Baldur - 19.04.1958, Qupperneq 4

Baldur - 19.04.1958, Qupperneq 4
BALDUR ★ ★ ★ FRA BÆJARSTJORN Nýir borgarar. Halldór Friðgeir, fæddur í Fremri-húsum í Arnardal 2. des. 1957. Foreldrar: Fríða ólafsdóttir og Guðmundur Matthíasson, Fremrihúsum. I'orbjöm Halldór, fæddur á ísa- firði 24. ágúst 1956. Foreldrar: Guðríður Matthíasdóttir og Jó- hannes Jónsson, Isafirði. — Báðir skírðir 3. apríl 1958. Hannes, fæddur á ísafirði 12. des. 1957. Foreldrar: Fjóla Hann- esdóttir og Óskar Friðbjörnsson, Hnífsdal. HalLdór, fæddur á Isafirði 22. sept. 1957. Foreldrar: Guðrún Gísladóttir og Þórólfur Egilsson, Hlíðarveg 5, ísafirði. — Báðir skírðir 6. apríl 1958. Magnús, fæddur á Isafirði 2. des. 1957, skírður 13. apríl 1958. Foreldrar: Kristín Þórarinsdóttir og Guðfinnur Magnússon, Brunn- ögtu 20, ísafirði. Hjúskapur. Þann 31. marz s.l. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- presti, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Fjóla Hannesdóttir og Stefán Friðbjörnsson. Heimili þeirra er í Hnífsdal. Þann 5. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Edda Katrín Gísladóttir og Hall- dór Hermannsson. Heimili þeirra er í Mjógötu 3, ísafirði. Skákkeppni í Vélsmiðjunni Þór h.f. /Nýlega er lokið hinni árlegu skákkeppni í vélsmiðjunni Þór h.f. Keppt var um bikar gefinn af Ól- afi Guðmundssyni, forstj. Hand- hafi bikarsins var Jóhannes Þor- steinsson, en bikarinn hlaut að þessu sinni Jón Þorbergsson. Keppendur voru 13 og keppt í ein- um flokki. Flesta vinninga höfðu: 1. Jón Þorbergsson 11 y2 vinning, 2. Jóh. Þorsteinsson 10 vinninga og 3. Guðm. Þorvaldsson 9 y2 vinn- ing. Hljómleikar L. I. Lúðrasveit ísafjarðar hafði hljómleika í Alþýðuhúsinu 21. f.m. Ritstjóri Baldurs hafði ekki ástæð- ur til að sækja hljómleikana, en honum hefur verið sagt, að þeir hafi tekist ágætlega og verið Lúðrasveitinni og stjórnanda hennar til sóma. Lúðrasveitin hef- ur einnig haldið hljómleika í Bol- ungarvík og Hnífsdal, og flogið hefur fyrir að hún ætli að endur- taka hljómleikana hér. Ef svo verður, gefst bæjarbúum tækifæri til að bæta fyrir alltof lélega að- Bæjarstjórnarfundir voru haldn- ir 19. marz, 2. og 16. apríl. Helztu samþykktir fundarins 19. marz voru þessar: Sinjað erindi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli þess efnis að bæjarsjóður Isafjarðar greiði kr. 906,75 af kostnaði vegna löggæslu- manns s.l. ár til viðbótar við það sem áður hefur verið samþykkt að greiða. Erindi hafði borist frá Ragnari Ásgeirssyni, héraðslækni, þar sem vakin er athygli á lögum um hundahald frá 1953 og reglugerð nr. 201 frá 31. des. 1957. Bæjar- ráð lagði til að notuð yrði heimild nefndra laga um bann gegn hunda- haldi. Samþykkt var breytingar- tillaga við tillögu bæjarráðs þess efnis, að þeir, sem nú eiga hunda í bænum, megi láta þá lifa, en þeir mega ekki fá sér eða ala upp hunda í þeirra stað. Bæjarráði hafði borist bréf, dags. 6. marz s.l. undirritað af trúnaðarnefnd kvenná, sem rætt hefur við bæjarráð um útsvars- ívilnun vegna þeirra giftu kvenna sem vinna að útflutningsfram- leiðslunni. í bréfinu var skýrt frá fundarsamþykkt, sem gerð var 27. febrúar s.l. á þá leið, að konurnar taka enga afstöðu til sérsköttunar hjóna en ítreka fyrri kröfu um það, að 15 þús. kr. verði útsvars- íríar, en til vara telja þær sig geta fallist á að viss hundraðshluti af tekjum kvennanna verði útsvars- frír. í bréfinu var óskað að af- greiðslu málsins verði hraðað. Ákvörðun frestað. Á bæjarstjórnarfundi 26. febr. s.l., þegar fjárhagsáætlun var sam- þykkt, lögðu sjálfstæðismenn fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Isafjarðar sam- þykkir að við niðurjöfiiun út- svara fyrir árið 1958 verði látin gilda sama regla fyrir alla ein- staklinga bæjarfélagsins, jafnt gifta sem ógifta, þ. e. sérsköttun lijóna. Er niðurjöfnunarnefnd falið að sef ja nýjan útsvarsstiga sókn á fyrri hljómleikana og njóta um leið ánægjulegrar skemmtunar. Togararnir. B.v. Sólborg landaði hér 8. þ.m. 256 lestum af fiski eftir hálfsmán- aðar veiðiför. Verulegur hluti afl- ans fór í skreið og „gúanó“, og mikill hluti gotunnar var ónýtur. B.v. Isborg kom af veiðum 13. þ. m. með um 220 lestir. með tilliti til þessa og leggja fyr- ir bæjarstjórn, svo fljótt sem verða má, tillögur sínar um per- sónufrádrátt.