Vikutíðindi - 03.02.1961, Page 2

Vikutíðindi - 03.02.1961, Page 2
VIKUTlÐINDI VIKIJTIÐIIMDI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Teitsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Tjarnargötu 4, sími 14856. Steindórsprent h.f. Fyrirstaða krata í ferðamáhim Þá er aftur komið fram á Alþingi frumvarp um að létta af einokun Ferðaskrifstofu ríkisins á erlendum ferða- mönnum. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans flytur þetta frumvarp. Fyrir nokkrum árum, þegar vináttan var hvað mest hjá framsókn og krötum gerðu framsóknar- menn það fyrir vini sína að fella frumvarp Magnúsar frá Mel og fleiri sjálfstæðismanna um breytingar á ferða- málum okkar. Vildu þeir Magnús og félagar hans þá stofna Ferðamálaráð, sem skyldi hafa það hlutverk að hafa umsjón og eftirlit með öllu því, er lýtur að ferða- málum í landinu og þá einkum erlendum ferðamönnum. Ferðamálaráð átti skv. þessu frumvarpi að vera ráðherra til ráðuneytis við veitingu leyfa til þeirra, er reka vildu ferðaskrifstofur. Fólst í þessu frumvarpi ýmiskonar ný- mæli, sem þykja sjálfsögð erlendis, þar sem allskyns bitl- ingalýður getur ekki staðið í vegi fyrir því að þjóðimar afli sér gjaldeyris. Frumvarp Þórarins nær ekki lengra en til þess að fella niður í lögunum um Ferðaskrifstofuna orðin ,,og hefur hún ein rétt til þess að starfrækja ferðaskrifstofu fyrir erlenda menn“. En þótt þetta frumvarp nái ekki lengra getur það haft mjög mikla þýðingu fyrir ferðamálin hér á landi. Það er staðreynd að Ferðaskrifstofa ríkisins hef- ur hvergi nærri reynzt starfi sínu vaxin og á sáralítinn hátt unnið raunhæft að ferðamálunum. Engum þeim, er kynnir sér þessi mál, getur dulizt það að við höfum geysilega mikla möguleika til þess að gera ísland að ferða- mannalandi. En til þess að svo geti orðið þarf að vinna skipulega að málunum og skynsamlega. Það virðist svo sem Ferðaskrifstofan hafi einbeitt sér að því á undanförnum árum að draga hingað til lands allskyns lýð, sem tæplega getur greitt fyrir sig, hvað þá meira. Þetta bakpokafólk og þumalfingursferðalangar á- samt hæfilegum skammti af lágt launuðum kennurum, helzt Þjóðverjar, hefur flækzt um landið, kannski ekki betlandi, en allt að því. Ágóðinn af rápi þessa fólks hefur svo farið eftir því sem til var stofnað. Á meðan þeir menn sem fjármagnið hafa, verða að byggja á því í ferðamálum, sem Ferðaskrifstofan afrekar, þá er ekki við neinum stórum viðburðum að búast. Þor- leifur forstjóri Ferðaskrifstofunnar er sjálfsagt ágætis- maður, en honum hefur ekki tekizt að lyfta ferðamál- unum á neinu sviði, enda hefur maðurinn ekki haft neina samkeppni. Fyrir nokkrum árum var hér starfandi ferða- skrifstofa, sem reyndi að vinna að þessum málum, en af ýmsum ástæðum tókst ekki að halda lífi í því fyrirtæki. Síðan hafa aðeins tveir aðilar utan Ferðafélags íslands skipulagt og efnt til ferða um landið. Hér mun ekki að sinni verða rædd starfsemi þessara aðila, en hún hefur síður en svo verið þeim, sem að henni standa til sóma. Frumvarp Þórarins ritstjóra gengur alls ekki nógu langt. Getur og verið að það sé til komið af einhverjum öðrum hvötum heldur en að hann vilji koma þessum málum í lag. Hugsanlegt er að hann minnist þess frá Meirihlutinn vill bjór Framh. af 1. síðu getur svo farið að það verði þingmönnum, sem vitað er að ..eru ..persónulega ..sam- þykkir því að leyfa bjór, dýrt spaug að láta kúgast af templurum. Margir hafa rætt um það í alvöru að efna til samtaka manna úr öllum flokkum um að strika út við næstu kosningar þá þingmenn, sem ekki sam- þykkja bjórinn. Sömuleiðis ræða menn það mikið sín í milli að safna undirskriftum að áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarpið. Svo er að sjá sem frum- varpið verði fellt í þinginu og þá spvrja margir hvað við taki. Engum skvni born- um manni kemur til hugar að landið verði alla tíð biór- laust. Þess verður áreiðan- lega ekki lansrt að bíða að hér verði