaði björn- inn og bjórinn, en skinn þeirra voru föt okk- ar. Hann dreifði þeim um landið og kenndi okkur að veiða þau. Hann lét kornið vaxa á jörðinni svo að við gætum fengið brauð. Allt þetta gerði hann fyrir rauðu bömin sín, af því að hann elskaði þau. Ef ágreiningur varð um veiðilendur, var hann venjulegast jafnað- ur án mikilla blóðsúthellinga. En ólánsdagur reis yfir okkur. Forfeður þínir komu yfir vötnin miklu og tóku land á þessari eyju. Þeir voru fáir og hittu fyrir vini, en ekki óvini. Þeir sögðu okkur, að þeir hefðu flúið sitt eigið land af ótta við vonda menn og væru komnir hingað til þess að rækja trúar- brögð sín. Þeir báðu um landskika. Við aum- kuðum þá og veittum þeim bón þeirra. Þeir settust að meðal okkar og við gáfum þeim korn og kjöt, en í stað þess gáfu þeir okkur — eitur. Hvítu mennirnir höfðu nú fundið landið okkar, fréttir bárust af því og fleiri hvítir menn komu hingað. Samt óttuðumst við þá ekki, við töldum þá vera vini okkar og þeir kölluðu okkur bræður sína. Við trúð- um þeim og gáfum þeim meira land. Þegar fram liðu stundir fjölgaði þeim mjög. Þeir vildu meira land . Þeir vildu eignast allt landið okkar. Þá lukust upp augu okkar og við urðum kvíðafullir. Ófriður gaus upp milli þeirra og okkar. Rauðskinnar voru ginntir með fé til þess að bera vopn á sína eigin kynbræður og fjöldi okkar féll.. Þeir færðu okkur líka sterka drykki, ..s.em yoru . svo banvænir,..að J).eir hafa drepi(5.þýsundir okk- ar manna. Bróðir. Landareign okkar var einu sinni stór, en ykkar lítil. Þið eruð nú orðnir að stórri þjóð, en okkur er varla eftir skilinn blettur til þess að leggja ábreiðu okkar á. Þið hafið náð í landið okkar, en ykkar er það ekki nóg. Nú viljið þið þröngva okkur til þess að taka trú ykkar. Bróðir. Hlýddu á mál mitt. Þú segist vera sendur hingað til þess að kenna okkur hvern- ig við eigum að dýrka Andann mikla svo að honum sé það velþóknanlegt. Þú segir, að ef við tökum ekki þá trú, sem þið hvítu menn- irnir kennið, muni okkur farnast illa. Þú segir, að þið verðið hólpnir, en við munum glatast. En hvemig getum við vitað, að það sé sannleikur? Okkur skilst, að trú ykkar sé rituð á bók. Ef okkur var hún ætluð, eins og ykkur, hvers vegna gaf Andinn mikli þá okkur hana ekki, og ekki aðeins okkur, hvers vegna gaf hann ekki forfeðrum okkar þekkingu á þessari bók og það sem með þurfti til þess að skilja hana á réttan veg? Við vitum aðeins það, sem þið segið okkur um þetta allt. Hvernig getum við vitað hve- nær við eigum að trúa ykkur, þar sem hvítir menn hafa svo oft svikið okkur? Bróðir. Við skiljum þetta ekki. Okkur er sagt, að forfeðrum ykkar hafi verið gefin þessi trú og að hún hafi gengið frá föður til sonar. Okkar trú var líka gefin forfeðrum okkar og hún hefur gengið til okkar, barn- anna þeirra. Við dýrkum okkar guð eins og okkur var kennt. Okkar trúarbrögð kenna okkur að vera þakklátir fyrir öll þau gæði, sem okkur veitast, að elska hver annan og að standa saman. Við deilum aldrei um trú- arbrögðin. Bróðir. Andinn mikli hefur skapað okkur alla, en hann hefur gert mikinn mun hvítra og rauðra barna sinni. Hann hefur gefið sinn hörundslitinn hvorum og ólíkar venjur. Ykkur hefur hann gefið þekkinguna, en hann hefur ekki opnað augu okkar fyrir henni. Við vitum að þetta er sannleikur. En fyrst hann hefur gert okkar svo mikinn greinarmun í flestum efnum, hví megum við þá ekki álykta, að hann hafi gefið okkur ólík trúarbrögð í sam- ræmi við skilning okkar? Andinn mikli gerir það, sem rétt er. Hann veit hvað börnum hans er fyrir beztu. Við erum ánægðir. Bróðir. Ekki viljum við eyða trú ykkar né svipta ykkur henni. En við viljum fá að halda okkar trú. Bróðir. Þú segist ekki vera kominn hingað til þess að eignast land okkar né fjármuni, heldur til þess að upplýsa hug okkar. En nú ætla ég að segja þér eitt. Ég hef verið á sam- komum ykkar og þar sá ég þig safna saman fé. Ekki get ég sagt, til hvers þetta fé er ætlað, en ég býst við, að það sé ætlað presti ykkar. Ef við tækjum ykkar trú, munduð þið ef til vill vænta einhvers frá okkur.. Bróðir. Okkur er sagt, að þú hafir verið að prédika fyrir hvítum mönnum hér um slóðir. Þessir hvítu menn eru nágrannar okk- ar, við þekkjum þá. Nú ætlum við að sjá hverju fram vindur og gæta þess, hvaða áhrif prédikanir þínar hafa á þá. Ef okkur virðist, að þær bæti þá, svo að þeir verði heiðvirðir og síður hneigðir til þess að pretta Indíánana, ætlum við aftur að hugleiða það, sem þú hefur sagt. Bróðir. Þú hefur nú heyrt svar okkar við orðum þínum og þetta er allt og sumt, sem okkur liggur á hjarta að segja, að svo stöddu. En þar sem við erum nú að skilja, ætlum við að taka í hönd þína og við von- um, að Andinn mikli verndi þig áför þinni og gefi það, að þú komist heilu og höldnu heim til vina þinna. (Úr bókinni: Líf og saga Indíána í Norður- Ameríku, bls. 594 nn, eftir Samúel G. Drake. — Ræða þessi, segir Drake, er áreiðanleg og a.m.k. eins rétt og hægt er að þýða hana úr indíánamálinu, sem hún var flutt á. Þótt Rauðkjóll skildi ensku vildi hann ekki flytja ræðu sína á því máli. Þegar höfðingi Seneca- Indíánanna hafði lokið máli sínu gekk hann og Rauðskinnarnir til trúboðans : til. þess að taka í hönd hans. Hann vildi ekki taka á móti þeim, en sagði um leið og hann stóð skjótt á fætur, að trúarbrögð Guðs og verk djöfulsins ættu ekkert sameiginlegt og þess vegna gæti hann ekki tekið í hönd þeirra. Rauðskinnarnir brostu kurteislega og gengu burt).

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.