“ Tillögunni var vísað til bæjar- ráðs. Þegar hún var tekin þar til umræðu lögðu sjálfstæðismenn fram aðra tillögu svohljóðandi: „Bæjarstjórn samþykkir að við niðurjöfnun útsvara á þessu ári verði tekin upp sérsköttun hjóna þannig að samanlagðar tekjur hjóna verði skipt til helminga og jafnað niður útsvari sem um tvo einstaklinga væri að ræða. Fjöl- skildufrádrætti verði skipt að jöfnu milli hjóna.“ Þessi endurfædda tillaga sjálf- stæðismanna var felld á bæjar- 9tjórnarfundinum, að viðhöfðu nafnakalli, með 5:4 atkvæðum. Samþykkt var að fela skóla- stjórum gagnfræða- og barnaskól- ans að athuga möguleika á, að héð- an verði gerður út bátur í vor, til þess að gefa unglingspiltum kost á að stunda handfæraveiðar. Skulu þeir leggja niðurstöður sínar fyrir bæjarráð sem fyrst. Bréf höfðu borist frá Sigurði Thoroddsen, verkfræðingi, varð- andi vatnsveitumál, dags. 6. og 8. marz s.l. — Leggur Sigurður til í fyrra bréfinu að gerðar verði vatnsmælingar nú í vetur og legg- ur á ráðin um hvernig að því skuli farið. Upplýsti bæjarstjóri í því sambandi, að hann hefði beðið Kristján Halldórsson að annast þær mælingar. í síðara bréfinu er lausleg kostnaðaráætlun um bygg- ingu 1000 tonna vatnsgeymis að upphæð kr. 600,000,00. Samþykkt að veita Jóhannesi Jakobssyni, Seljalandsvegi 52, kr. 15.000,00 lán úr byggingalánasjóði á þessu ári, enda verði ákvæðum regdlugerðar sjóðsins fullnægt. Ingvi Guðmundsson, Hafnar- stræti 6 fær leyfi til að byggja íbúðarhús á leigulóð nr. 27 við Engjaveg. — Ágúst Guðmundsson fær leyfi til að byggja verkstæði á húslóð sinni nr. 11 við Fjarðar- stræti. — Bræðurnir Magnús og Guðmundur Bjarnasynir fá leyfi til að flytja hús sitt nr. 28 við Tangagötu á lóð við Austurveg austan við hús Halldórs Gunnars- sonar og í sömu götulínu og það. Byggður verði eldvarnarveggur við austurgafl hússins. — Jakob Ein- arsson, Brunngötu 12 B, fær leyfi til að hækka forstofuskúr og byggja reykháf við hús sitt á nefndum stað. Akið ekki um íþróttavöllinn Einhver eða einhverjir bílstjór- ar hafa framið þau spjöll á íþróttavellinum, að aka bifreið um hann nú nýlega. Þetta er, eins og allir vita, stranglega bannað, og ber sérstaklega að fara eftir því banni, þegar snjó og klaka er að leysa af vellinum á vorin og jarð- vegur því gljúpur. Það eru því ein- dregin tilmæli íþróttamanna í bæn- um, að bílstjórar hafi þetta bann í heiðri, enda er þeim það algerlega meinalaust. Leiðréttingar 1 greininni Frá bæjarstjórn, sem birtist hér í blaðinu 5. marz s.l. segir að samþ. hafi verið að selja Rafmagnsveitum ríkisins raforku handa Súðavíkurkauptúni á 8 aura kílóvattstund. Þetta er ekki rétt. Verðið er: Árskílóvatt á kr. 700,00 og 8 aurar fyrir hverja unna kíló- vattstund. Þá eru þær villur í síðasta blaði, að stöðvarhús orkuversins í Bol- ungarvík er sagt 1000 fermetrar í stað 100 fermetrar. 1 afmælisgrein um Bjarna E. Kristjánsson í sama blaði er ekki rétt, að Jóna, dóttir hans heiti tveimur nöfnum, heldur er það Anna; hún heitir fullu nafni Anna Sólveig. Á fundinum 2. þ. m. voru fá mál á dagskrá. — Samþykkt var að heimila bæjarstjóra að panta vatnsmæla og tæki til að hlusta eftir leka á vatnsleiðslum. Verða þessi tæki pöntuð í samráði við Sigurð Thoroddsen, verkfræðing. Einnig var samþykkt erindisbréf heilbrigðisfulltrúa og að leyfa Hallfríði Halldórsdóttur, Sund- stræti 37, að byggja viðbyggingu við nefnt hús. Hús þetta stendur við austurenda fyrirhugaðrar Skólagötu og er með þinglýstri kvöð um að bæjarsjóði sé áskilin forkaupsréttur að húsi og lóð. Leyfið er veitt með því skilyrði að viðbyggingin verði rifin og flutt brott bænum að kostnaðarlausu, þegar þess verður krafist. Komi til sölu á húsinu og noti bærinn forkaupsrétt, miðist verðið við hús og lóð án viðbyggingar. Frestað var að afgreiða erindi frá F.O.S:!., f. h. lögregluþjóna bæjarins, um að greiðslur fyrir vakta- og eftirvinnu verði færðar til samræmis við launakjör lög- regluþjóna annara bæjarfélaga. Bréf hafði borist frá Sjálfstæð- iskvennaíélagi Isafjarðar, þar sem skorað er á bæjarstjórn að breyta fyrirkomulagi á starfrækslu barnaleikvallarins frá því sem ver- ið hefur undanfarið í það horf, að á virkum dögum verði föst gæzla á vellinum t. d. frá kl. 10—12 f. h., og verði börnum þá ekki leyft að fara út af vellinum nema í fylgd með fullorðnum eða barnfóstrum. Bent er á, að fyrir slíka þjónustu mætti hugsa sér að taka eitthvað Framhald á 2. síðu.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.