seldur sterkur bjór. En áður en svo megi verða barf að taka temnlara ræki- lega til bæna og fletta ofan af vesöld beirra os: mann- dómsleysi. Traust manna til reglunnar hefur farið ört minnkandi hin síðari ár og mönnum ofbýður besrar þeir eru að revna að skrevta sig með ýmist lánsfiöðrum eða gömlum um áeæti sitt. Á stúdentafundinum, sem nýlega var haldinn um öl- frumvarpið, sagði einn koh- hraustasti templari landsins að endurreisn Ivðveldis á Is- landi væri mikið til verk temnlara! Og þá brostu margir. En þeir, sem lásu svargrein Gunnars Dal, erind- reka Stórstúkunnar við grein Helga Sæmundssonar um öl- frumvarpið, þeir brostu ekki. Öllu rætnari og andstyggi- legri málflutning hafa menn ekki séð á prenti. Enda virð- ist svo sem greinin hafi orðið þess valdandi að Gunnari var vikið úr embætti, því á fyrr- nefndum fundi sóru templar- ar heimspekinginn af sér og sögðu hann ekki starfa leng- ur á vegum reglunnar. Hér á eftir fer listi yfir alla alþingismennina og er þeim skipt eftir deildum. Hefur verið reynt að geta sér til um hver afstaða þeirra muni verða við atkvæðagreiðslu i þinginu um ölfrumvarpið. Svo sem fyrr segir erii ýmis ókunn atriði í málinu, sem kunna að breyta atkvæði þingmanna, en kunnugir telja þetta vera hvað réttast. Neðri deild Já Jóhann Hafstein, Jón Kjartansson, Ben. Gröndal, Birgir Finnsson, Birgir Kjar- an, Bjarni Benediktsson, Björn Fr. Björnsson, Björn Pálsson, Emil Jónsson, Guð- laugur Gíslason, Guðmundur I. Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas G. Rafnar, Ólafur Thors, Pétur Sigurðs- son, Sigurður Ingimundarson, Jón Pálmason og Einar Sig- urðsson. IMei Ágúst Þorvaldsson Eð- varð Sigurðsson, Einar Olgeirsson, Eysteinn Jóns- son, Geir Gunnarsson, Gísli Guðmundsson, Gísli Jónsson, Gunnar Gíslason, Gunnar Jóhannsson, Halldór Ásgrímsson, Halldór E. Sig- urðsson, Hannibal Valdimars- son, Ingólfur Jónsson, Jón Skaftason, Karl Guðjónsson, Lúðvík Jósefsson, Matthías Á. Mathiesen, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurður Á- gústsson, Skúli Guðmunds- son, Þórarinn Þórarinsson og Ingvar Gíslason. Efri deild Já Sigurður Ö. Ólafsson, Bjartmar Guðmundsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Gunnar Thoroddsen, Her- mann Jónasson, Jón Árna- son, Jón Þorsteinsson, Karl Kristjánsson, Ólafur Björns- son og Sigurður Bjarnason. þeim tíma, er hann var í faðmlögum við Alþýðuflokkinn, hve mjög þeim er annt um að ekki sé hróflað við Ferða- skrifstofunni fremur en öðrum stofnunum þar sem þeir hafa neglt niður bitlingalið sitt. Vera kann að Þórarinn sé þarna á ofur meinleysislegan hátt að lauma þrætuepli í kærleiksrekkju íhalds og krata. Það er ekki nóg að sífellt sé verið að tönglast á því að gera ísland að ferðamannalandi án þess að framkvæma eitthvað það, sem orðið geti til þess að draga ferðamenn til landsins. Hér þarf mikið verk að vinna. Það þarf að byggja hótel bæði í Reykjavík og víða um landið og það þarf að kenna matsveinum utanbæjarhótelanna að sjóða eitthvað annað en kjötsúpu. Og svo þarf að reyna að koma íslendingum í skilning um það, að þessir útlend- ingar, sem hingað koma til þess að skoða landið og kynn- ast þjóðinni eru með peninga í vasanum, sem þeir eru reiðubúnir til að eyða í það sem vel er gert. Við verðum þessvegna að umgangast þá með kurteisi og vera þeim hjálplegir í hvívetna, megum ekki sýna þeim afskipta- leysi eða beita þá brögðum. IMei Alfreð Gíslason, Auður Auðuns, Ásgeir Bjarnason, Björn Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson, Friðjón Skarp- héðinsson, Magnús Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Páll Þorsteinsson og Sigurvin Ein- arsson. Bifreiðasala D1 BILLIIMN Varðarhúsinu sími 18-8-33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðsluskilmálar.

x

Vikutíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikutíðindi
https://timarit.is/publication/1015

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.